Fréttablaðið - 14.09.2004, Side 26
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma
Laufey Ólafsdóttir
Skriðustekk 1
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. septem-
ber kl. 13:30.
Ólafur Rúnar Árnason, Ása Ásgrímsdóttir, Guðmundur Árnason,
Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Sigurður Árnason, Guðbjörg Skjald-
ardóttir, Þráinn Árnason, Unnur Vilhjálmsdóttir, Már Árnason,
Valdís Axfjörð, ömmubörn og fjölskyldur þeirra.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Margrét Guðmunda
Guðmundsdóttir
Akralandi 3, Reykjavík
andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, laugardaginn
11. september. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
kl. 13:30 mánudaginn 20. september nk.
Sigríður Sigurðardóttir, Erla Jónsdóttir Stensby, Hilmar Jónsson og Helga
Guðjónsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Sigurjón Einarsson, Guðmundur
Jónsson. Barnabörn og barnabarnabörn.
Útför okkar ástkæru
Ólafar Jónu Björnsdóttur
Ásvallagötu 65
Stjúpbörn og systkinabörn.
sem andaðist laugardaginn 4. september, fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 17. september kl. 15.00.
„Þetta er leikrit sem
ég skrifaði sjálfur
og heitir Hinn út-
valdi,“ segir Gunn-
ar Helgason um nýj-
an spennufarsa sem
hann frumsýnir í
Loftkastalanum á
f i m m t u d a g i n n .
„Þetta er ákveðin
tilraun í þá átt að
færa barnaleiksýn-
inguna aðeins nær
þeirri afþreyingu
sem börn eru að
horfa á dags dag-
lega og það er því
meiri hasar og læti
en venjan er í
barnaleikhúsi.“
„Verkið fjallar
um Einar, 11 ára
dreng í Vesturbæn-
um, sem veit ekki
alveg hvað hann er
ógeðslega klár og
sérstakur en kemst
að því þegar hann
þarf að bjarga
heiminum frá
verstu geimveru í
geimi. Hann nýtur
svo aðstoðar sjálfs
Grettis sterka frá
Bjargi í Miðfirði í
þessari baráttu þó
verkið gerist í nú-
tímanum. Mamma
hans er líka hæfi-
leikum búin og er
ekki öll þar sem
Einar sá hana.“
Gunnar segist að-
spurður telja löngu
tímabært að illar
geimverur skjóti
upp kollinum annars
staðar en í Banda-
ríkjunum en dregur þó enga dul
á að hann sæki fyrirmyndir sín-
ar stíft í amerískt afþreyingar-
efni. „Þetta er mjög meðvitað og
það eru margar klisjur teknar
fyrir og notaðar.“
Gunnar hefur mest unnið að
gerð barnaefnis fyrir sjónvarp
en telur mál til komið að flytja
meiri spennu inn í barnaleikrit-
in. „Okkur tókst til dæmis mjög
skemmtilega að hræða börnin í
leikgerðinni af
Síðasta bænum í
dalnum í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu
og nú reyni ég að
ganga aðeins
lengra. Annars er
þetta ekki eins
hræðilegt og ég
hélt en ég var með
prufusýningu um
helgina fyrir full-
an sal af krökkum
sem var ekkert
s é r s t a k l e g a
brugðið. Ég ætla
því að reyna að
búa til nýtt atriði í
dag og reyna að
hræða meira.“
Gunnar fékk
hugmyndina að
verkinu fyrir
tveimur árum og
byrjaði að skrifa
fyrir ári og verður
greinilega að
vinna í verkinu al-
veg fram að frum-
sýningu.
Fimm leikarar
taka þátt í sýning-
unni og leika alls
tólf hlutverk en
Valur Freyr Ein-
arsson leikur Ein-
ar. „Það þekkja öll
börn röddina hans
en hann er dugleg-
ur að tala inn á
teiknimyndir og
þá oftast fyrir
unga drengi sem
eru í forgrunni
þessar amynda.
