Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 2
2 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Forsætisráðherra Frakka: Frakkar nýti sér íslenskan hagvöxt LEIÐTOGAFUNDUR Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra hitti Jean- Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, að máli í Hotel Matignon, embættisbústað þess síðarnefnda, í París í gær. Þetta var fyrsti fundur Halldórs með erlendum starfsbróður frá því að hann tók við embætti forsætisráð- herra um miðjan þennan mánuð. Ráðherrarnir ræddu stöðu al- þjóðamála, þar á meðal málefni Miðausturlanda. Halldór Ás- grímsson sagði að þeir hefðu sér- staklega rætt um íslensku menn- ingarkynninguna sem hófst í Par- ís í gær og Raffarin hefði þegið boð um að heimsækja Ísland, von- andi á næsta ári. Jean-Pierre Raffarin sagði í samtali við fréttamenn að rætt hefði verið um Írak og hann og ís- lenski forsætisráðherrann hefðu haft „svipaða afstöðu um margt þrátt fyrir fyrri ágreining um að- ferðir“; eins og hann orðaði það. Efnahagssamvinna landanna var einnig til umræðu og sagði Raffar- in að stórfyrirtæki hefðu nú þegar nýtt tækifærin en jafnvel lítil og meðalstór fyrirtæki í Frakklandi ættu að hafa hag af því að „njóta góðs af hagvextinum á Íslandi“; landi sem væri „jafn stórt að snið- um og það væri þokkafullt“; eins og Raffarin orðaði það. ■ Þúsund ára ísjaki stal senunni Viðamikil íslensk menningar- og vísindakynning hófst í París í gær með því að 14 tonna ísjaka frá Íslandi var komið fyrir við vísindasafnið nærri Champs Elysée. Flutningur ísjakans hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi. ÍSLANDSKYNNING Fjórar sjónvarps- stöðvar og fjöldi franskra dagblaða voru viðstödd þegar 14 tonna ísjaki var hífður af vörubíl og komið fyrir utan við Palais de la Decou- verte, franska vísindasafnið, klukkan fimm í gærmorgun. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í París, afhentu Frökkum ísjakann formlega. Síðdegis sama dag setti Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra menningar- og vísindakynn- inguna formlega en hún stendur yfir í hálfan mánuð. „Það er stórkostlegt að sjá hann hérna á stéttinni,“ sagði Ari Trausti Guðmundsson, einn forsprakka vísindasýningarinnar í Palais de la Decouverte, „hugmyndin kom upp á fundi í sendiráðinu hérna í vor og hér er hann.“ Vonast er til að ísjak- inn veki athygli á kynningunni sem að verulegu leyti er kostuð af frönskum stjórnvöldum. „Þetta fer vel af stað og vekur greinilega mikla athygli,“ sagði Sturla Böðvarsson, ráðherra ferða- mála. „Við vonum sannarlega að kynningin auki ferðamannastraum Frakka til Íslands og fjárfesting- ar,“ segir Sveinn Einarsson, verk- efnisstjóri kynningarinnar. „Og vonandi átta Frakkar sig á því að það er menningarlíf á Íslandi sem er ástæða til að fylgjast með.“ Talið er að vatnið í ísjakanum hafi fallið sem regn fyrir þúsund árum. Ef tillit er tekið til skekkju- marka gæti þetta regn hafa fallið einhvern tímann frá þeim tíma þegar Ingólfur Arnarson fann Ís- land þar til Vilhjálmur Sigursæli lagði upp frá Frakklandsströndum og lagði undir sig Bretland 1066. Ekki hafa þó allir fagnað ísjak- anum því græningjar í borgar- stjórn Parísar komu í veg fyrir að hann yrði fluttur að ráðhúsi París- ar þegar „menningarnótt“ hefst þar innan skamms. Þeir harma að ísjaki sé fluttur úr náttúrulegu umhverfi sínu á Íslandi og þó sér- staklega þá miklu orkusóun sem hafi átt sér stað við flutninginn frá Íslandi um Rotterdam til Parísar. a.snaevarr@frettabladid.is Bandaríkin og Norður-Kórea: Afskipti til óþurftar NEW YORK, AP Bandaríkin hafa hert á hótunum sínum og eyðilagt möguleikana á friðsamlegri lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreu- skaga, sagði Choe Su Hon, varaut- anríkisráðherra Norður-Kóreu á ráðherrafundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði stjórn sína þó reiðubúna til að leggja niður kjarnorkuáætlun sína ef Bandaríkin létu af fjand- samlegri afstöðu sinni í garð stjórnvalda í Pyongyang. Choe sagði mjög erfitt að ná friðsamlegri lausn við núverandi aðstæður og ítrekaði að Norður- Kórea gæti ekki tekið þátt í sex ríkja viðræðum um lausn málsins að óbreyttu. ■ Jú, það er alveg kjörið. Það yrði að byggja yfir hann og þá yrði þetta eins og Parken-völlurinn í Kaupmannahöfn. