Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 18
Æfingaboltar rúlla nú um líkams- ræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Kriszt- ina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æf- ingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. „Með notkun Fit-ball í æfingum er dregið úr spennu í lík- amanum þar sem líkamsþyngdin er studd af boltanum og getur komið í veg fyrir meiðsl á liðamót- um, þar sem boltinn hjálpar til við að draga úr álagi á liðamót í æf- ingum,“ segir Krisztina sem sjálf notar boltann daglega og hefur meira að segja skipt út stólum á heimili sínu fyrir bolta. „Við sitj- um á boltunum heima hjá mér og það er svo miklu betra fyrir skrokkinn en að sitja á stól,“ segir Krisztina sem vaggar barni sínu í svefn á meðan hún situr sjálf á boltanum. „Allir geta notað þessa bolta og henta sérstaklega vel fyrir þá sem eiga við einhver vandamál að stríða, en einnig ófrískar konur og börn,“ segir Krisztina. Mikilvægt segir hún þó vera að læra að nota boltann rétt og skiptir máli að sækja tíma til kennara sem hafa réttindi til kennslu, en sjálf stendur hún fyrir námskeiðum fyrir kennara og sjúkraþjálfara. Boltarnir eru ekki dýrir en þeir kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krónur og fást í flestum íþróttavöruverslunum. „Þeir kosta mun minna en venjulegur stóll og eru mun betri,“ segir Krisztina. ■ Tannhirða er mikilvægur hluti af heilsunni. Það er um að gera að bursta tennur og nota tannþráð á hverjum degi. Líkurnar á tannskemmdum minnka verulega ef það er gert. Fyrir nokkrum mánuðum hitti ég skólastjóra úti á landi. Ég var að halda tóbaksvarnarfyrir- lestra fyrir unglingana í skól- anum hans. Hann sagðist ekki hafa svo miklar áhyggjur af reykingum í sínum skóla og það fannst mér ánægjulegt að heyra. Hins vegar sagði hann að upp væri að koma nýr hópur sem væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af. Ungir strákar 11 til 15 ára sem litu á skólann sem afplánun en færu síðan heim til sín og spiluðu tölvuleiki í marga klukkutíma í dag. Skólastjórinn sagði að þeir lifðu einfaldlega í öðrum veru- leika, töluðu um lítið annað en tölvuleiki, ættu erfitt með ein- beitingu og sýndu mörg ein- kenni, líkamleg og andleg, sem ástæða væri til að hafa veruleg- ar áhyggjur af. Samkvæmt því sem skóla- stjórinn sagði stefnir í alvar- legt ástand, jafnt fyrir skóla, heimili og atvinnulífið á Íslandi þegar að fram líða stundir. Eitt- hvað verður að gera. Ekki þýð- ir að skella skuldinni á kennara eða stjórnvöld í þessu máli. Það eru foreldrar sem ættu að hjálpa börnum sínum að stjórna tölvunotkun sinni. Þessi grein er því hvatning til for- eldra sem vilja leiðbeina börn- um sínum í uppbyggilega átt og nýta tímann sem myndast í kennaraverkfallinu til að finna uppbyggilegar lausnir. Þeir sem finna lausnir eru hvattir til að deila þeim með lesendum Fréttablaðsins! ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Lifa í öðrum veruleika gbergmann@gbergmann.is. Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. Snyrtisetrið ehf HÚÐFEGRUNARSTOFA -sími 533 3100 Domus Medica, inngangur frá Snorrabraut A N D L I T S M E Ð F E R Ð BETRI EN BOTOX ! ? Árangur kemur strax! G J A FA B R É F Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. Æfingabolti bætir líkamsstöðu: Boltar í stað stóla Krisztina G. Agueda er sérfræðingur í notkun æfingabolta. Líkamsstaðan er ætíð rétt þegar setið er á boltanum. Gott er að hita upp á boltan- um með því að lyfta fótunum til skiptis og hoppa aðeins. Fyrir fæturna. Legið er á magan- um og fótunum lyft upp til skipt- is. Fyrir bakið. Legið er á maganum og efri hluta líkamans lyft upp.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.