Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 12
Í dag verður Málverkasafn Tryggva Ólafssonar á Norðfirði stofnað lögformlega og við það tækifæri verður einnig fagnað út- komu bókarinnar Hvað er bak við fjöllin? þar sem sögumaðurinn Tryggvi lætur gamminn geisa. Það er sveitungi Tryggva, Helgi Guðmundsson, sem tók bókina saman eftir að hafa eytt drjúgum tíma með listamanninum. „Ekki veit ég í hvaða hólf bók- mennta á að setja þessa bók, en hún er þannig til komin: Um það leyti sem fréttist af áformum Magna Kristjánssonar að koma upp málverkasafni Tryggva Ólafs- sonar á Norðfirði, var ég í Kaup- mannahöfn. Mér fannst að ég, sem er alinn upp á Norðfirði, ætti að leggja málinu lið eftir mætti,“ seg- ir Helgi í formála bókarinnar. Hann ákvað að taka upp frá- sagnir Tryggva á segulband þar sem hann taldi slíkar upptökur geta orðið mikinn feng fyrir safn- ið. „Hann ákvað að tala við mig áður en ég dræpist og þegar upp var staðið vorum við komnir með 40 klukkutíma af efni,“ segir Tryggvi. „Þá bendir Helgi á að þetta sé efni í bók og það varð úr að hann tók hana saman. Hann vinsaði eitthvað úr upptökunum enda tafsa menn og endurtaka sig á segulböndum og mér finnst hann hafa gert þetta afskaplega vel þó maður sé alltaf hlutdrægur þegar maður á sjálfur í hlut.“ Tryggvi segir aðspurður að sagnabrunnur sinn sé þó langt því frá tæmdur og gantast með að enn liggi eftir efni í tvö til þrjú bindi til viðbótar. „Ég er búinn að búa í 40 ár í Danmörku og það kemur lítið af því fram í bókinni. Þetta er heldur ekki eins og dæmigerð ævisaga stjórnmála- manns og ég þvaðra ýmislegt og ekki í réttri tímaröð. Það blandast líka inn í þetta alls kyns fílósófer- ingar og sögur.“ Helgi segir að þetta sé þroskasaga málara og sjálfsagt hefði hann farið öðru- vísi að ef viðfangsefnið hefði ver- ið múrari eða fiðluleikari. „Ég lagði mesta áherslu á að það yrði enginn hroki, vorkunnsemi eða kjaftæði í þessu. Þetta á heldur ekki að vera nein halelújabók um mig og er hugsuð til þess að styrkja safnið og Helgi gefur til að mynda safninu ritlaunin sín.“ Helgi hefur lengi rætt við mig um að ég eigi að mála ákveðna mynd og ég er svo ánægður með þetta hjá honum að ég ætla að mála þessa mynd og gefa honum í þaklætisskyni.“ Tryggvi er í stuttu stoppi á Ís- landi og ætlar að vera viðstaddur stofnun safnsins og útgáfuveislu bókarinnar í Neskaupstað í dag. „Þess vegna kom ég en ég fer aft- ur til Danmerkur á þriðjudaginn enda get ég ekki beðið eftir því að halda áfram að vinna.“ thorarinn@frettabladid.is 12 19. september 2004 SUNNUDAGUR FRANCES FARMER Þessi efnilega leikkona sem var ranglega úr- skurðuð geðveik árið1943 og þvældist á milli geðvekrahæla í kjölfarið fæddist á þessum degi árið 1913. Tryggvi fílósóferar og segir sögur TRYGGVI ÓLAFSSON ER Í STUTTU STOPPI Á ÍSLANDI „Ég hef komist að því að besta guðsgjöfin er sú að eiga góðan vin vegna þess að þar er á ferðinni ást sem þarf ekki að greiða fyrir í einhverju formi.“ - Frances Farmer fékk að kenna harkalega á ranglæti heimsins og mat því vináttuna meir en nokkuð annað. timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1900 rændu þeir félagar Butch Cassidy og Sundance Kid fyrsta bankann sinn saman og varð First National Bank í Winnemucca í Nevada fyrir val- inu. Ránið markaði upphaf glæpa- ferils tvíeykisins sem teygði sig allt frá Bandaríkjunum til Argent- ínu og Bólivíu. Cassidy og Sundance kynntust þegar þeir gengu báðir til liðs við Hole-in-the Wall glæpagengið en Cassidy þótti sá skynsamasti í því ribbaldagengi. Þeir kynntust árið 1900 og urðu strax hinir mestu mátar. Sundance hét réttu nafni Harry Longbaugh en nefndi sig eftir Sundance-fangelsinu þar sem hann sat inni fyrir hestaþjófnað. Sundance þótti býsna flinkur með marghleypuna og orðspor hans sem snilldarskyttu fór víða. Butch og Sundance voru iðnir við kolann í bankaránunum og voru hundeltir af laganna vörðum og ákváðu því að færa sig um set og herja á banka í Argentínu. Þar urðu þeir fljótt alræmdir og sneru sér því til Bólivíu. Sagan segir að bóli- víski herinn hafi setið um þá í San Vincente þar sem þeir létu báðir lífið í skotbardaga. Þessi örlög þeirra voru gerð ódauðleg í kvik- myndinni Butch Cassidy and the Sundance Kid þar sem Paul Newm- an lék Cassidy og Robert Redford Sundance. ■ BUTCH OG SUNDANCE Þessir rómuðu útlagar rændu sinn fyrsta banka saman á þessum degi árið 1900. ÞETTA GERÐIST BUTCH CASSIDY OG SUNDANCE KID LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA 19. september 1900 TRYGGVI ÓLAFSSON „Ég fór í allar skúffur og kassa og gróf upp gamlar myndir og málverk fyrir bókina. Sumt af þessu málaði ég sem krakki og verkin sem eru í bókinni eru öll máluð áður en ég náði tvítugu. Það elsta er frá 1954, árinu sem ég fæddist.