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur barist fyrir byggingu þjóðarleikvangs í Reykjavík en aðrir berjast fyrir byggingu tónlistar- húss. Nú eru uppi hugmyndir um að sameina iþrótta- og menningarmál hjá borginni. SPURNING DAGSINS Eggert, er ekki kjörið að nýr þjóðar- leikvangur verði jafnframt nýttur til tónleikahalds? JÖKULLINN SKILAR AF SÉR Margir hættulegir hlutir voru fjarlægðir úr braki vélarinnar um helgina. Sprengjuflugvél í Eyjafjallajökli: Vélbyssur í flakinu LEIÐANGUR Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru um helgina að flaki bandarísku sprengjuflugvélarinnar „Flying Fortress“ en vélin brotlenti á Eyjafjallajökli í september árið 1944. Meðal þess sem kom í leit- irnar um helgina voru þungar 50 kalíbera vélbyssur en þrettán slíkar voru í vélinni og dró hún nafngift sína af þeim (virkið fljúgandi). Ekki er talið að sprengjur hafi verið um borð í vélinni þegar hún fórst en flugmennirnir höfðu villst af leið í slæmu veðri á leið til Bretlands þegar slysið varð. Verið var að flytja nýþjálfaða áhöfn frá Bandaríkjunum. Mildi þótti að allir úr áhöfninni skyldu lifa brotlendinguna af. ■ Fíkniefnarannsókn: Enn óvíst með framsal FÍKNIEFNABROT Ekki er enn vitað hvort orðið verður við framsals- beiðni íslenskra stjórnvalda vegna rannsóknar á einu um- fangsmesta fíkniefnamáli síðari ára. Þrjár stórar sendingar fíkni- efna komu frá Hollandi, tvær með Dettifossi og ein í pósti. Tveir af sex Íslendingum sem sitja í gæsluvarðhaldi eru í Hollandi, en óvíst er hvort annar þeirra tengist málinu og því hef- ur aðeins verið farið fram á að annar þeirra verði framseldur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykja- vík, segir ekkert nýtt vera að frétta af rannsókninni en hún sé í fullum gangi. ■ Barn, táningur og fullorðinn einstaklingur myrtir í Noregi um helgina: Þrjú morð á sólarhring NOREGUR Níu mánaða barn, átján ára stúlka og 41 árs karlmaður voru myrt í Noregi um helgina. Þrír karlmenn hafa verið hand- teknir vegna rannsóknar mál- anna þriggja og tengjast þeir all- ir, með einum eða öðrum hætti, þeim sem þeir eru grunaðir um að hafa myrt. Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt níu mánaða gamalt barn í Kristiansand. Barnið lést af völdum höfuð- áverka sem því voru veittir. Maðurinn, sem á langan afbrota- feril að baki og var nýbúinn að afplána dóm, neitar því að vera valdur að dauða barnsins. Hann er kærasti móður barnsins og hringdi í neyðarlínuna til að til- kynna að barnið virtist líflaust. Hann fékk áfallahjálp eftir að hafa brotnað niður í kjölfar and- láts barnsins. Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt rúmlega fertugan stjúpföður sinn í Bodö. Gestur í gleðskap á heimili hins látna fann líkið aðfaranótt laugar- dags. Stjúpsonurinn var horfinn þegar lögreglan kom á staðinn en gaf sig fram við hana í fyrra- kvöld. Í Osló var átján ára stúlka skotin til bana aðfaranótt sunnu- dags. Böndin berast helst að 21 árs gömlum unnusta hennar sem hefur verið lagður inn á geð- deild. Yfirheyrslur yfir honum hafa hins vegar gengið illa. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÍKVEIKJA Í ÁRBÆ Á níunda tíman- um í gærkvöld kveiktu börn í rusli sem lá upp við færanlegar kennslustofur við Árbæjarskóla. Eldurinn komst inn undir klæðn- ingu á vegg hússins. Slökkvilið frá slökkvistöðinni á Tunguhálsi fór á staðinn og réð niðurlögum eldsins. Lítill reykur komst inn í kennslustofurnar og tjón var óverulegt. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÍKNIEFNI Á SELFOSSI Lögreglan fann lítilræði af fíkniefni við hús- leit í gær. Maður á fertugsaldri, sem er grunaður um að eiga efn- ið, var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina til skýrslutöku. FYRSTI FUNDUR HALLDÓRS SEM FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hitti Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakka, fyrstan erlendra starfsbræðra sinna í embættisbústað hans, Hotel Matignon, í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Á R N I S N Æ VA R R VELKOMINN TIL PARÍSAR Hvort ísjakinn verður enn á sínum stað við lok kynningarinnar er óvíst því hann bráðnar hratt. Hann var 22 tonn þegar hann var veiddur upp úr Jökulsárlóni en vó aðeins 14,1 tonn þegar hann kom á áfangastað fyrir utan vísindasafnið í gærmorgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Á R N I S N Æ VA R R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A D R IA N K IN G Lykilhótel: Ákært fyrir umboðssvik DÓMSMÁL Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og stjórnarformað- ur Lykilhótela hefur verið ákærður af Ríkislögreglustjóra fyrir um- boðssvik þegar hann tók 37 millj- óna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Hann ásamt öðrum stjórnar- manni batt Hótel Valhöll og eigur þess í ábyrgð fyrir láni sem var ótengt starfsemi þess. Skuldabréf- ið var einnig tryggt með veðrétti í fasteign í eigu Lykilhótela í Hvera- gerði. Andvirði skuldabréfsins var notað til að greiða upp gjaldfallnar afborganir, vexti og dráttarvexti sjö skuldabréfalána Lykilhótela hjá Framkvæmdasjóði Íslands. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.