Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 28
Brasilíska rithöfundinn Paulo Coelho hafði lengi langað til þess að kanna undraheima ástar og kynlífs í verkum sínum en jafnan gugnað þar sem hann átti erfitt með að átta sig á því frá hvaða sjónarhorni væri best að nálgast þessi fyrirbæri sem halda mann- kyninu gangandi án þess að nokk- ur skilji þau almennilega. Hann fann ekki nálgunarleið sína fyrr en árið 1999. Þá var hann staddur á ráðstefnu á Ítalíu og fékk sent handrit að ævisögu brasilísku vændiskonunnar Soniu á hótelið sitt. Sagan fangaði hug hans og eftir miklar rannsóknir og heimildaöflun skrifaði hann skáldsöguna Ellefu mínútur. Bók- in hefur verið þýdd á um 40 tungumál og kemur út á íslensku um helgina og höfundurinn mun sækja landið heim í lok næsta mánaðar. „Allt frá því að bókmenntir urðu til hafa rithöfundar verið að skrifa um kynlíf; frá Egyptalandi til Grikklands til Japans er kynlíf alltaf helsta hugðarefni okkar. En þrátt fyrir allar þær þúsundir bóka sem skrifaðar hafa verið um efnið skiljum við enn ekkert í því og ég er ekki viss um að Ellefu mínútur muni endilega breyta neinu um það.“ Coelho segir það viðhorf til kynlífs vera ríkjandi að það sé vélræn athöfn sem skapi spennu meðan á því stendur en tómleika- tilfinningu eftirá. „Við verðum að átta okkur á því að þegar tveir líkamar mætast ganga þeir sam- an um ókönnuð lönd og með þessu viðhorfi er allt hið undursamlega tekið úr ævintýrinu.“ Coelho segir að skáldsagan sín sé engan veginn eingöngu byggð á ævisögu konu sem leiðist út í vændi og glímir á sama tíma við ástina heldur sé hann að vinna með sínar eigin upplifanir og reynslu af ástinni og kynlífinu. „Það er ekki hægt að læra neitt um þetta af bókum sem geta ein- ungis deilt reynslu og hugmynd- um höfundarins með lesandanum. Kynlíf snýst þegar upp er staðið fyrst og fremst um það að hafa hugrekki til þess að kynnast þversögnunum í eigin eðli, að vera fús til að gefast upp. Ástæð- an fyrir því að ég skrifaði Ellefu mínútur er sú að ég vildi reyna að komast að því hvort ég hefði, á þessum tímapunkti, 55 ára gam- all, öðlast hugrekki til þess geta meðtekið allt sem lífið hefur reynt að kenna mér um þessi mál.“ Jóhann Páll Valdimarsson hjá JPV-útgáfu gefur Ellefu mínútur út og hefur verið að tjónka við umboðsmann hans undanfarið. „Þó að Coelho sé annálað ljúf- menni og þykir lítillátur með af- brigðum, höndlar umboðsmaður- inn með hann eins og hann sé poppstjarna. Hann er vissulega vinsæll eins og skærustu popp- stjörnur en það er óvanalegt að umboðsmenn komi fram með þessum hætti en ég hef smálært að virða þetta.“ Jóhann Páll segir að það sé ekki búið að skipuleggja heim- sókn Coelho hingað til lands í þaula en „það er sama sagan með umboðsmanninn. Það verður ekk- ert gert án þess að hún samþykki það“. ■ 20 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR BRIGITTE BARDOT Þessi þokkafulla franska leikkona sem hef- ur helgað sig dýravernd á efri árum er 70 ára í dag. Leitin að sannleikanum í kynlífinu PAULO COELHO: KEMUR TIL ÍSLANDS Í KJÖLFAR ÚTGÁFU ELLEFU MÍNÚTNA „Það er betra að vera ótrú en að vera trú án þess að vilja það.“ - Bardot veit sínu viti þegar kemur að hjartans málum enda ekki við eina fjölina felld í gegnum tíðina. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Andrea Jóna Filippusdóttir Schreiber lést 14. júní. Minningarathöfn um hana verður auglýst síðar. Hjálmfríður Guðný Sigmundsdóttir, frá Hælavík, til heimilis á Sunnubraut 16, Reykjanesbæ, lést 23. september. Helga Elísabet Kristjánsdóttir, Hlíf 2, Ísafirði, lést 25. september. JARÐARFARIR 13.30 Helga Leifsdóttir, Trönuhjalla 19, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju. 13.30 Ingibjörg Thors Gíslason, búsett í Lexington, Massachusetts, sem lést í Boston 20. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.30 Bjarnveig Ingimundardóttir verður jarðsungin frá Krossinum. 