Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 38
SVIPMYND BLÓMIÐ SUNNUDAGAR 19. september 2004 SUNNUDAGUR12 ? VISSIR ÞÚ ... ... að flestir varalitir innihalda fiskroð? ... að 2.500 örventir deyja árlega vegna notkunar á hlutum sem ætlaðir eru rétthentum? ... að ef þú telur allan sólarhringinn tekur það 31.688 ár að ná upp í eina billjón? ... að sólin er 330.330 sinnum stærri en jörðin? ... að rafmagnsstóllinn var fundinn upp af tannlækni? Það besta Mér finnst sunnudagar mjög góðir dagar. Mér finnst æðis- legt ef ég vakna snemma og fer einn fram í eldhús, fæ mér kaffi, les blöðin og kveiki á messunni á Ríkisútvarpinu og hef hana á í bakgrunninum. Þá grípur mig einhver nostalg- íufílíngur því þegar ég var lítill var bara ein útvarpsstöð og það var Ríkisútvarpið. Við vorum fimm systkinin og á sunnudögum var sunnudagsmaturinn í hádeginu þar sem mamma grillaði kindafótinn og þá var messan alltaf á í út- varpinu. Svo er ég líka í útsendingu á Rás 2 á sunnudögum með þáttinn Rokkland og það finnst mér einkar skemmti- legt. Stundum fer ég í mat til mömmu upp á Akranes og reyni að hitta fólk því þetta er jú fjölskyldudagur. Ég er mjög upptekinn alla vikuna og tek því sunnudögum fagn- andi því þá hef ég smá tíma til að gera ekki neitt. Allir helgidagar eru líka vel þegnir í seinni tíð og mættum við alveg fjölga þeim aðeins. Það versta Mér finnst barasta ekkert leiðinlegt við þennan dag lengur. Mér fannst hann frekar dapurlegur þegar ég var unglingur. Á sunnudögum var allt stuðið búið og tóm leiðindi framundan. Núna er ég mjög sáttur við sunnudaga því þá get ég slappað af og verið með fjölskyldunni. lilja@frettabladid.is ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON, ÚTVARPSMAÐUR Á RÁS 2, ÖÐRU NAFNI ÓLI PALLI. Ólafssúra Ólafssúra er fersk og bragðgóð planta sem líkist túnsúru sem flest börn hafa tínt upp í sig einhvern tíma. Þó er Ólafssúran ívið mildari. Hún er ekki jafnauðfundin og túnsúr- an því oft vex hún til fjalla og á öðr- um fáfarnari stöðum. Þó telst hún al- geng um allt land. Ólafssúra hefur reyndar fengið mörg fleiri nöfn í ís- lensku alþýðumáli, til dæmis berg- súra, hofsúra, fjallakál, hrútablaðka, lambasúra og súrkál. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn 1983 og Myndskreytt flóra Íslands og Norður- Evrópu. Skjaldborg 1992. NEW YORK: STÆRSTA BORG BANDA- RÍKJANNA, HEIMABORG SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA OG MIÐSTÖÐ ALHEIMS- VIÐSKIPTA. EINKENNI: Hundruð skýjakljúfa á Man- hattan og yfir 400 hverfi í borginni, hvert með sínum einkennum Íbúafjöldi: Rúmlega 8 milljónir. KYNÞÆTTIR: Um það bil 45% borgar- búa eru hvít, svartir eru um 27%, af asískum uppruna um 10% og aðrir kynþættir 18%. TUNGUMÁL: Í lok níunda áratugarins voru 120 tungumál töluð í skólum borgarinnar. Aðaltungumál er þó enska. MENNING: Fáar borgir státa af jafn mörgum söfnum, galleríum, leikhúsum og veitingastöðum. EINKENNI: Frelsisstyttan á Liberty-eyju, Empire State-byggingin, Brooklyn-brúin. SKEMMTILEGT AÐ VITA: Eplið er tákn borgarinnar, blóm borgarinnar er rósin, skordýr borgarinnar er maríubjalla og dýr borgarinnar er bjórinn. ÓGNARATBURÐUR: Hryðjuverkamenn gerðu árás á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Tæplega 4.000 manns létu lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.