Fréttablaðið - 14.09.2004, Síða 38

Fréttablaðið - 14.09.2004, Síða 38
Fyrsta plata dúettsins Brak kom út á dögunum og kallast hún Silfur- koss. Lögin, sem eru tólf talsins, eru eftir þá félaga Harald Gunnlaugs- son og Hafþór Ragnarsson. Allir textar eru á íslensku. Að sögn Haraldar hafa þeir verið lengi að þó að sveitin sjálf hafi aðeins verið til í nokkur ár. Hafþór var áður í hljómsveitinni Sonum Raspútins en Haraldur hefur meira einbeitt sér að sveita- ballabransanum. „Þetta er draumur sem er að verða að veruleika hjá okkur,“ segir Haraldur. „Við höfum spilað tónlist í 10 til 15 ár og það var kominn tími á þetta.“ Haraldur bætir við að vinnsla plötunnar hafi verið strembin, enda tók hún tvö ár. „Maður vill vanda sig við fyrstu plötuna. Við gerðum allt sjálfir en fengum þó hljóðfæraleikara til að aðstoða okkur,“ segir hann. Á meðal þeirra eru bassaleikari Jagúar, Ingi S. Skúlason, og sveiflukóngurinn sjálfur Geirmundur Valtýsson sem grípur í nikkuna í einu lagi. „Það var algjör snilld að vinna með Geir- mundi. Hann er frábær í samstarfi og frábær harmonikkuleikari.“ Tónlist Braks hefur verið lýst sem vönduðu popprokki með bresk- um áhrifum. Nú þegar hefur titillag plötunnar, Silfurkoss, ómað nokkuð títt á Rás tvö og svo er á næstunni væntanlegt myndband við lagið Álf- ar. Útgáfutónleikar eru fyrirhugað- ir síðar í vetur en þeim sem vilja kynnast sveitinni nánar er bent á heimasíðuna, brak.tv. ■ Rödd yðar á plötu Draumur að veruleika 30 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Kvæðamannafélagið Iðunn fagn- ar 75 ára afmæli á morgun, mið- vikudaginn 15. september. Af því tilefni verður efnt til hátíðar í Borgarleikhúsinu annað kvöld klukkan 20.00. Hátíðin er um leið útgáfutónleikar á silfurplötum sem teknar voru upp í Banka- stræti 7 á árunum 1935-36. „Við höfum lengi verið að vinna að útgáfu á þessum silfur- plötum sem Atli Ólafsson, sonur Ólafs Friðrikssonar í Hljóðfæra- húsinu, sá um upptökur á,“ segir Steindór Andersen, forsvarsmað- ur Iðunnar. „Á þessum tíma gat hver sem er hljóðritað hvað sem er. Um það birtust meðal annars auglýsingar í Alþýðublaðinu með slagorðum eins og „Rödd yðar á plötu“ og „Allir á plötu“. Meðal annars kom fram í einhverjum af þessum auglýsingum að nú gæti fólk hljóðritað hljóðin í ungbarn- inu sínu og spilað seinna þegar það færi að skoða myndir af barn- inu. Þarna var strax komin hug- myndin að margmiðlun. Menn máttu líka sjá þetta sem sendi- bréf, vegna þess að þetta var ódýrt. Platan kostaði fjórar krón- ur en miði á tónleika kostaði kr. 3,50 í stúku í Gamla bíói. Núna sá Kvæðamannafélagið Iðunn sér leik á borði að gefa út það sem við höfðum safnað af þessum hljóðritunum. Við létum vinna fimmtíu plötur inn á fjóra geisladiska. Á hverri plötu eru fjögur lög, þannig að alls eru þetta 200 lög sem flutt eru af þrettán kvæðamönnum. Flestir þeirra eru úr Húnaþingi. Það þýðir þó ekki að það hafi ekki verið kvæðamenn annars staðar á landinu, heldur var þetta hóp- urinn sem var starfandi í Kvæða- mannafélaginu Iðunni á sínum tíma og tengdist sterkustu bönd- unum.“ Með geisladiskunum fjórum fylgir bók með textum, nótna- skrifum og öllum nauðsynlegum upplýsingum um efni þeirra. Út- gefandi er Smekkleysa en Gunn- steinn Ólafsson er ritstjóri verks- ins. Efnisskrá útgáfu- og afmælis- hátíðarinnar í Borgarleikhúsinu verður fjölbreytt. Kvæðamenn kveða ýmis dæmi af þeim stemm- um sem er að finna á diskunum, kórinn Sunnan heiða flytur út- setningu Gunnsteins Ólafssonar á rímnalögum, Chris Foster og Bára Grímsdóttir flytja þjóðlög og hljómsveitin Sigur Rós spilar rímnalög með Steindóri. Hilmar Örn Hilmarsson flytur Breiðfirð- ingavísur með Kristínu Heiðu Kristinsdóttur, auk þess sem hag- yrðingar mæta á svæðið. Kynnir kvöldsins verður Eva María Jóns- dóttir. En verður dagskráin ekki tekin upp í tilefni af þessum merku tímamótum? „Jú,“ segir Steindór. „Ástr- alska sjónvarpið ætlar að taka hátíðina upp.