Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 26
Fasteignasalar segja að það heyri nú orðið til algjörra undantekninga ef kaupendur stórra eigna taki lán hjá Íbúðalánasjóði. Bankarnir sjá nú alfarið um fjármögnun slíkra eigna. Fasteignaviðskipti hafa glæðst mjög að undanförnu og verðið hækkar þótt það hafi ekki komið fram í vísitölu húsnæðis- verðs. Ný íbúðalán bankanna, á 4,2 prósenta vöxtum, virðast því vera byrjuð að hafa veruleg áhrif á fast- eignamarkaðinn. Þetta sést einnig á tölfræðinni. Þinglýstum kaup- samningum hefur fjölgað mjög á síðustu vikum en á sama tíma dreg- ur úr lánaveitingum Íbúðalána- sjóðs á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þróun er öfug við það sem áður hefur verið þar sem sveiflur í upp- hæð lána Íbúðalánasjóðs hafa verið í takt við sveiflur á fasteignamark- aði. Það er því óhætt að draga þá ályktun að hlutur Íbúðalánasjóðs fari minnkandi á íbúðamarkaði. Stóru kaupin til bankanna „Ákveðinn hópur tekur bara lán í bönkum. Það er mjög einfalt. Þeir sem þurfa meira lán en sem nemur hámarki Íbúðalánasjóðs, 9,2 millj- ónir, leita eftir viðskiptum annars staðar. Sá hópur fer næstum allur annað og flestir í bankana,“ segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala. „Það er undantekning ef maður sér fólk sem er að kaupa eignir á yfir fimmtán til átján milljónir snúa sér til Íbúðalánasjóðs. Þetta eru bara smáíbúðir og minni eign- ir,“ segir hann. „Íbúðalánasjóð vantar sárlega heimild til að fara í hærra veðhlut- fall. Hann situr alveg eftir þegar það kemur að stærri eignum,“ bæt- ir hann við. Fastlega er gert ráð fyrir að breytingar á lagaumhverfi Íbúðalánasjóðs verði meðal fyrstu mála sem afgreidd verða á haust- þingi. Veðhlutfall verður hækkað í níutíu prósent. Kippur á markaðinum Hákon Róbert Jónsson, sölumaður fasteigna hjá Kjöreign, greinir mikinn kipp á fasteignamarkaði á síðustu vikum. „Verðið er farið upp. Það er meira spurt um hverja eign. Þær stoppa skemur við. Fólk er í fæstum tilfellum að taka yfir Íbúðalánasjóðslánin og fólk er að lækka vaxtaprósentuna hjá sér,“ segir Hákon. Hann segir að fyrst þegar lán bankanna voru kynnt hafi komið hik á markaðinn en nú sé mikil hreyfing komin á markaðinn. „Fólk er að skipta úr leiguhúsnæði og er að kaupa,“ segir hann. „Það er miklu meiri hreyfing á stærri eign- um þótt þær minni fari líka hratt út. Þetta er breyting frá því á sama tíma og í fyrra,“ bætir hann við. Hákon Róbert segir að svo virð- ist vera sem fólk eigi mjög auðvelt með að fá íbúðalán hjá bönkunum en lækkaðir vextir á lífeyrissjóðs- lánum hafi einnig hjálpað til við að koma hreyfingu á markaðinn. Hann segir að það sé einnig áberandi að spurn eftir húsnæði sé ekki eins bundin við ákveðin svæði og verið hafi. Alls staðar á höfuð- borgarsvæðinu gangi vel að selja fasteignir. Fólk grípur tækifærið „Fólk er í rauninni að ná sér í ávöxtun á meðan íbúðaverð er að hækka svona hratt. Þetta er mesta ávöxtun sem fólk kemst í núna. Það er bæði að spara sér í greiðslubyrði og að auka verð- gildi eigna sinna með því að vera með hagstæðari lán þannig að þetta spilar allt saman,“ segir Há- kon. Hann segir að fólk horfist í augu við það núna að eiga kost á lágum vöxtum en að það kunni að breytast eftir því sem stýrivextir hækki. Það sé því opið ákveðið tækifæri fyrir fólk nú sem hugs- anlega lokist fyrr en síðar. „Það sem gæti hugsanlega gerst er að vextir hækki og þá getur fólk ekki lengur setið að þessum vöxt- um. Fólk sér glugga sem gæti lok- ast á næstu mánuðum eða misser- um,“ segir Hákon. Vísitalan segir ekki allt Björn Þorri segir að þótt vísitala húsnæðisverðs hafi lækkað milli september og október segi það ekki alla söguna. Verð á húsnæði fer hækkandi þrátt fyrir þetta. Ástæða misræmisins er sú að í út- reikningi vísitölunnar hefur það talist verðgildi fasteignavið- skipta til hækkunar ef yfirtekin voru lán á hærri vöxtum en sem nemur ávöxtunarkröfu á mark- aði. Þetta yfirverð var reiknað þótt fjármunirnir sem um ræddi skiptu ekki um hendur. „Hægt og bítandi sýnist okkur verðið vera áfram á uppleið. Þó er vísitalan niður á við um mán- aðamót en skýringin á því er sú að yfirtaka áhvílandi lána með hærri vöxtum en nú tíðkast á markaðinum heyrir nú til al- gjörra undantekninga,“ segir Björn Þorri. Þetta þýðir að þegar kaupsamn- ingar fara til meðferðar hjá stjórn- völdum er ekkert yfirverð reiknað og því hækkar vísitalan ekki í takt við raunverulega verðþróun í fast- eignamarkaði. Breytt samsetning á fjármögnun íbúðakaupa veldur því ákveðnu ójafnvægi við út- reikning vísitölunnar. ■ Hagnaður minnkar hjá United Björgólfur Guðmundsson sótti sér líkingamál í heim fótboltans þegar hann tjáði sig á