Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 41
SUNNUDAGUR 19. september 2004 NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Heiti námskeiðs Byrjar Tími Skrifstofu- og rekstrarnám 11. okt. morgun Skrifstofu- og tölvunám 11. okt. morgun Grunnnám í bókhaldi 18. okt. 2 kvöld & laugard. TÖK tölvunám 11. okt. morgun eða kvöld Tölvunám fyrir byrjendur 20. okt. morgun Tölvunám fyrir eldri borgara 12. okt. síðdegi Myndvinnsla - grunnám 14. okt. 2 kvöld & laugard. Vefsíðugerð MX 2004 28. sept. 2 kvöld & laugard. 3D Studío Max 16. okt. 2 kvöld & laugard. MCP XP netumsjón 25. okt. 2 kvöld & laugard. MCSA - netstjórnun Morgun - 8:15 - 12:30 Síðdegi - 13:00 - 17:00 Kvöld & laugard - 18:00 - 22:00 og laugard. Við hjá NTV leggjum okkar metnað í það með markvissri kennslu nemendur okkar læri sem mest á sem skemmstum tíma * V eittur er 5% staðgreiðsluafsláttur 25. sept. Aðra hverja helgi Lengd 462 258 108 90 60 30 30 210 120 108 150 Verð* 376.000 189.000 84.100 64.500 36.000 19.500 23.000 164.000 103.000 129.000 269.000 NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Heiti námskeiðs Byrjar Tími Skrifstofu- og rekstrarnám 11. okt. morgun Skrifstofu- og tölvunám 11. okt. morgun Grunnnám í bókhaldi 18. okt. 2 kvöld & laugard. TÖK tölvunám 11. okt. morgun eða kvöld Tölvunám fyrir byrjendur 20. okt. morgun Tölvunám fyrir eldri borgara 12. okt. síðdegi Myndvinnsla - grunnnám 14. okt. 2 kvöld & laugard. Vefsíðugerð MX 2004 28. sept. 2 kvöld & laugard. 3D Studío Max 16. okt. 2 kvöld & laugard. MCP XP netumsjón 25. okt. 2 kvöld & laugard. MCSA - netstjórnun Morgun - 8:30 - 12:30 Síðdegi - 13:00 - 17:00 Kvöld & laugard - 18:00 - 22:00 og laugard. Við hjá NTV leggjum metnað okkar í það með markvissri kennslu og frábærum kennurum að nemendur okkar læri sem mest á sem skemmstum tíma. Er það eitthvað fyrir þig? * V eittur er 5% staðgreiðsluafsláttur 25. sept. Aðra hverja helgi Lengd 462 258 108 90 60 30 30 210 120 108 150 Verð* 376.000 189.000 84.100 64.500 36.000 19.500 23.000 164.000 103.000 129.000 269.000 „Ég er sjálfsagt ágætis efni í vita- vörð eða einsetukarl úti á landi og hafði síður en svo á móti því að flytja út á land. Fyrir mig er þetta því draumaumhverfi með víð- feðmri náttúru, fjölskrúðugu dýralífi og góðu fólki,“ segir við- skiptafræðingurinn Steinn Eiríks- son, sem í janúar keypti steiniðj- una Álfastein á Borgarfirði eystri. Steinn er fæddur og uppal- inn í sveit Fáskrúðsfjarðar en hefur undanfarin tuttugu ár búið í Reykjavík, Noregi og í Bretlandi. „Borgarfjörður eystri er stað- ur fyrir náttúrubörn og þá sem líður vel í fámenni og nálægð við náttúruna. Hér eru fá hús og ekki þessi þorpsmenning sem maður hefur kynnst sunnar á fjörðunum. Eiginlega er samfélagið blanda af litlu sveitaþorpi og verstöð, og erfitt að sjá skýr mörk á milli. Sveitin og þorpið renna saman í eitt.