Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 10
10 4. október 2004 MÁNUDAGUR SÆTUR KÓALABJÖRN Hinn sjö mánaða kóalabjörn, Conen, hefur fengið góða umönnun undanfarið hjá starfsmönnum San Diego-dýragarðsins í Bandaríkjunum. Þurfa þeir að gefa honum mjólk úr pela fjórum sinnum á dag vegna þess að mamma hans getur ekki lengur framleitt brjóstamjólk. Rúmlega 30 kóala- birnir búa í dýragarðinum. Ný seðlavél gjaldkera: Eykur öryggi gegn bankaránum ÖRYGGISMÁL Á útibússtjóraráðstefnu Landsbankans um helgina var kynnt nýstárleg seðlavél fyrir bankaútibú sem eykur uppgjörs- og afgreiðslu- hraða og sér til þess að reiðufé verði ekki aðgengilegt. „Þessi vél er mikið framfaraskref í öryggismálum útibúanna,“ segir Anna Bjarney Sigurðardóttir upplýs- ingarfulltrúi. „Seðlavélin, sem er frá DelaRue, er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði í heiminum og minnkar alla meðhöndlun gjaldkera með reiðufé sem þýðir aukið öruggi í úti- búinu. Vélin afgreiðir bankastarfs- manninn jafnóðum með þá fjármuni sem hann þarf og tekur við og telur jafnóðum alla þá peninga sem lagðir eru inn. Peningarnir eru síðan geymdir í öruggum og læstum hólf- um í vélinni sem engin leið er að nálgast, ekki einu sinni fyrir starfs- mann bankans,“ segir Anna, Hún telur ekki hættu á að vélin sé hættuleg gjaldkerunum vegna gremju bankaræningja sem hafa lít- ið upp úr krafsinu. „Það er horft til þess að menn viti að það er ekkert upp úr bankaránum að hafa,“ segir Anna. Nú þegar hefur vélin verið tekin í notkun í einu útibúi Landsbankans en fleiri vélar hafa verið pantaðar og munu verða í útibúum víða. ■ Herferð gegn offitufaraldri barna Bandaríska vísindaakademían hefur skilað skýrslu um offitufaraldur á meðal bandarískra barna. Lagt er til að farið verði í allsherjar herferð til að sporna gegn útbreiðslu vandans. BANDARÍKIN Til þess að berjast gegn offitufaraldri barna í Banda- ríkjunum þarf þjóðin að fara í allsherjar herferð gegn vandan- um. Bandaríska vísindaakademí- an (National Academy og Sci- ences), sem rannsakað hefur or- sakir og afleiðingar offituvand- ans, kynnti nýlega skýrslu sína um málið. Dagblaðið Washington Post greinir frá því að skýrslan sé sú viðamesta sem gerð hafi verið um offituvandann og herferðin sem akademían leggi til að lagt verði út í sé sú umfangsmesta sem nokkurn tímann hafi verið kynnt. Hún nær til dæmis til foreldra, skóla, matvælafyrirtækja, veit- ingastaða og hins opinbera. „Miðað við það hvernig þessi faraldur er að breiðast út þurfum við að taka á vandanum strax,“ segir Jeffrey Koplan, sem er í for- svari fyrir akademíuna. „Þessi skýrsla kallar á grundvallarbreyt- ingar í lifnaðarháttum okkar.“ Á meðal þess sem akademían leggur til að verði gert er: 1. Að næringargildi matvæla og drykkja verði endurskoðað. 2. Að merkingar á matvælum verði bættar. 3. Að læknar fitumæli börn reglulega. 4. Að börn leggi stund á ein- hvers konar líkamsrækt í að minnsta kosti hálftíma á dag. 5. Að foreldrar passi betur upp á að börn sín hreyfi sig reglulega og sitji minna fyrir framan sjón- varp og tölvur. Fjöldi þeirra barna sem þjást af offitu í Bandaríkjunum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Meira en níu milljón börn sex ára og eldri eru talin þjást af offitu. Hætturnar sem fylgja þessu vandamáli eru taldar svo miklar að hætt er við að þær þurrki út allan þann árangur sem náðst hef- ur á öðrum sviðum í heilbrigðis- og öryggismálum barna síðustu þrjá áratugina. Börn sem þjást af offitu í dag eru þannig miklu lík- legri til að fá ýmsa sjúkdóma í framtíðinni. Þó að akademían hafi í raun ekkert vald til að koma þessari herferð í framkvæmd er talið að hún hafi mikil áhrif á löggjafann og umræðuna um vandamálið. Sem dæmi þá hefur öldungar- deildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy þegar lagt fram laga- frumvarp sem bannar sjálfsala með óhollum mat og sælgæti í skólum sem styrktir eru af rík- inu.