aðalfundi Verslunarráðs um leikreglur í viðskiptalífinu. Fót- boltinn er líka viðskipti og stór félög eins og Manchester United eru skráð á markað. Þeir rauðu birtu ársuppgjör sitt í gær. Hagnaður félags- ins var 3,5 milljarðar króna fyrir skatta. Það er 30 prósentum minna en í fyrra. Félagið hefur verið gagnrýnt fyrir ógagnsæjan rekstur. Til að mæta þeirri gagnrýni eru nú birtar upplýsingar um kaup á leikmönnum og greiðslur til umboðsmanna þeir- ra. Greiðslur umboðsmanna leikmanna eru ekk- ert slor. Til dæmis fékka Paul Stretford, umboðsmaður Way- ne Rooney, 127 milljónir króna í tengslum við kaup á þeim síð- arnefnda. Minnir á einkarekstur Verslunarráð Íslands er ekki þekkt fyrir að láta tækifæri til þess að benda á kosti einkavæðingar framhjá sér fara. Á heimasíðu félagsins er nú að finna frétt þar sem minnt er á að einkareknu skólarnir verði ekki fyrir barðinu á verkfallinu og farið er yfir helstu kosti einkarekstrar í grunnskólum. Branson út í geim Breska athafnaskáldið Richard Branson kynnti í gær þau áform sín að bjóða upp á farþega- flug á sporbaug jarð- ar innan nokkurra ára. Virgin flugfélagið, sem Branson stofnaði, á í við- ræðum við félag í eigu Paul Allen, þriðja ríkasta manns Bandaríkjanna, um samstarf. Geimferðirnar verða farnar undir merkjum Virgin Galatic og er stefnt að því að fara með þrjú þúsund manns í geimferð á næstu fimm árum. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.683 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 313 Velta: 1.831 milljónir +0,86% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Kauphöll Íslands opnaði þrjá- tíu mínútum á eftir áætlun í gær. Í tilkynningu frá Kauphöllinni seg- ir að vegna bilunar í sæstreng Símans hafi fyrirtæki á markaðin- um ekki verið tilbúin til að hefja viðskipti klukkan tíu og því hafi markaðurinn ekki opnað fyrr en hálf ellefu. Danól og Ölgerðin hafa samið við Eimskip um alla flutninga á vörum sínum til og frá landinu. Að auki mun Eimskip annast birgðahald fyrir Ölgerðina í Vöru- hóteli félagsins við Sundahöfn. Við lok viðskipta í gær var Ís- landsbanki metinn á 108 millj- arða en Landsbankinn á 107 milljarða og 730 milljónir. Munur- inn er 0,25 prósent af verðmæti Íslandsbanka. 18 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 49,80 +0,61% ... Bakkavör 27,60 -0,36% ... Burðarás 15,30 +2,00% ... Atorka 4,80 +0,84% ... HB Grandi 7,70 - ... Íslandsbanki 10,80 +0,93% ... KB banki 488,50 +0,41% ... Landsbankinn 13,30 +2,31% ... Marel 52,50 +1,94% ... Medcare 6,50 - ... Og fjarskipti 3,80 +4,11% ... Opin kerfi 25,90 - ... Samherji 13,40 +0,75% ... Straumur 8,85 - ... Össur 93,00 +2,76% Bankarnir sækja á Íbúðalánasjóð Og fjarskipti 4,11% Össur 2,76% Landsbankinn 2,31% Síminn -13,27% SÍF -2,08% AFL -1,56% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Olía hækkaði á mörkuðum í gær og sló fyrri met. Verð olíu við opnun markaðar í New York var 49,55 dollarar fatið sem er nýtt met. Olíuverðshækkunina má eink- um rekja til óróa í Nígeríu og áhrifa af fellibylnum Ivani sem olli skaða á borpöllum í Mexíkóflóa. Fyrir hafa sérfræðingar áhyggjur af því að OPEC-ríkin geti ekki brugðist hratt við ójafnvægi fram- boðs og eftirspurnar með því að auka hratt framleiðslu sína. Hlutabréf lækkuðu á mörkuð- um og má rekja þá lækkun til olíu- verðsins. Margir hagfræðingar eru þeirrar skoðunar að hækkandi orkuverð sé farið að skaða hag- vaxtarmöguleika í Bandaríkunum. Þegar eru farnar að birtast spár um 3,5 prósenta vöxt landsfram- leiðslu Bandaríkjanna sem er einu prósentustigi minna en gert hefur verið ráð fyrir. ■ Útlán Íbúðalánasjóðs Heildarviðskipti með fasteignir 100 MINNI HLUTUR ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Hlutfallsleg þróun útlána Íbúðalánasjóðs á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, og heildarmagns viðskipta með fasteignir 26. mars til 24. september. Mikil hreyfing er á fast- eignamarkaði í kjölfar nýrra íbúðalána bankanna. Hlutur Íbúðalánasjóðs minnkar hratt. Verðið hækkar þótt vísitölur bendi annað. Auðvelt virðist að fá fjármögnun hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Heimild: Fasteignamat ríkisins NÝBYGGINGAR Í GRAFARHOLTI Töluverður kippur virðist vera í sölu fasteigna um þessar mundir og að því er Hákon Róbert Jónsson, sölumaður fasteigna, segir þá er eftir- spurnin mikil í öllum hverfum borgarinnar. ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FASTEIGNAMARKAÐURINN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Nýtt met í olíuverði ÓRÓI Á OLÍUSVÆÐI Átök á olíuframleiðslusvæðum í Nígeríu eru meðal þess sem lyftu olíuverði í nýjar hæðir á mörkuðum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.