Hann leikur svo
krakka með stæl í
þessari sýningu.“
Gunnar fékk styrk frá
menntamálaráðuneytinu til þess
að setja upp Hinn útvalda sem
verður, eins og fyrr segir, frum-
sýndur í Loftkastalanum á
fimmtudaginn. ■
18 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
SAM NEILL
Þessi eðalleikari er 57 ára í dag.
Ein glæsilegasta þokkagyðja
hvíta tjaldsins á síðustu öld og síð-
ar Mónakóprinsessa, Grace Kelly,
lést á þessum degi árið 1982 eftir
að hafa lent í bílveltu daginn áður.
Grace var 52 ára þegar hún lést
og öllum harmdauði, ekki síst eig-
inmanninum Rainier fursta sem
var gersamlega óhuggandi.
Grace byrjaði að leika strax á
barnsaldri og hóf síðan nám í
American Academy for Dramatic
Arts í New York að loknu skyldu-
námi.
Stóra tækifærið fékk hún 1952
þegar hún lék eiginkonu Cary
Cooper í vestranum sígilda High
Noon. Árið 1954 lék Grace á móti
Bing Crosby í The Country Girl en
fyrir það hlutverk fékk hún Ósk-
arsverðlaunin. Þegar hún lék í
Hitchcock-myndinni To Catch a
Thief á frönsku Rivierunni kynnt-
ist hún eiginmanninum tilvon-
andi, Rainier fursta af Mónakó.
Hún kolféll þó ekki strax fyrir
töfrum furstans, sem gafst ekki
upp og hætti ekki fyrr en þau
höfðu verið gefin saman í glæsi-
legri athöfn. Grace hætti kvik-
myndaleik eftir að hún varð prins-
essa en afrek hennar á hvíta tjald-
inu munu samt duga til að halda
minningu hennar á lofti um ókom-
in ár. ■
ÞETTA GERÐIST
GRACE MÓNAKÓPRINSESSA LÆTUR LÍFIÐ EFTIR BÍLVELTU
14. september 1982
Bíóprinsessa deyr
Barist við verstu
geimveru í geimi
NÝTT BARNALEIRKIT: GUNNAR HELGASON MAGNAR SPENNUNA
„Helvíti er aðeins orð. Raunveruleikinn
er miklu, miklu verri.“
– Hann var ekki beint bjartsýnn hann dr. Weir, sem Sam Neill
lék í geimhryllinum Event Horizon, enda engin ástæða til.
ANDLÁT
Guðni Frímann Ingimundarson, Hólm-
garði 64, lést 10. september.
Jón Aðalsteinn Stefánsson, Miðtúni 4,
Seyðisfirði, lést 10. september.
JARÐARFARIR
13.30 Haraldur Kr. Jóhannsson, áður til
heimilis í Hólmgarði 66, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju.
13.30 Hjördís Oddgeirsdóttir verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu.
13.30 Dóra Guðbjartsdóttir verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni.
13.30 Wilhelm Magnús Alexandersson
Olbrich, Háaleitisbraut 54, verður
jarðsunginn frá Grensáskirkju.
14.00 Hallgrímur Gísli Færseth, Vallar-
braut 6, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
15.00 Sveinn Víðir Friðgeirsson skipstjóri
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
EINAR Einar og mamma hans í kröppum dansi í Hinum útvalda en lætin byrja
fyrst fyrir alvöru þegar Grettir sterki dettur bókstaflega inn á sviðið í gegnum tím-
ann og ísskápinn og nærri eyðileggur Playstation 3 tölvu Einars. Grettir er auð-
vitað eins og hann er en það munar um minni liðsstyrk þegar barist er við
verstu geimveru í geimi.
GRACE KELLY Þessi glæsilega leikkona
sem varð síðar prinsessa Mónakó lést eftir
alvarlegt bílslys.
SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins
AFMÆLI
Guðjón Þórðarson knatt-
spyrnufrömuður er 49 ára.