■ OSTAVERÐLAUN VEITT Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra af- hendir Friðjóni G. Jónssyni ostameistara heiðursverðlaun fyrir rjómamysuostinn frá Norðurmjólk. Norðurmjólk: Ostur fær verðlaun OSTADÓMAR Úrslit í ostadómum voru tilkynnt við setningu Osta- daga í Smáralind á föstudag. Hæstu einkunn og heiðursverð- laun fékk Rjómamysuostur frá Norðurmjólk, 12,99 stig, en hæst eru gefin 15 stig. Friðjón G. Jóns- son ostameistari tók við verðlaun- unum fyrir hönd Norðurmjólkur. Formaður dómnefndar var Geir Jónsson, forstöðumaður Rann- sóknarstofu Osta- og smjörsöl- unnar, og með honum í dómnefnd voru fimm mjólkurfræðingar. ■ ■ MIÐAUSTURLÖND CHARLIE WATTS Trommarinn er sagður hafa sigrast á krabbameini í hálsi sem hann greindist með fyrir um fjórum mánuðum síðan. Trommuleikari: Sigraðist á krabbameini LONDON, AP Charlie Watts, trom- mari í Rolling Stones, einni elstu rokkhljómsveit heims, hefur sigr- ast á krabbameini í hálsi. Þetta var haft eftir Mick Jagger, söngv- ara hljómsveitarinnar, í viðtali við breska dagblaðið Daily Mirror um helgina. Watts, sem er 63 ára, greindist með æxli í hálsi fyrir um fjórum mánuðum síðan, en hefur nú lokið geislameðferð sem tókst vel. Watts er enn eftir sig eftir með- ferðina og er sagður ætla að dvelj- ast, ásamt eiginkonu sinni, í Devon í Bretlandi í nokkrar vikur. Þá er haft eftir Jagger að þeir Keith Richards gítarleikari hafi verið önnum kafnir við lagasmíð- ar á nýja plötu sveitarinnar undanfarið, en ekki sé ráðgerð tónleikaferð í bili. ■ – hefur þú séð DV í dag? Friðrik Þór kýldur og rotaður í miðbæ Reykjavíkur Átta menn börðu hann eftir rifrildi DV -m yn d G VA Landlæknisembættið: Gigtarlyf tekið af markaði HEILBRIGÐISMÁL Fyrirtækið Merck, Sharp & Dohme, Inc. hefur ákveð- ið að taka lyfið Vioxx af markaði í öllum löndum þar sem það hefur verið selt, þar með talið hér á landi. Þetta er gert vegna auka- verkana lyfsins frá hjarta- og æðakerfi í formi aukinnar hættu á blóðsegamyndun. Vioxx er í hópi nýlegra gigtar- lyfja, sem farið var að nota hér á landi fyrir nokkrum árum. Mark- aðshlutdeild lyfsins hér á landi var nær 50 prósent og seldist lyfið á síðasta ári fyrir um 80 milljónir ís- lenskra króna. Á vef Landlæknis- embættisins kemur fram að engin bráðahætta sé af töku lyfsins, en fólki, sem hefur tekið Vioxx í lengri tíma, er ráðlagt að hafa sam- band við heimilislækni sinn. Lyfjafyrirtækið stóð sjálft fyrir rannsókn sem nefndist APP- ROVe og var gerð til að athuga aðra hugsanlega verkunarmögu- leika lyfsins, þ. e. að hindra mynd- un ristilsepa. „Rannsóknin hófst árið 2000 og tók til 2.600 manns, þar sem annar helmingur fékk lyfið Vioxx á 25 mg en hinn hlut- inn lyfleysu. Þegar á rannsóknina leið kom í ljós að þeir sem fengu lyfið voru í tvöfalt meiri hættu á að fá blóðtappa í heila eða kransæðastíflu miðað við þá sem tóku lyfleysu og var því ákveðið að taka lyfið af markaði,“ segir á vef landlæknis. ■ FANGAR SKOTNIR Vígamenn, klæddir sem ísraelskir hermenn, stormuðu inn í lögreglustöð í Nablus á Vesturbakkanum, drógu tvo fanga út úr klefum sínum og skutu þá til bana. Morðin eru sögð hefndarráðstöfun í deilu tveggja ætta sem búa í Nablus. EINN FÉLL Palestínumaður lést og nokkrir særðust þegar kom til bardaga milli ísraelskra her- manna og palestínskra víga- manna í Jebaliya flóttamanna- búðunum á Vesturbakkanum. Ísraelsher og vígamenn vígbúast og er búist við miklum átökum næstu daga. NÝ SEÐLAVÉL Sigurjón Árnason bankastjóri kynnti sér nýja seðlavél gjaldkera Landsbankans. GRÍÐARLEGT VANDAMÁL Meira en níu milljón börn sex ára og eldri eru talin þjást af offitu. GIGTARLYFIÐ Lyfjaframleiðandinn Merk ákvað að eigin frumkvæði að taka gigtarlyfið Vioxx af markaði um allan heim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.