Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 10
Konur eru konum verstar Mikil ólga er innan raða sjálfstæð- iskvenna með val Sigríðar Önnu Þórð- ardóttur á aðstoðarmanni. Þykir nýi umhverfisráðherrann hafa lítilsvirt flokkssystur sínar með því að ráða Har- ald Johannessen, blaðamann af Morg- unblaðinu, þvert á eigin yfirlýsingar um að styrkja verði stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Hefur í þessu sam- bandi verið spurt hvað hafi orðið af þeirri Sigríði Önnu sem á fjölmennum fundi sjálfstæðiskvenna á síðasta ári benti á kynjakvóta sem svar kvenna við niðurstöðu síðasta prófkjörs Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík en þar sigruðu ungir karlar á kostnað kvenna. Með aðstoðarmanna- vali sínu fetar Sigríður Anna í fótspor Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem réð Steingrím Sigurgeirsson til sín þegar hún tók við menntamálaráðu- neytinu um síðustu áramót. 3 á 13 árum Aðeins einn af sjö núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur konu sem að- stoðarmann. Það er Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefur Ragnheiði Árnadóttur sér til halds og trausts. Hitt er þó merkilegra að hún er aðeins þrið- ja konan sem gegnir starfi aðstoðar- manns sjálfstæðisráðherra í 13 ára rík- isstjórnartíð flokksins. Hinar eru Ásdís Halla Bragadóttir og Jóhanna María Eyjólfsdóttir sem voru Birni Bjarna- syni til aðstoðar þegar hann sat í stóli menntamálaráðherra. Áhrif á landsfundi? Talið er víst að lykilkonur í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ætli sér ekki að sitja hjá við framboð í formanns- eða vara- formannsembætti flokksins, komi til þess á annað borð á næsta landsfundi. Það er þó ljóst að hvorki Þorgerður Katrín né Sigríður Anna geta lengur reitt sig á stuðning flokkssystra sinna ef þær hyggjast blanda sér í þann slag. Það er mikilvægt að vera í þokka- legum takti við þjóðfélag sitt. En það er erfitt. Það er enda svo að hraðinn á íslensku þjóðlífi er meiri en margir ráða við. Þetta á við um fólk, félög og fyrirtæki. Og auðvitað fjölmiðla – að ekki sé talað um stofnanir. Upplýsingasamfélagið hefur skilað Íslendingum inn á tækni- vædda hraðbraut þar sem alls konar nýjungar – merkilegar og ómerkilegar – þjóta hjá á auga- bragði. Við höfum vart undan að meðtaka þær, melta og velta þeim fyrir okkur; óðara hefur annað tekið við. Altént. Tíðarandinn hefur tekið á rás. Lifnaðarhættir hafa gjör- breyst, svo og lífssýn fólks, jafnvel lífsskilningur og lífsgildi. Ný viðhorf er hvarvetna að finna og op- inber umræða einkennist af æ meira frjálsræði en þekktist fyrir fáum árum. Það sem var pískrað um fyrir áratug er upphróp- un í dag – dæmi; sæmi- lega vaknað fólk sem skammtar í sig morgun- kornið í bítið undrast ekki lengur grafískar lýsingar á getu kynfæranna hjá sjálfskipuðum spekingum lostans ... ellegar um- ræðu um lagfæringar á geirvört- um sem hægt er að blása upp að innan ... og því síður að menn hnykli lengur brýnnar yfir fallega skreyttri drottningu sem daðrar við mann á skjánum – og reynist karl í kjól, með BA-próf í bók- menntum, á leið í vinnuna eins og við hin á nýlegum Hyundai – með afborgunum. Já, samfélagið hefur opnast. Í sem fæstum orðum er búið að losa þvingurnar af þjóðinni. Og hinsegin er ekki lengur öðruvísi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Mannlífið er orðið svo fjölskrúðugt og fjölbreytilegt að það venjulega fer fremur að teljast til tíðinda en það sem þótti einu sinni óvenjulegt – dæmi; það sætir undrun í samtali fólks ef stálpuð börn hafa vaxið upp hjá báðum foreldrum, að ekki sé talað um fimmtug hjón sem enn eru gift og