Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 15
Samgöngumál borgarbúa á tímamótum
Á undanförnum árum og áratug-
um hafa vandamál vegna aukinn-
ar umferðar aukist jafnt og þétt
innan borgarmarka Reykjavíkur.
Vandamálunum hefur verið mætt
með uppbyggingu kostnaðar-
samra og afkastamikilla umferð-
armannvirkja sem draga úr
óþægindum og töfum. Á sama
tíma hefur notkun almennings-
samgangna minnkað jafnt og þétt
þrátt fyrir fólksfjölgun á svæð-
inu. Almenningssamgöngur hafa
lengi verið afgangsstærð í út-
gjöldum sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu og verið sinnt
af skyldurækni frekar en metn-
aði.
Borgin stendur á tímamótum.
Þrátt fyrir að gríðarlegum fjár-
munum hafi verið eytt í umferð-
armannvirki er ljóst að gatna-
kerfið hefur verið þanið nærri
þolmörkum. Borgarbúar upplifa
sífellt oftar ókosti notkunar
einkabílsins í borgarsamfélag-
inu. Borgaryfirvöld standa fram-
mi fyrir því að fyrirsjánlega
verður að óbreyttu ekki til nægj-
anlegt fjármagn til þess að ráðast
tugmilljarða framkvæmdir til
þess að mæta óbreyttri þróun.
Óumflýjanlegt virðist að borgar-
búar sætti sig við það sama og
íbúar flestra annara borga í
heiminum. Að það kosti töluverð-
an biðtíma á umferðaræðum að
komast á einkabíl til vinnu á mið-
svæðum borga.
Líta má á erfiða stöðu sem
tækifæri til að leita nýrra lausna.
Velta má fyrir sér hvort þeim 10-
12 milljörðum sem áætlað er að
uppbygging hraðbrautarmann-
vikja í kringum Kringluna kosti
sé ekki betur varið í að koma upp
bættu almenningssamgangna-
kerfi jafnframt hóflegri lausnum
á svæðinu. Nýta mætti hluta fjár-
hæðarinnar í að hefja uppbygg-
inu léttlestarkerfis. Fyrsta sporið
gæti verið á leiðinni frá Mjódd og
niður í bæ. Samkvæmt reynslu
borga í Þýskalandi á stærð við
Reykjavík jókst notkun almenn-
ingssamgangna á þeim leiðum
sem skipt var úr strætó í léttlest
á bilinu 80-100% nánast umsvifa-
laust. Samkvæmt því væri hægt
að slá tvær flugur í einu höggi.
Byggja upp alvöru almennings-
samgöngur sem létta mundu um
leið nægjanlega á umferðar-
mannvirkjum þannig að ekki yrði
þörf á hraðbrautarlausnum í jafn
miklum mæli innan borgar-
markanna.
Það kostar pólitískt hugrekki
að taka af skarið og breyta ára-
tugalangri hefð fyrir forgangi
einkabílsins. Til framtíðar horft
er hins vegar ljóst að slík stefna
getur ekki gengið til langframa,
það er einfaldlega of dýru verði
keypt líkt og borgarbúar standa
frammi fyrir í dag. Lausnin hlýt-
ur að liggja í aðferðum sem aðrar
borgir hafa fyrir löngu tekið upp.
Öflugum almenningssamgöngum
sem eru ódýrari, fljótlegri og
þægilegri í notkun en einkabíll-
inn.
Höfundur er varaformaður
samgöngunefndar Reykjavíkur. ■
15ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2004
Opið bréf til
Geirs Haarde
Ingimundur Kjarval skrifar:
Fyrst vil ég endurtaka virðingu mína fyrir
þér að þú einn örfárra þingmanna svarað-
ir þegar ég sendi ykkur upplýsingar um
erfðamál Jóhannesar Kjarval listmálara.
