Fréttablaðið - 14.09.2004, Page 32

Fréttablaðið - 14.09.2004, Page 32
14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Ég álpaðist á fund hjá Femínista- félaginu um dag- inn og komst að því, mér til nokk- urrar furðu, að ég væri staðnaður. Hélt nefnilega að það væri allt í stakasta lagi í jafn- réttismálum. Ég fékk femínískt uppeldi þar sem mamma missti sig í kringum stofnun Kvennalistans og Kvenna- athvarfisins þegar ég var á við- kvæmum aldri. Þessum áhugamál- um mömmu fylgdu endalausir fundir þannig að unglingurinn ég gekk sjálfala. Femíníska uppeldið hennar mömmu fólst líka aðallega í því að herða mig upp þannig að ég „dræpist ekki úr hungri fyrir framan ísskápinn“ ef kona væri ekki á heimilinu en mamma full- yrti að þannig myndi fara fyrir þeim kynslóðum karlmanna sem á undan mér komu. Þegar mamma sleppti af mér takinu lenti ég í klónum á konu sem sá sér leik á borði og í krafti jafnréttishugsjónna móður minn- ar hlekkjaði hún mig við eldhús- vaskinn. Keðjan var ekki lengri en svo að ég rétt komst að þvottavél- inni. Tólf ára dóttir mín kom einu sinni að máli við mig þar sem ég var að flokka sokka og brjóta sam- an nærbuxur og vildi ræða jafn- réttisbaráttuna og kvenréttinda- konurnar sem henni fannst klikk. Skildi svo sem að barnið áttaði sig ekki á gildi baráttunnar með pabba á kafi í uppvaski og ekki komin á þann aldur að þurfa að kynnast launamismun kynjanna á eigin skinni. Útskýrði fyrir henni að hún mætti þakka kvenskörung- unum fyrir það að hún stæði jafn- fætis strákunum í skólanum. Áttaði mig svo á því um daginn, laus úr hlekkjunum, að það er lengra í land en mig grunaði og ég fæ ekki betur séð en við séum í blússandi bakkgír og séum á ná- kvæmlega sama stað og þegar mamma yfirgaf heimilið og fór í stríðið fyrir tuttugu árum eða svo. Það er því greinilega tímabært að stofna nýjan Kvennalista strax í dag. STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON VAR ÍHALD Í SÍÐUSTU VIKU EN ER FEMÍNISTI Í DAG Ég, femínistinn M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið JA GNF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 8. hver vinnur. XXXx Vinningar eru:• Miðar á myndina• DVD myndir• Margt fleira. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina! Jói hefur veitt stórfisk... Vont! 5 metrar Jói! 5 metrar! Ég náði honum! Ég náði honum! Ég náði honum! Guuuði.... sé... lof... Eru ekki Maggi og Jóhanna að koma frá Malasíu í dag? Það held ég. Þau áttu að leggja af stað í gærmorgun, en voru sextán tímum á eftir okkur, svo það er erfitt að segja til um það nákvæmlega... Þau fljúga í einn dag, svo þau ættu að koma heim eftir nokkra tíma, en mögu- lega gætu þau flogið á móti sólu og ef það er málið ættu þau að lenda... í fyrradag? Ef þau lenda þá! Ein tíma- göng og þau lenda auðvitað í Skírisskógi.... eða þau verða étin af risaeðlum! Getum við ekki boðið öllum sem við þekkjum í ljós á einhverri risasól- stofu svo Maggi verði bara fölur í samanburði þegar þau koma heim? Loksins hugmynd sem meikar sens...Ekki vera bjánalegur! Neii... bíddu nú... Ég er LÉLEGUR FISKIKÖTTUR! ANDA. MAMMA! Hannes er að trufla mig! Solla. Hann er ekki einu sinni í sama herbergi og þú! Hvað í ósköpunum er hann að gera sem truflar þig?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.