hafa aldrei skilið; þau eru við- talsefni. Það venjulega er sumsé orðið fréttnæmt. Nema hvað. Það er erfitt að ná taki á tíman- um, sérstaklega ef hann líður hraðar en maður hugsar. Það er erfitt að fylgjast með þjóðfélagi sem virðist á köflum ofvirkt – og altént óútreiknanlegt. Það er erfitt að átta sig á allri umræðunni sem belgir út fjölmiðla og samkomu- sali, stofur og torg. Ofgnóttin er slík að almenningur getur ekki notið nema brots af allri þeirri býsn af upplýsingum og uppgötv- unum sem hellast yfir hann á hverjum degi. En gott og vel. Flestir ná að nema taktinn og fylgja tíðarand- anum með einum eða öðrum hætti. Flestir ná að hanga aftan í líðandi stund og laga sig að nýjum að- stæðum. Flestir fylgjast með. Nema kirkjan. „Samfélagsvagninn ekur stöðugt áfram en ég óttast það að kirkjan hafi misst af lestinni,“ segir Þorvaldur Kristinsson, for- maður Samtakanna ‘78, í athyglis- verðu viðtali í Fréttablaðinu fyrir réttri viku. Þessi öflugasti tals- maður homma og lesbía síðustu tvo áratugina er ekki einn um það að hnykla brýnnar þegar afstöðu þjóðkirkjunnar til samkyn- hneigðra ber á góma. Allt sæmi- lega upplýst fólk getur vart varist brosi þegar afturhaldssemi kirkj- unnar birtist því í ræðu og riti. Kirkjan hefur nefnilega misst af vagninum. Hún er dæmi um stofnun sem stendur eftir, gáttuð og ringluð. Þorvaldur var sæmdur ridd- arakrossi fálkaorðunnar í sumar fyrir framlag sitt til mannrétt- indamála. Og hann er fráleitt í neinum vígböndum þótt barátt- an við íhaldsöflin hafi verið hörð og illskeytt á köflum. „Ágreiningur og átök trufla mig ekki nokkurn skapaðan hlut og hafa aldrei gert,“ segir Þorvaldur í fyrrgreindu viðtali – og bætir svo við: „Það sem truflar mig er lágkúrulegar rökleysur og kjánalegar stað- hæfingar sem stangast á við viðurkennda þekkingu, eins og að það sé einhver munur á hæfni og getu samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra til að ala upp börn. Rannsóknir hafa löngu sýnt að sá munur er ekki til staðar.“ Hér talar maður af viti. Hér talar maður sem fylgir hraða samfélagsins. Á brúsapallinum húka hins veg- ar kirkjunnar þjónar og geta eng- an veginn áttað sig á umferðinni allt í kring. Kærleiksboðskapur þeirra er ekki merkilegri en svo að þeim finnst eitthvað athugavert við fullkomlega heilbrigt fólk – og bjóða því inn í forkirkjuna, en alls ekki lengra, hvað þá alla leið upp að pílárunum. Íslenskri þjóðkirkju virðist fyrirmunað að taka samkyn- hneigða í sátt. Hún er hlaðin for- dómum í þeirra garð. Skilaboð kirkjunnar í þessum efnum eru bæði misvísandi og óljós en fyrst og fremst svo þvinguð að stappar nærri skynvillu. Biskup Íslands, sem setti fram næsta afturhalds- söm viðhorf til hjónavígslu homma og lesbía í hirðisbréfi sínu þegar hann tók við embætti, sagði fyrir einu ári að hann sæi því ekk- ert til fyrirstöðu að vígja samkyn- hneigða manneskju í embætti prests! Jahá. Hvað meinar kirkjan? Af hverju tvístígur hún áratug eftir ára- tug í afstöðu sinni til heilbrigðs líf- ernis? Og af hverju í ósköpunum get- ur hún ekki komið fram við homma og lesbíur eins og annað fólk? Líklega er það svo að kirkjuna klígjar við nýjum tímum. En þorir ekki að segja það berum orðum. Ef til vill hentar það henni að helt- ast úr lestinni. Já, það er skrýtið lífið á brúsa- pallinum. Og þjóðfélagið er löngu farið framhjá honum. ■ F ullyrða má að forystumenn kennara mæti óblíðu augna-ráði hvarvetna sem þeir eru á ferð þessa dagana. Þvímiður; þetta eru sjálfsagt vænir menn og konur í persónulegri viðkynningu. En almenningur er sár, reiður og hneykslaður á verkfallinu sem þeir ætla að hefja á mánudaginn semjist ekki