Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 12
12 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Nýlunda á Vestfjörðum: Boðið upp á skógræktarnám NÁM Nú í haust verður skógar- bændum á Vestfjörðum í fyrsta skiptið boðið upp á sérstakt skóg- ræktarnám. Stefnt er að því að byrja með námið í október en það mun standa yfir í þrjú ár, eða frá 2004 til 2007 eins og hjá Grænni skógum á Suðurlandi og Austur- landi sem byrja námið líka núna í haust. Garðyrkjuskólinn mun sjá um framkvæmd námsins á Vest- fjörðum en þeir aðilar sem koma að náminu auk skólans eru Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Skjólskógar og Félag skógarbænda á Vestfjörðum. Grænni skógar er skógræktar- nám, ætlað öllum fróðleiksfúsum skógarbændum, sem vilja ná ár- angri í skógrækt. Námið sam- anstendur af 17 námskeiðum þar sem 13 eru skyldunámskeið og að minnsta kosti 2 valnámskeið. Reynt er að koma við verklegri kennslu og vettvangsferðum eins og passar hverju sinni. ■ Ekkert lát á straumi fíkniefna Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár. Tólf ára fangelsisdómur yfir Austurríkis- manni var mildaður í níu ár í Hæstarétti. Tryggvi Rúnar Guðjónsson situr nú af sér tíu ára fang- elsisdóm sem er þyngsti fíkniefnadómur Hæstaréttar. Níutíu og einn fangi sat ífangelsum fyrir fíkniefna- brot á síðasta ári. Þyngsti dóm- ur sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli var þegar Aust- urríkismaður var dæmdur í tólf ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Hæstiréttur mild- aði hins vegar dóminn í níu ár. Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár og hafa nokkuð margir fengið dóma sem eru yfir fimm ára fangelsi. Nú eru ein kona og þrír karlmenn í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Auk þeirra eru tveir Íslendingar í haldi hollensku lögreglunnar. Ekki hefur fengist upp gefið hjá lögreglu hversu mikið magn fíkniefnanna er en þau komu í þremur sendingum frá Hollandi. Stóra fíkniefnamálið Í stóra fíkniefnamálinu svokall- aða hlutu tíu sakborningar tveggja ára fangelsi eða meira en þar var um að ræða á annað hundrað kíló af fíkniefnum, amfetamíni, kókaíni, e-töflum en mest af hassi eða um 160 kíló. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í júní árið 2000 og voru þetta þá þyngstu fíkniefnadómar sem kveðnir höfðu verið upp hér á landi. Ólafur Ágúst Ægisson fékk þyngstu refsinguna eða níu ára fangelsisdóm fyrir innflutning, sölu og fjármögnun fíkniefna af ýmsum gerðum. Sverrir Þór Gunn- arsson fékk næstþyngsta dóminn, sjö og hálfs árs fangelsi, fyrir inn- flutning, kaup og sölu ýmissa fíkni- efna. Júlíus Kristófer Eggertsson var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Gunnlaugur Ingibergsson hlaut fjögur og hálft ár, Rúnar Ben Maitsland fékk fjögur ár og Val- garð Heiðar Kjartansson, þrjú ár. Þá voru Ingvar Árni Ingvarsson og Herbjörn Sigmarsson dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi og Haraldur Ægir Hraundal í tveggja ára fangelsi. Sautján þúsund e-töflur Tryggvi Rúnar Guðjónsson var í maí árið 2002 dæmdur í Hæstarétti í tíu ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega 17.000 e-töflum, um 200 grömmum af kókaíni og átta kíló- um af hassi. Þetta er þyngsti dóm- ur sem Hæstiréttur hefur kveðið upp í fíkniefnamáli en Tryggvi rauf skilorð með broti sínu. Héraðsdóm- ur dæmdi Tryggva Rúnar í ellefu ára fangelsi. Þyngsti dómurinn Í sama mánuði var Austurríkis- maðurinn Kurt Fellner dæmdur í Hæstarétti í níu ára fangelsi fyrir e-töflusmygl. Í Héraðsdómi Reykjaness var Fellner dæmdur í tólf ára fangelsi sem er þyngsta refsing sem kveðin hefur verið upp í fíkniefna- máli. Fellner var hand- tekinn í Leifsstöð í sept- ember árið 2001 með 67.485 e-töfl- ur sem hann hugðist smygla til Bandaríkjanna. Hæstiréttur mild- aði dóm Fellner þar sem ekki þótti fullvíst að hann hefði sjálfur átt frumkvæði að eiturlyfjasmyglinu. Bíður dóms í fangelsi Rúnar Ben Maitsland sem hlaut fjögurra ára fangelsi vegna stóra fíkniefnamálsins var dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrra. Einnig var Þjóðverjinn Claus Friehe dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þeir fluttu inn um 900 grömm af sterku amfetamíni og tæpt kíló af kannabisefnum. Nú eru Rúnar Ben Maitsland og tvíburabróðir hans, Davíð Ben, ákærðir og var aðalmeðferð máls- ins í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Rúnar er sakaður um inn- flutning á 27 kílóum af hassi og Davíð fyrir að hafa tekið á móti 23 kílóum hassins. Tvíburarnir neita báðir sök. Upphaflega var Claus Friehe einnig ákærður fyrir inn- flutning á sjö kílóum af hassinu en hans þáttur var klofinn frá þegar hann játaði innflutninginn. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Fékk sjö ára fangelsi Tveir menn, Gareth John Ellis og Víðir Þorgeirsson, voru dæmdir í Hæstarétti í sjö og fimm ára fang- elsi fyrir að hafa í sameiningu stað- ið að innflutningi á 5.007 e-töflum í júlí árið 2000. Í Héraðsdómi Reykja- víkur voru þeir báðir dæmdir í sjö ára fangelsi en Hæstiréttur mildaði dóm Víðis í fimm ár. Hans þáttur var talinn minni en þáttur Ellis sem átti hugmyndina að innflutningnum og ætlaði að borga Víði 350 þúsund krónur fyrir innflutninginn. Sýknaður af e-töflusmygli Kio Briggs var sýknaður í Hæstarétti árið 1999, en við komu til landsins fundust í fórum hans rúmlega 2.000 e-töflur og var þar með dómur Héraðsdóms Reykja- víkur staðfestur. Ekki var talið nægilega sannað að Briggs hefði verið meðvitaður um e-töflurnar í farangri sínum. Upphaflega dæmdi Héraðsdómur Briggs í sjö ára fangelsi en Hæstiréttur vísaði þeim dómi heim í hérað. Fjórir dæmdir í e-töflumáli Fyrir innflutning á 3.850 e-töfl- um var Guðmundur Ingi Þórodds- son dæmdur í sjö ára fangelsi í Hæstarétti í desember árið 2000. Ingi Þór Arnarson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, Sveinn Ingi Bjarnason í þriggja og hálfs árs fangelsi, Jón Ágúst Garðarsson í þriggja ára fangelsi og Þór Jónsson í tveggja ára fangelsi fyrir sama mál. Fékk skilorð í Hæstarétti Tæplega þrítugur maður, Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson var dæmdur í átta ára fangelsi í Hæstarétti í fyrra. Hann flutti inn tæp sex kíló á amfetamíni, tæpt kíló af kókaíni og að hafa haft í vörslu sinni rúm 300 grömm af kókaíni. Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Hafsteini Ingimundarsyni fyrir að taka við eiturlyfjum af Stefáni með það fyrir augum að selja þau. Dómur yfir systur Stefáns, sem hafði verið dæmd fyrir pen- ingaþvætti og samverknað, var hins vegar mildaður. Var hún dæmd í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára; en Héraðsdómur hafði úrskurðað hana í þriggja ára óskilorðsbundið fang- elsi. Tók Hæstiréttur tillit til breyttra aðstæðna hjá systur Stefáns. Hefur áfrýjað fimm ára dómi 26 ára ófrísk kona, Fanta Sillah, frá Sierra Leone var í Héraðs- dómi Reykjaness dæmd í fimm ára fangelsi en hún var tekin á Kefla- víkurflugvelli þann tí- unda júní á þessu ári með um 5.034 e-töflur. Hún hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. ■ „Óvinveittur vígamaður“: Sleppt eftir 2 ár í haldi NORFOLK, AP Hálfþrítugum Banda- ríkjamanni, Yaser Esam Hamdi, verður sleppt úr haldi bandaríska hersins á morgun, en honum hefur verið haldið föngnum í tvö ár á þeim grundvelli að hann væri óvinveittur vígamaður. Mál Hamdis fór fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, sem úrskurðaði að ekki væri heimilt að halda þeim sem taldir eru óvinveittir vígamenn ótímabundið í fangelsi. Hamdi verð- ur ekki ákærður fyrir neina glæpi en þó eru sett þau skilyrði fyrir lausn hans að hann afsali sér banda- rískum ríkisborgararétti, fari úr landi og fordæmi hryðjuverk. ■ ■ LEIÐRÉTTING UNGKÁLFUR Minna er slátrað af kálfum en í fyrra, en af því leiðir meira nautakjötsframboð á þarnæsta ári. Nautkálfar: Minni slátrun LANDBÚNAÐUR Slátrun nautkálfa hefur dregist saman síðustu mánuði, miðað við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Slátrun ungkálfa hefur dregist saman um 8 prósent síðustu 12 mánuði miðað við sama tímabil árið áður og um 15 prósent ef horft er til síðustu 6 mánuða. „Samkvæmt skýrsluhaldi í naut- griparækt nam ásetningur naut- kálfa og sala til lífs árið 2003 37 prósentum. Það sem af er þessu ári er þetta hlutfall mun hærra, eða 44 prósent,“ segir á vefnum og tekið fram að tölurnar bendi til að nautakjötsframleiðslan aukist árið 2006. ■ Reynir Ragnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, var ranglega nefndur Ragnar Reynisson í frétt blaðsins í gær um hugmyndir um stjórnkerfis- breytingar hjá Reykjavíkurborg. Beðist er velvirðingar á því. STARFSMENN SKJÓLSKÓGA OG GARÐYRKJUSKÓLANS Starfsmenn Skjólskóga funduðu með fulltrúum Garðyrkjuskólans nýverið vegna Grænni skóga á Vestfjörðum. HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS FÍKNIEFNAMÁL Flug til Kaupmannahafnar í dag, aðra leiðina: 1. Iceland Express 15.165 2. Flugleiðir 75.030 Flug til Kaupmannahafnar í dag og heim aftur á sunnudaginn: 1. Flugleiðir 24.890 2. Iceland Express 28.930 Verðið kannað á netinu kl. 15.50 í gær. Miðað er við ódýrasta fargjaldið sem fékkst. Skattar og gjöld eru innifalin í verði. VERÐLAGIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.