Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2004 23
Bandaríska tenn-isstjarnan Ser-
ena Williams bar
sigur úr býtum á
Opna kínverska
tennismótinu í fyrra-
dag. Williams sigr-
aði Svetlönu Kuz-
netsovu í úrslitaleik,
4-6, 7-5 og 6-4, og
hreppti þar með
fyrsta titil sinn í sex mánuði. „Ég gafst
aldrei upp. Ég vildi alls ekki tapa,“
sagði Williams. „Ég hef ekki unnið tit-
il síðan í mars, sem er ólíkt mér.“
Kuznetsova vann Opna bandaríska
tennismótið fyrr á þessu ári auk þess
sem að hún vann mót í Bali í síðustu
viku. Fram að einvíginu við Williams
hafði hún unnið 14 leiki í röð.
Calvin Murphy, fyrrum leikmaðurSan Diego Rockets og meðlimur í
Frægðarhöll körfuboltans, hefur ver-
ið kærður af fimm dætrum sínum
fyrir kynferðislegt ofbeldi. Murphy
hefur verið iðinn við kolann á lífsleið-
inni og á fjórtán börn með níu kon-
um. Undanfarin ár hefur hann starf-
að sem NBA-þulur en var leystur
undan samningi um leið og málið
kom upp á yfirborðið. Murphy segist
saklaus af ákærunni og fullyrðir að
kæran hafi sprottið af deilum vegna
peninga.
Það virðist ekkivera hlutskipti
Sacramento Kings í
NBA-deildinni að
sleppa við meiðsli í
vetur, frekar en síð-
ustu tímabil. Bak-
vörðurinn Doug
Christie á við fóta-
meiðsli að stríða og
sömuleiðis Bobby
Jackson, sem missti
af síðustu þrjátíu og tveimur leikjum
síðasta tímabils vegna kviðslits. Æf-
ingabúðir vetrarins hefjast á föstu-
daginn og miðað við ástand leik-
manna gæti mætingin orðið dræm.
„Leikmenn eru engin ofurmenni og
verða fyrir meiðslum, þannig er bara
körfuboltinn,“ sagði Bobby Jackson.
„Ég hlakka til að komast á völlinn og
styrkja Kings-liðið í vetur.“
Jacques Villeneuvesagðist ekki hafa
verið nógu fljótur í
k í n v e r s k a
kappakstrinum í
Formúlu 1 um síð-
ustu helgi. Villeneu-
ve gerði nýlega
samning við
Renault eftir nokk-
urt hlé frá Formúlunni, og klárar
tímabilið með liðinu. Hann var ráð-
inn í stað Jarno Trulli sem var látinn
fara. „Ég byrjaði vel en ég hitaði hjól-
barðana ekki nógu vel upp og missti
því þær stöður sem ég kom mér í. En
ég lærði mikið og verð tilbúinn fyrir
næsta kappakstur,“ sagði Villeneuve,
sem endaði í 11. sæti.
Gary Bettman, forstöðumaðurNHL-íshokkídeildarinnar, hefur
sektað Tim Leiweke, eiganda Los
Angeles Kings, fyrir ummæli sem
hann lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali
á dögunum. Leiweke sagði í samtali
við útvarpsstöðina KROQ að verkfall-
ið myndi endast út tímabilið og sagði
að Bob Goodenow, framkvæmda-
stjóri leikmannabandalagsins, væri
„samviskulaus lygari“. „Lífið heldur
áfram,“ sagði Leiweke. „Ég og Gary
tölumst við nánast á hverjum degi.
Ég styð hann af fullum hug. Því fyrr
sem við komumst að samkomulagi,
því minni fjárhæð tapa ég.“ Leiweke
fullyrti að stöðva þyrfti græðgina í
leikmönnum í dag. „Og það á ekki
bara við NHL heldur íþróttir al-
mennt.“
Ma n c h e s t e rUnited, ríkasta
knattspyrnufélag
heims, hefur oft
upplifað betri tíð en
nú. Árlegur hagnað-
ur United hefur
minnkað um heil 30
prósent frá árinu í
fyrra. Sparkspeking-
ar segja ástæðuna vera söluna á
David Beckham og að liðinu hafi ekki
tekist að finna mann í hans stað. Þá
hefur slæmt gengi liðsins spilað stór-
an þátt í tapinu en liðið vann sem
dæmi engan titil á síðasta ári og
hefur ekki unnið meistaratitlinn í tvö
ár. Að sögn David Gill, stjórnarmanns
United, er stefna félagsins ávallt að
njóta velgengni, bæði á vellinum og
utan. „Langtímamarkmið okkar er að
tryggja að við upplifum vöxt, bæði
sem fótboltafélag og í viðskiptum,“
sagði Gill.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Hagnaður knattspyrnufélagsins Manchester United hefur minnkað til muna:
Buddan tóm hjá Alex Ferguson
FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnufélags-
ins Manchester United hefur var-
að Alex Ferguson við að fleiri
leikmenn verði ekki keyptir til
liðsins að svo stöddu án þess að
aðrir leikmenn séu seldir fyrst.
Allir sjóðir félagsins til leik-
mannakaupa fóru í kaupin á Way-
ne Rooney og nú hefur stjórnin
sett stólinn fyrir dyrnar hvað
varðar frekari kaup.
„Áætlanir okkar gerðu ráð fyr-
ir að bjóða í Rooney næsta sumar
en þar sem Everton sýndi allt í
einu áhuga á að selja til Newcastle
urðum við að flýta þeim fyrirtætl-
unum til muna,“ sagði Roy Gar-
dner, stjórnarformaður liðsins.
„Þess vegna eru sjóðir þeir sem
áttu að duga fram á næsta sumar
þurrausnir og nú verður að losa
um leikmenn sé hugmyndin að
styrkja hópinn frekar.“
Ferguson hefur á árinu fengið
sem nemur tæpum sjö milljarða
króna til kaupa á leikmönnum á
sama tíma og áætlaðar tekjur fé-
lagsins á yfirstandandi ári líta út
fyrir að geta dregist saman um
tæpa tvo milljarða vegna breyttra
reglna í Meistaradeildinni og
minni tekna vegna leikja í ensku
Úrvalsdeildinni.
Gert er ráð fyrir að Wayne
Rooney spili sinn fyrsta leik með
rauðu djöflunum í kvöld þegar lið-
ið mætir Fenerbache á Old Traf-
ford í Meistaradeildinni en Fergu-
son hefur spáð stráknum bjartri
framtíð hjá félaginu í framtíðinni.
Eina vandamálið er hvaða stöðu
hann skal spila en liðið hefur sýnt
frábæran leik í síðustu tveimur
deildarleikjum og óljóst hverjum
skal fórna í stað Rooneys.
Sir Alex hefur verið að
endurheimta hvern leikmanninn á
fætur öðrum á síðustu vikum og
það er ljóst að hann hefur úr allt
öðrum leikmannahóp að velja í
kvöld en í fyrstu leikjum tíma-
bilsins sem gengu flestir illa.
BUDDAN TÓM Budda Alex Ferguson til
leikmannakaupa er tóm eftir kaupin á Wa-
yne Rooney. Hér eftir verður stjórinn að
selja leikmenn ætli hann sér frekari kaup.