um kaup og kjör fyrir þann tíma. Efist kennara- forystan um þessa fullyrðingu ætti hún að prófa að taka tali næsta mann á förnum vegi. Öllum þykir okkur vænt um kenn- ara barna okkar og metum störf þeirra en við getum ekki skil- ið hvernig kennarastéttin getur hugsað sér að beita samtaka- mætti sínum með þeim hætti sem nú er að verða að veruleika. Verkfall kennara mun setja daglegt líf fólks og rekstur atvinnufyrirtækja úr skorðum. Með lokun grunnskólanna er fjölmörgum foreldrum nemenda stillt upp við vegg og gert að velja um að mæta til starfa eins og vinnusamningar þeirra kveða á um eða vera heima og gæta barna sinna sem ella væru við nám. Þetta er óviðunandi staða og segir okkur að það er eitt- hvað meira en lítið bogið við kerfið eða skipulagið sem gerir þessa uppákomu mögulega. Það er óþægilegt að hlusta á ýmsa þjóðkunna forráðamenn sveitarfélaga tala um það í aðdraganda verkfallsins að ríkið hafi ekki staðið við sitt þegar grunnskólinn var fluttur fyrir nokkrum árum. Með því eru þeir að kveikja þá hugsun úti að á endanum sé verkfallið ríkinu að kenna en hvorki kennara- samtökunum né sveitarfélögunum sem reka skólana og ráða kaupi og kjörum kennara. Þetta er ábyrgðarlaus málflutningur sem að auki rekst á þá staðreynd að samningar stranda ekki aðeins á fjárhagslegri getu sveitarfélaganna í heild heldur ekki síður á eðlilegum viðmiðunum við launaþróun á vinnumarkaði og tengslunum á milli kjarasamninga og jafnvægis í efnahags- lífinu. Það er athyglisvert að sólarhring áður en verkfall kann að skella á hafa kennarasamtökin hvorki kynnt kröfur sínar opin- berlega með þeim hætti að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki eða til þess fallnar að vekja samhug og stuðning. Það eina sem fólk áttar sig á að kennarar eru óánægðir með kaup og vinnu- tíma. Er þó ekki langt síðan hvoru tveggja var gjörbreytt og virtust kennarar þá sáttir. Vinnutímabreytingin hafði mikil áhrif á heimilin í landinu en engum datt þá í hug að kanna við- horf foreldra. Fólk veit að fallist sveitarfélögin á þær kröfur sem nú eru á borðinu verður kollsteypa á vinnumarkaði. Í þeim orðum felst enginn áróður heldur augljós staðreynd. Kaup allra annarra launastétta mun hækka í kjölfar slíkra samninga og síðan mun kaupmáttur allra hrapa en verðbólgunni verða gefinn laus taumurinn. Það er hrollvekjandi sýn. Kennarar bera alls ekki einir ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Stjórnmálamenn hafa markvisst ýtt frá sér alvarleg- um umræðum og hugmyndavinnu um rekstrarfyrirkomulag og fjármögnun skólakerfisins. Þeir verðskulda líka óblítt augna- ráð. Umræða um einkarekstur og einkaframkvæmd í skóla- kerfinu hefur nánast verið á bannlista stjórnmálaflokkanna. Sama gildir um heilbrigðiskerfið. Þetta eru mikilvægustu úr- lausnarefni stjórnmálamanna nú um stundir og verða að hafa forgang fram yfir endalaust málæði um léttvægari efni. ■ 19. september 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Kennurum hefur ekki tekist að afla málstað sínum stuðnings í þjóðfélaginu. En stjórnmálamenn bera líka þunga ábyrgð. Óblítt augnaráð Að fylgja hraða samfélagsins FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 jk@frettabladid.is TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Já, samfélagið hefur opnast. Í sem fæst- um orðum er búið að losa þvingurnar af þjóðinni. Og hinsegin er ekki lengur öðruvísi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Mann- lífið er orðið svo fjölskrúð- ugt og fjölbreytilegt að það venjulega fer fremur að telj- ast til tíðinda en það sem þótti einu sinni óvenjulegt. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.