“ ■ ÚTGÁFUHÁTÍÐ KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN ■ Á 4. áratugnum gat hver sem er hljóð- ritað hvað sem er. Um það birtust meðal annars auglýsingar í Alþýðublaðinu. TÓNLIST SILFURKROSS ■ Fyrsta plata Braks komin út. í dag Endaþarms- boxarinn játaði í jakkafötum Sparisjóðsstjóri hættir og fær 162 milljónir Smámunir segir stjórnarformaður Sjóvá sakar Ástþór um svindl Fáðu flott munnstykki En þeir sem hafa krafist þess að viðgöngum í Evrópusambandið hafa talað um að við þurfum að opna sendiráð í öllum löndum Evrópu- sambandsins. Eitt- hvað myndi nú slíkt kosta ofan á annað,“ sagði 0Davíð Oddsson, verðandi utanríkis- ráðherra, í viðtali við Morgunblaðið á laugardaginn, aðspurður hvort um- svif utanríkisráðuneytisins væru óþarflega mikil. Það kom sumum á óvart að Davíð skyldi nota þetta tækifæri til að hnýta í Halldór Ás- grímsson, verðandi forsætisráð- herra, en hugmyndin um sendiráð í öllum löndum Evrópusambandsins kom fyrst fram í skýrslu utanríkis- ráðuneytisins undir forsæti Halldórs. Að leggja línurnar fyrir veturinn ermál málanna þessa dagana og bókaforlögin eru þar ekkert undan- skilin. Þó svo að jólabækurnar séu ekki komnar út og komi jafnvel ekki í búðir í nokkrar vik- ur enn er hægt að fara að spá fyrir um metsölubækurnar þessi jólin. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til að segja að bók Arn- aldar Indriðasonar verði ofarlega á lista. Bókum hans er það vel tekið að hann gæti næstum endurskrifað hluta símaskrárinnar þannig að úr yrði metsölubók. Aðrir höfundar sem taldir eru líklegir til stórra verka eru Ólafur Jóhann og Einar Már, en sá síðarnefndi verður fimmtugur á laug- ardaginn kemur. Lárétt: 2 sérstakur, 6 byrði, 8 fiskur, 9 fugl, 11 yfirlið, 12 mýrarsunda, 14 kind, 16 peningar, 17 í uppnámi, 18 snæða, 20 tveir eins, 21 dreifa. Lóðrétt: 1 land, 3 viðurnefni, 4 verða eldri, 5 rá, 7 hárrétt, 10 formaður, 13 sjó, 15 sigaði, 16 smetti, 19 rykkorn. Lausn. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Tæpir 5.000 ferkílómetrar Hreinn Óskarsson Klór, iðnaðarhreinsir og sápur BRAK Hljómsveitin Brak hefur gefið út sína fyrstu plötu og er afrakstrinum lýst sem vönduðu popp/rokki með breskum áhrifum. STEINDÓR ANDERSEN 175 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Iðunnar verður haldið í Borgarleikhúsinu á miðvikudag. Lárétt: 2spes,6ok,8áll,9lóm,11dá, 12draga,14rolla,16fé,17æst,18éta, 20tt,21strá. Lóðrétt: 1fold,3pá,4eldast,5slá, 7kórrétt,10mao,13glæ,15atti,16fés, 19ar. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI „Einu sinni var draumarullan mín að leika Berger í Hárinu. Það var þegar ég var sextán ára og sá Hilmi Snæ leika Berger. Ég man hvað mér fannst þetta magnað hlutverk og mögnuð sýning,“ segir Björn Thors leikari, sem um þessar mundir fer einmitt með hlut- verk Bergers í Hárinu á sviði Austur- bæjar. „Tækifærið kom í sumar. En í sjálfu sér á ég mér samt ekki neitt draumahlut- verk. Ég dett einhvern veginn inn í verkefnin og er heltekinn af því verk- efni sem ég er að vinna að hverju sinni.“ Þessa stundina er það samt Berger sem greinilega á hug Björns allan, jafnvel þótt hann hafi þurft að glíma við nokkur mjög ólík hlutverk undan- farið. „Draumarullur eiga það reyndar sam- eiginlegt að vera ekki bara hlutverkið sem slíkt heldur sýningin í heild sinni. Það er upplifunin á heildinni sem skiptir máli, og Hárið er í eðli sínu of- boðslega áhrifamikið verk að öllu leyti. Tónlistin er frábær og hefur þannig áhrif á mann að það verður auðvelt að hrífast með. Berger er per- sóna sem stendur fyrir frelsi og kær- leika og baráttuvilja fyrir mannsand- anum. Hann er líka píslarvottur í sög- unni og verður fyrir vikið ofboðslega heillandi karakter.“ | SÉRFRÆÐINGURINN | Uppáhaldshlutverkið: Berger í Hárinu ÚR HÁRINU Björn Thors dreymdi um það sextán ára að fá að leika Berger í Hárinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.