Fréttablaðið - 27.09.2004, Side 58

Fréttablaðið - 27.09.2004, Side 58
Breska rokksveitin Yourcodena- meis:milo er á meðal þeirra sem munu troða upp á Iceland Airwaves eftir rúman mánuð. Milo er með heitari rokksveitum Breta í dag. Til að mynda var hún nýlega valin besti nýliðinn hjá tónlistartímaritinu virta, Kerrang! Sveitin hefur gefið út eina stuttskífu sem kallast All Roads to Fault og þar var upptöku- stjóri enginn annar en Steve Al- bini. Hann hefur áður unnið með Pixies, Nirvana og íslensku sveitinni Ensími. Í vinnslu er síðan frumburður sveitarinnar þar sem upptökustjórinn Flood verður á bak við takkana. Sá hefur unnið plötur með risunum í U2, Depeche Mode og Smas- hing Pumpkins. Adam Hiles, gítarleikari Yourcodenameis:milo, sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir komu sinni hingað til lands. Verða það fyrstu tónleikar sveitarinnar utan heimalandsins. Hiles segist kannast við strákana í Mínus auk þess sem hann veit vel af til- vist Bjarkar og Sigur Rósar. „Einn af róturunum okkar vann fyrir Mínus. Svo spiluðum við með þeim á tónleikum í London í byrjun september. Þeir virkuðu mjög fínir.“ - Þið unnuð Kerrang! verð- launin á dögunum sem bestu ný- liðar. Til hamingju með það. „Takk kærlega. Það var gott fyrir okkur að vinna verðlaunin og verða þekktir utan Englands. Það virðist allt stefna í rétta átt hjá okkur.“ - Hverjir eru helstu áhrifa- valdar ykkar? Ég greini áhrif frá Pixies og Nirvana. Ertu sammála? „Við erum fimm í hljómsveit- inni og hlustum á mjög mismun- andi tónlist. Já, ég hlusta á Pix- ies og Nirvana en aðrir hlusta á Kraftwerk, David Bowie, Iggy Pop og Johnny Cash.“ - Á hvað ertu sjálfur að hlusta þessa dagana? Ég hef hlustað mikið á Liars. Nýja platan þeirra er mjög góð. Annars hlustar maður ekki mikið á aðra tónlist á meðan maður er í hljóðveri. Reyndar hef ég líka hlustað töluvert á nýju Slipknot-plötuna.“ - Hvernig gengur í hljóðver- inu? „Við erum að hljóðblanda plötuna núna. Það hefur allt gengið mjög vel. Þeir sem fíluðu stuttskífuna ættu að fíla þessa líka.“ - Af hverju hélduð þið ekki áfram að vinna með Steve Albini á nýju plötunni? „Við vildum fá aðeins meiri dýpt. Hann framkvæmir góðan „live“ hljóm en við vildum prófa að vinna með nýju fólki. Kannski eigum við eftir að vinna aftur með Albini en það gengur vel með Flood enn sem komið er.“ - Hvað með nafnið á sveitinni? Við vildum nafn sem væri allt öðruvísi og dálítið skrýtið miðað við önnur hljómsveitarnöfn. Okkur datt ekkert í hug fyrr en einn af vinum mínum las bók sem heitir Your Code Name is Jonah. Hann heitir Milo og okk- ur fannst þetta hljóma öðruvísi.“ -Hafið þið verið á tónleika- ferð undanfarið? „Við höfum verið að spila á há- tíðum í Englandi en höfum ekki farið í tónleikaferðalag lengi. Þegar platan klárast förum við til Íslands og síðan förum við til Bandaríkjanna í sex vikur. Plat- an okkar kemur út þar í október.“ - Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að spila á tónleikum? „Það er gaman að vinna plötu og prófa nýja hluti en þegar maður spilar á tónleikum er hvert kvöld öðruvísi. Þegar maður er á tónleikaferð skiptir engu máli hversu mikið manni leiðist á ferðalaginu. Það er alltaf jafngaman að spila. Það verður skemmtilegt að fara til annarra landa og sjá hvernig áhorfendurnir eru og hver við- brögðin verða,“ sagði Hiles að lokum, spenntur fyrir sínum fyrstu tónleikum á erlendri grundu. freyr@frettabladid.is 26 27. september 2004 MÁNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Mánudagur SEPTEMBER FRÁBÆR SKEMMTUN COFFEE&CIGARETTES kl. 6 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI THE VILLAGE kl. 5.50 B.I. 14 KEN PARK kl. 10.20 B.I. 16 BEFORE SUNSET kl. 6 WICKER PARK kl. 8 B.I. 12 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.45 M/ÍSL. TALI THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 B.I. 12 THE BOURNE SUPREMACY kl. 6, 8 og 10.15 B.I. 14THE TERMINAL kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 8 og 10.40 B.I. 16 SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 SÝND kl. 5, 8 og 11 B.I. 16 SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI POKEMON 5 KL. 4 M/ÍSLENSKU TALI NOTEBOOK KL. 8 SÝND kl. 10.40 SÝND kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.30, 8 og 10.30 THE BOURNE SUPREMACY kl. 10.40 B.I. 14 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 WICKER PARK kl. 8 og 10.30 B.I. 10 Fór beint á toppinn í USA! Hörku spennumynd frá Michael Mann, leikstjóra Heat TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld Hörku spennumynd frá Michael Mann, leikstjóra Heat FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R Fáðu flott munnstykki ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.30 Fjöllistamaðurinn Birgir Örn Thoroddsen talar um listsköpun sína og hliðstæða heima tón- og myndlist- ar í LHÍ, Laugarnesi, stofu 024.  17.15 Dr. Ármann Höskuldsson eld- fjallafræðingur flytur fræðsluerindi í Öskju, stofu 132, á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Myndun og mótun Vestmannaeyja frá síðjökultíma til vorra daga. ■ TÓNLIST YOURCODENAMEIS:MILO Með heitari rokksveitum Breta í dag er á leiðinni til Íslands. Ein heitasta rokksveit Breta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.