“ „Ég er með fjögur börn sem ég fer með á þrjá mismunandi staði á hverjum degi og eftir það byrja ég mánudaginn á því að fá mér sojalatte á Kaffi París,“ segir Grímur Atlason þroskaþjálfi. „Þetta sojalatte er rosalega mikið að virka.“ Grímur er að flytja hljómsveitina Blonde Redhead til landsins og mun sinna þeim á mánudaginn áður en hann fer og hlustar á sveitina leika í Austurbæ að kvöldi dags. „Þau eiga svo góða vini hérna þannig að ég þarf ekki að taka á móti þeim. Ég mun hins vegar gera allt sem ég get til að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Það er alveg á hreinu en ég fer ekki með þau á Gullfoss og Geysi eða neitt slíkt.“ Grímur ætlar svo að sinna fjölskyld- unni og fleiri sojalatte bollum í vikunni en finnur sér samt tíma til að hlusta á Gunnar Kvaran og Elísabetu Waage í Salnum. „Þar mætast harpa og selló en það gerist ekki oft að maður heyri þau hljóðfæri koma saman. Svo eru „all time favorites“, Mannakorn, að spila í Salunm kvöldið eftir og ég ætla ekki að missa af því.“ Grímur ætlar einnig að reyna að koma því við að fara í sund á milli þess sem hann drekkur meira sojalatte og undirbýr stór- viðburði sem hann er að skipuleggja og bresta á fljótlega. „Sænska þokkagyðjan Lisa Ekdahl kemur hingað að leika á mínum vegum 30. október og það fer drjúgur tími þessa vik- una í að koma því saman.“ ■ VIKAN SEM VAR GRÍMUR ATLASON SINNIR ÝMSUM STÓRMÁLUM OG DREKKUR LATTE Sojalatte í bland við stórviðburði MERKISATBURÐIR 19.09. 1777 Amerískir hermenn vinna orrust- una við Saratoga í Frelsisstríðinu gegn Bretum. 1881 James A. Garfield, tuttugasti for- seti Bandaríkjanna, deyr af sárum sínum en honum var sýnt bana- tilræði 11 vikum áður. 1955 Juan Peron, forseta Argentínu, er steypt af stóli með valdaráni hersins og flotans. 1959 Bandaríkjamenn gera sína fyrstu tilraun með kjarnorkusprengingu neðanjarðar í Nevada-eyðimörk- inni. 1959 Sovétleiðtoganum Nikita Krústsjev er meinaður aðgangur að Disneylandi af öryggisástæð- um. Hann brást að vonum hinn versti við. 1960 Fidel Castro Kúbuleiðtogi rýkur í fússi af Shelburne-hótelinu í New York eftir rifrildi við hótelstjórann. Castro var staddur í New York vegna heimsóknar hjá Samein- uðu þjóðunum. 1982 Scott Fahlman notar manna fyrst- ur broskallinn :-) í rafrænum skilaboðum. 1984 Kínverjar og Bretar ganga frá drögum að samkomulagi um að Kína taki við stjórn Hong Kong árið 1977. 1985 Jarðskjálfti sem mælist 8,1 á Richter skekur Mexíkó með þeim afleiðingum að um 6.000 manns týna lífi. ANDLÁT Þorsteinn Sæmundsson, Hátúni 10a, lést 10. september. Sigurbjörg Jóhannsdóttir (Stella), Álf- hólsvegi 129, lést 11. september. Helga Davíðsdóttir, Grenilundi 13, Ak- ureyri, lést 11. september. Jóhanna Árný Runólfsdóttir, Sunnu- hlíð, Kópavogi, lést 16. september. Stefanía Stefánsdóttir, áður til heimilis á Bergþórugötu 33, lést 16. september. AFMÆLI Víglundur Þorsteinsson atvinnurekandi er 61 árs. Móðir mín, amma okkar og langamma, Stefanía Stefánsdóttir Áður til heimilis að Bergþórugötu 33 Sigríður Alexander, Kristinn Guðjónsson, Stefanía Guðjónsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Rúnar og Guðbjörg. Lést á Hrafnistu 16. september. Hjartans kveðjur og þakklæti til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar kæra bróður og mágs Njáls Guðmundssonar byggingafræðings, frá Böðmóðsstöðum, Vesturhúsum 2, Reykjavík Ólafía Guðmundsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Árni Sigfússon, Valgerður Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ingimundur Einarsson, Fjóla Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Erlendsdóttir, Herdís Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigtryggsson, Hörður Guðmunds- son, María Pálsdóttir. Önnumst alla þætti útfara Landsbyggðaþjónusta Sími 551 3485 Hinsta kveðja í hlýrri umgjörð Eyþór Eðvarðsson Útfararstjóri 892-5057 Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri 896-8284 Bankaræningjasamstarf GRÍMUR ATLASON Hefur í mörg horn að líta í næstu viku. Er á kafi í menningunni, innfluttningi á listamönnum á milli þess sem hann drekkur sojakaffi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.