Ástæða þessa bréfs er væntanleg skipun
hæstaréttardómara og tal um að það
verði Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Eng-
inn virðist efast um hæfni Jóns Steinars,
hann jafnvel talinn færasti lögmaður Ís-
lands og virðist njóta virðingar úr eigin
röðum. Eini og um leið stóri ókostur Jóns
Steinars á að vera náið samband hans við
forustu Sjálfstæðisflokksins og harður
málflutningur hans í fjölmiðlum til stuðn-
ings þröngs hóps í þeim flokki. Enginn
getur neitað Jóni Steinari þess réttar að
skipta sér af þjóðmálum, í raun kostur á
manninum, en um leið hlýtur það að
verða atriði ef hann kemur til greina sem
hæstaréttardómari eftir hörðustu stjórna-
málaátök frá stofnun lýðveldisins og fyrs-
ta skipti sem neitunarvaldinu var beitt, en
það er ekki ástæða þessa bréfs. Erfðamál
Jóhannesar Kjarval listmálara er líklega á
leið í Hæstarétt Íslands á næstu misser-
um. Það mál er samvafið forustu Sjálf-
stæðisflokksins sem garn hnykli og erfitt
að skilja að. Tveir léku aðalhlutverkin í því
máli, Geir Hallgrímsson heitinn og Davíð
Oddsson núverandi utanríkisráðherra
með Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra
í aukahlutverki. Ef það mál kemst fyrir
Hæstarétt er það líklega eitt stærsta mál
sem sá dómur hefur fjallað um. Ef ekki út
af öðru, þá hlýtur Jón Steinar Gunnlaugs-
son hrl. að vera óhæfur í þann dómstól
þangað til hann hefur fjarlægst forustu
Sjálfstæðisflokksins. Ef einhver efast um
þessa fullyrðingu mína bið ég sá hinn
sama að fara yfir skjöl á vefsíðunni
„www.kjarval.blogspot.com“, þar ætti við-
komandi að geta gert upp eigin hug.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Engin kollsteypa
Jón Gröndal kennari skrifar:
Það er nýtt í samningum á Íslandi að semja
um kostnaðaraukningu. Samband sveitarfé-
laga sagði fyrstu kröfur kennara jafngilda
50% kostnaðaraukningu. Þeir buðu 17%
kostnaðaraukningu fyrir 5 mánuðum síðan.
Kennarar gerðu gagntilboð um 35% kostn-
aðaraukningu. Það stendur á tilboði frá
Sambandinu. Þetta eru ekki launahækkanir
í prósentum til kennara eins og margir virð-
ast halda. Eiginlegar launahækkanir eru
brot af þessu. Lækkun kennsluskyldu leiðir
til þess að fjölga þarf kennurum. Fækkun í
kennsluhópum þýðir fjölgun kennara. Það
er hluti kostnaðaraukningarinnar sem um
er rætt. Launatengd gjöld eru kostnaður,
ekki launahækkun sem gæti valdið koll-
steypu. Vinnutímabreytingar og annað slíkt
eru nokkurs konar sérkjarasamningar. Öll
verkalýðsfélög gera sérkjarasamninga sem
fela í sér launatilfærslur o.fl. Atvinnurekend-
ur og verkalýðsfélög eru sjaldan opinber-
lega sammála um hvaða kjarabætur felast í
sérkjarasamningum. Nú ganga atvinnurek-
endur og sérfræðingar í efnahagsmálum,
sem engir hafa undir hálfri milljón á mán-
uði í laun, um og býsnast yfir kröfum kenn-
ara sem muni öllu rústa. Þvílíkt bull! Byrjun-
arlaun kennara eru rúmlega 160.000 kr.
Skv. launakönnum VR sem var birt nýverið
kemur í ljós að starfsfólk í verslunum, án yf-
irmanna, hefur að meðaltali um 170.000 til
180.000 kr. á mánuði. Er furða þó framlegð
af námi kennara sé lítil eins og fram kemur
nýverið í skýrslu. Aðeins 76% landsmanna
eru andvíg verkfalli skv. skoðanakönnunum
en um 80% landmanna töldu í annarri
könnun að eðlileg laun kennara væru um
250.000 kr. á mánuði. Áfram landsmenn.
HAUKUR LOGI KARLSSON
UMRÆÐAN
SAMGÖNGUR Í
REYKJAVÍK