“ Á Borgarfirði eystri búa um 130 manns og Steinn segir íbúana áberandi sjálfstæða og staðráðna í að spjara sig. Aldrei heyrist fólk kvarta yfir því að peningarnir fari suður eða hlutirnir séu ósann- gjarnir enda vilji Borgfirðingar enga ölmusu. „Úti á landi er menntunar- skortur meðal íbúanna áberandi, en þeir bæta það upp með sterk- um karakterum og þessari þrjósku sem menn öðlast með því að takast á við hlutina og gera það oft mjög vel. Kannski skiptir menntun og prófgráður minna máli í litlum samfélögum. Það er meira horft á hvað menn segja, gera eða gera ekki. Það er þó ekki endilega rósrauður bjarmi yfir þorpunum úti á landi og mín reynsla að þar búi ekkert frekar heilbrigðari einstaklingar en í borginni. Vandinn er kannski víða að margir þeirra sem mest var í spunnið í hverjum árgangi hafa flutt burtu og það hefur örugg- lega veikt landsbyggðina í sam- keppni við höfuðborgarsvæðið. Fámennið gerir það að verkum að fólk kemst stundum í stöður og störf sem það ræður jafnvel ekki við. Þetta er einn af ókostum smárra samfélaga, en það verður að manna allar stöður í samfélag- inu; hvort sem það er starf lög- reglumannsins, skólastjórans, oddvitans eða forstjórans.“ Steinn segist ekki sjá neinn ókost við að búa svo fjarri borg- armenningunni; ekki nema þeg- ar löngunin grípur hann að skreppa á bar eða veitingahús á laugardagskvöldi. „En þá tekur maður sér bara helgarfrí og fer eitthvað. Ég mundi ekki búa hér nema af því mér líkar það ein- staklega vel. Finn aldrei fyrir innilokunarkennd og þótt þetta sé dálítið úr alfaraleið er ekki nema 45 mínútna akstur á Egils- staði. Þetta er líka alltaf spurn- ing um hversu mikla þjónustu maður vill og að hverju maður leitar í lífinu. Ég er búinn að prófa hitt og þótt maður hafi alla möguleika til að njóta ýmissa hluta eins og í Reykjavík, þá gera það mjög fáir dags daglega. Menn lifa í raun fábreyttu lífi og í rútínu þótt úrvalið sé yfrið nóg og því skiptir ekki máli hvar maður er. Plúsinn við að vera hér er allt þetta frelsi og afslappaða andrúmsloft, svo maður tali ekki um tengslin við náttúruna.“ Steinn segir Gróu á Leiti vera lasburða í sinni heimabyggð en helst segi menn gamansögur af náunganum og það sé sakleysis- leg skemmtun þegar fólk hefur jákvætt viðhorf gagnvart lífinu. „Andi eða menning hvers byggð- arlags ræðst af viðhorfum og innræti þeirra aðila sem eru leiðandi og í stjórnun samfélags- ins. Það er oft ótrúlega mikill munur á milli byggðalaga. Ef menn vilja vera neikvæðir og særa náungann er lítið samfélag gósenstaður að búa á og vel hægt að njóta sín í slíku. Fólk úti á landi er miklu uppteknara af náunganum en gerist og gengur í Reykjavík. Það er talað um hann, sagðar sögur og pælt í hlutum varðandi líf hans. Í Reykjavík er meira fjallað um fræga fólkið. Gæti trúað að íbúar landsbyggðarinnar hefðu minni áhuga og álit á fræga fólk- inu en borgarbörnin. En það tek- ur væntanlega nokkur ár að skil- ja og þekkja helstu innviði jafn- vel lítilla samfélaga. Þá sex mánuði sem ég hef verið í Borg- arfirði hef ég bara kynnst góð- um hliðum á samfélaginu.“ ■ Steinn Eiríksson, viðskiptafræðingur á Borgarfirði eystri: Efni í einsetukarl eða vitavörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.