Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2004 Þroskaheft börn – besti þrýstihópurinn? Undanþágunefnd samningsaðila í kennaraverkfallinu hefur kveðið upp þann úrskurð sinn að ekki skuli veita neinar undan- þágur frá verkfalli. Slík niður- staða ákvarðaðist af afstöðu fulltrúa kennara í nefndinni. Tilefnið var þær beiðnir sem fyrir lágu og vörðuðu f.o.f. fötl- uð börn. Börn sem eru þroska- heft, fjölfötluð og einhverf og búa mörg hver við alvarlegar atferlis- og geðraskanir. Verkfall skaðar þennan hóp fatlaðra barna. Það veldur rösk- un á daglegu lífi þeirra sem þau þola afar illa. Afleiðingin er vanlíðan og kvíði og fram koma geðræn einkenni og hegðunar- erfiðleikar. Hvenær kennarar meta það að neyðarástand sé skollið á er óljóst og undarlegt að verulega mannlega þjáningu þurfi til að þeir bregðist við. Sá leikur kennara að beita fötluðum börnum fyrir sig í verkfalli sínu nú er þeim ekki til framdráttar. Raunar er sú nið- urstaða venjulegu fólki óskilj- anleg. Samþykkt undanþágna fyrir þennan hóp hefði hins veg- ar styrkt baráttu kennara fyrir betri kjörum og aukið á virðingu þeirra og samhug almennings. Þessi niðurstaða veldur því miklum vonbrigðum og gerir kennurum skömm til. Þroskaheft, fjölfötluð og ein- hverf börn eiga ekki að vera þrýstihópur í verkfalli. Slíkt er siðferðilega rangt og sorglegt að kennarar, af öllum stéttum, skuli ekki sjá það. Raunar tel ég að stór hópur kennara sé ósáttur við slíka stefnu en fái litlu um ráðið. Ég hef alla tíð haft þá skoðun að kennarar eigi að vera vel menntuð stétt með góð laun til að í hana veljist hæft fólk og haldist í starfi. Vegna þeirrar sannfæringar hef ég fram að þessu stutt kennara í kjarabar- áttu þeirra. Ég neita því hins vegar alfarið að líðan og heilsu þroskahefts, einhverfs og of- virks sonar míns sé fórnað í slíkum leik. Í nútímaþjóðfélagi á slíkt aldrei að eiga sér stað. Ég hvet kennara til að endur- skoða afstöðu sína til undan- þágna vegna kennslu fatlaðra barna og verða þannig menn að meiri. Höfundur er móðir fatlaðs barns. ■ UMRÆÐAN GERÐUR A. ÁRNADÓTTIR LÆKNIR SKRIFAR UM KENNARAVERKFALLIÐ Halldór og dætur hans Það var mjög spennandi að sjá þessa líka fínu fyrirsögn á nítj- ándu síðu í Fréttablaðinu þann 16. september „Fleiri konur í stjórnmál“, en ég skildi ekki al- veg af hverju það var mynd af nýja forsætisráðherranum okk- ar. Myndin var þarna samt og hann svona líka brosandi. Í greininni segir Halldór að hann hafi reynt að stuðla að því að konur fái nauðsynlegan vett- vang í stjórnmálum. Hann hafi gert allt til að fjölga konum í stjórnmálum. Þetta hefur hann gert vegna þess að hann á þrjár dætur en engan son. Hann hrós- ar konum fyrir hve duglegar þær séu við að mennta sig. Og svo segir hann að sjálfstraustið sé allt að koma hjá blessuðum konunum og karlmenn geti lagt sig fram við að bæta jafnrétti kynjanna. ALLIR NEMA HANN. Halldór hefur nefnilega aðeins jafnréttið í munninum. Þegar einn valdamesti maður landsins lætur verkin tala hefur hann alveg gleymt því að hann á bara dætur. Hann hugsar bara um strákana. Má þar nefna þegar hann ákvað að láta Árna Magnússon njóta jákvæðrar mismununar þegar valinn var nýr ráðherra í félagsmálaráðuneytið. Ég er ekki alveg viss um að forsætis- ráðherra og félagi hans í félags- málaráðuneytinu skilji hugtakið jákvæð mismunun. En það er þegar einhver er tekinn fram fyrir annan í ráðningu í starf, þó að hann hafi minni menntun, styttri starfsreynslu og í þessu tilfelli færri atkvæði að baki sér. Hann fær stöðuna vegna kyns síns. Reyndar er það þannig að í þeim þjóðríkjum þar sem þessu er beitt (samkvæmt dómafram- kvæmd hafa íslensku jafnrétt- islögin ekki verið talin heimila jákvæða mismunun) er það not- að til þess að bæta stöðu þess kynsins sem fer halloka í við- komandi stétt. T.d. strákar ráðn- ir sem leikskólakennarar þó að þeir hafi minni menntun en kona sem sækir um sömu stöðu til þess að fjölga körlum í stéttinni. (Reyndar á þetta ekki alveg við í tilfellinu ráðherraembætti, þar er nóg af körlum). Ég vona að ráðherra jafnréttismála sé núna búinn að ná skilgreiningunni á hugtakinu jákvæð mismunun og þurfi ekki oftar að nota það ranglega í fjölmiðlum. Ef hann gerir það samt, getur hann nefnt sig sem dæmi um einstakling sem hefur notið jákvæðrar mis- mununar. Þegar ég las þessa grein í morgun fór ég nú bara í bleika femínistabolinn minn og las hana aftur og hugsaði hvað eiga nú þessar fleiri konur í stjórn- málum að gera. Eiga þær að verða fyrir vonbrigðum eins og flestar kynsysturnar sem reynt hafa fyrir sér í þingmennsku? Komast að því að eina sem gild- ir er að vera karlmaður í erma- lausum bol og geta pissað stand- andi. Að þær eru bara svona skraut til þess að lífga upp á glansljósmyndirnar af þing- flokknum. Það er jú eitthvað svo „döll“ að hafa bara þessa stráka í kringum sig í misjafnlega grátóna jakkafötum. Þá er nú eitthvað annað með Sivjarnar svo litríkar og smart. Þær eru fyrstar til að rjúka úr starfi ef einhver pilturinn birtist. Og fá ekki einu sinni sárabætur eins og strákarnir sem þurfa að víkja, svo sem embætti í París eða Berlín. Jafnréttismál eru ennþá bara í munninum á Halldóri. Hann á eftir að fatta hvað orðin merkja í reynd, t.d. ef þau eru heimfærð upp á hans nánustu. Kannski fer fyrir Halldóri eins og varafor- seta Bandaríkjanna. Hann fatt- aði allt í einu að bann við gift- ingum samkynhneigðra í stjórn- arskrá Bandaríkjanna kæmi niður á hans eigin dóttur. Ef Halldór heldur áfram á sömu braut og sýnir sömu vinnubrögð í jafnréttismálum eiga dætur hans ekki möguleika í forsætis- ráðherrann. Menn eru misjafn- lega lengi að fatta. Gefum Hall- dóri séns – í þágu dætranna. ■ UMRÆÐAN GÍSLI ÞÓR SIGURÞÓRSSON FRAMHALDSSKÓLAKENNARI SKRIFAR UM JAFNRÉTTISMÁL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.