15.00 Halldór Jón Ólafsson, bólstrari, Hátúni 6b, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju. ANDLÁT Páll Baldvin Baldvinsson er 51 árs. Ari Páll Kristinsson málfræðingur er 44 ára. PAULO COELHO Þessi vinsæli rithöfundur hafði lengi glímt við að láta kynlíf vera við- fangsefni í skáldskap sínum þegar hann fékk handrit að ævisögu vændiskonu í hendurnar og þá small allt saman í bókinni Ellefu mínútur. 28. september 1991 Trompetleikarinn goðsagna- kenndi Miles Davis lést af völd- um lungnabólgu á þessum degi árið 1991. Hann var 65 ára þeg- ar hann lést. Davis var sonur tannlæknis í St. Louis og byrjaði að blása í trompet 13 ára gamall og nokkrum árum síðar var hann farinn að spila með djasshljóm- sveitum í borginni. Hann flutti síðar til New York og hóf nám við Juilliard-tónlistarskólann þar sem hann deildi herbergi með saxó- fónleikaranum magnaða Charlie Parker. Þeir félagar háðu báðir rimmur við eit- urlyfjadjöfulinn en Davis var á tímabili djúpt sokkinn í heróin en sigraðist á fíkninni árið 1954 en það sama ár byrjaði hann að dæla út vinsælum smellum á borð við „Blue ‘n’ Boogie“ og „Walkin“. Hann setti saman hljómsveitina Miles Davis Quintet sem naut mikilla vinsælda en sveitin sendi meðal annars frá sér plötuna Round Midnight árið 1956. Davis fékk mikinn áhuga á rokki upp úr 1960 og byrjaði þá að blanda saman djassi og rokki og sló í gegn með plötunni Bitches Brew árið 1968. ■ ÞETTA GERÐIST MILES DAVIS DÓ ÚR LUNGABÓLGU Í KALIFORNÍU MERKISATBURÐIR 551 f.Kr. Kennarinn og heim- spekingurinn Konfúsíus fæðist. Hann helgaði líf sitt kennslu og opnaði fyrsta skólann sinn 22 ára gamall. 1972 Kína og Japan taka upp stjórnmálasamband að nýju. 1991Marion Barry, fyrrum borgar- stjóri í Washington-borg, er dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að eiga krakk í fórum sínum. 1994 Jose Francisco Ruiz Massi- eu er myrtur í Mexíkó en hann var framkvæmda- stjóri byltingarflokksins og annar framámaðurinn úr röðum hans sem var myrt- ur á skömmum tíma. 1995 Yasser Arafat, leiðtogi PLO, og Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra Ísraels, undirrita samkomulag um skiptingu Vesturbakkans. Djassleikari deyr Kæru ættingjar og vinir! Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Hallgríms Gísla Færseth Vallarbraut 6, Reykjanesbæ Óla Björk Halldórsdóttir, Pálína Færseth, Davíð Eiríksson, Óskar A. Færseth, Ásdís Guðbrandsdóttir, Björgvin V. Færseth, Tinna Björk Baldursdóttir, Katrín Færseth, Guðjón Ólafsson, Hallgrímur G. Færseth, Gréta Lind Árnadóttir, Andrea Olga Færseth, Pálína G. Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Gunnar Baldursson Vallarási 5, Reykjavík sem lést þriðjudaginn 21. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. september kl. 10.30. Kristín Þorvaldsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Haukur Oddsson, Guðmundur Gunnarsson, Ragnheiður Axelsdóttir, Arna María Gunnars- dóttir, Edda Hrönn Gunnarsdóttir, Baldur Haraldsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Laufey Þóra Ólafsdóttir, Geir Arnar Geirsson og barnabörn. Hárið reis á Akureyri Leikhópurinn sem hefur sýnt rokksöngleikinn Hárið við góðar undirtektir í Austurbæ í sumar brá sér til Akureyrar um helgina og setti söngleikinn upp með svo miklum stæl að það verður lík- lega lengi í minnum haft fyrir norðan. Stærsta hljóðkerfi landsins, það sama og var notað á Hafnar- bakkanum á Menningarnótt, var flutt norður ásamt veglegasta ljósabúnaði sem sögur fara af í sýningu af þessu tagi en hundruð manna frá íþróttafélaginu Þór sáu svo um að koma sviðinu upp og tækjunum á sinn stað. Upphaflega var lagt upp með það að halda eina sýningu í Íþróttahöllinni á Akureyri en vegna mikillar aðsóknar og fjöl- da áskorana var ákveðið að bæta við aukasýningu klukkan 23 sama kvöld. Það stóð ekki á viðbrögð- unum og seldist upp á seinni sýn- inguna á tveimur dögum þannig að áður en yfir lauk höfðu tæp- lega 3.000 Norðlendingar séð sýninguna. Viðbrögð áhorfenda bentu til þess að sýningin félli þeim vel í geð en á báðum sýning- um risu áhorfendur úr sætum í lokin og hylltu leikara og söngv- ara með dúndrandi lófataki. ■ SÝRUHIPPARNIR Í HÁRINU Gerðu góða ferð til Akureyrar um helgina og sungu fyrir tæplega 3.000 Norðelndinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.