Fréttablaðið - 04.10.2004, Side 15

Fréttablaðið - 04.10.2004, Side 15
15MÁNUDAGUR 4. október 2004 Enn bíða aldraðir eftir kjarabótum Enn bíða aldraðir eftir einhverjum raunhæfum kjarabótum en ellilíf- eyrir frá Tryggingastofnun hækk- aði um 619 krónur um síðustu ára- mót og tekjutrygging um 3.155 krónur og er þar innifalin hækkun, til okkar, sem samið var um haust- ið 2002. Verkalýðsfélögin sömdu um að lágmarkslaun yrðu eitt hundrað þúsund krónur á mánuði og ríkisstjórn ákvað að hækka at- vinnuleysisbætur um níu þúsund krónur á mánuði. Með þessum samningum voru atvinnurekendur að viðurkenna að lágmarksfram- færsluþörf einstaklings væri um eitt hundrað þúsund krónur á mán- uði, og ríkisstjórnin viðurkennir að lágmarksframfærsluþörf einstak- lings sé um níutíu þúsund á mán- uði. Með þessum aðgerðum breikk- aði enn bilið milli lágmarkslauna og atvinnuleysisbóta annars vegar og ellilífeyris og tekjutryggingar frá Tryggingastofnun hins vegar verulega, en það var alveg nægi- legt fyrir eins og félög eldri borg- ara hafa margbent á. Það er óskilj- anlegt hvernig stjórnvöld geta ætl- ast til þess að aldraðir geti lifað af broti af því sem sem þau telja lág- marksframfærsluþörf fyrir at- vinnulausa. Stjórnvöld og speking- ar þeirra tala alltaf um framtíðar- sýn að þetta verði gott eftir fimmt- án til tuttugu ár, en það gagnast ekki þeim, sem í dag verða að draga fram lífið af þeim hungur- launum, sem þeim er skammtað frá Tryggingastofnun. Félög okkar eldri borgara hafa gert þá kröfu til stjórnvalda að til- greindur verði kostnaður við lág- marksframfærslu og skattleysis- mörk verði í samræmi við þann kostnað. Þá hafa félög okkar kraf- ist þess að frítekjumark almanna- trygginga verði leiðrétt í samræmi við launaþróun og að ellilífeyrir hækki til samræmis við launaþró- un síðustu ára til að fækka þeim sem nú verða að sætta sig við hung- urlaun, sem ekki duga til fram- færslu. Fyrir nokkrum misserum skrif- aði einn af áköfustu stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar í blaðið „Listin að lifa“: Bent hefur verið á með réttu að kjör aldraðra hafa ekki fylgt þeirri miklu launahækk- un, sem launafók hefur notið und- anfarið. Það stóð aldrei til. Þetta virðist enn vera stefna ríkisstjórnar gagnvart öldruðum því ekkert heyrist frá henni, sam- ráðsnefnd hefur ekki komið saman frá því löngu fyrir kosningar, og seint og illa er staðið við samning, sem gerður var og ekkert heyrist eða sést sem bendir til aðgerða til hagsbóta fyrir aldraða, þeir skulu bara bíða og þegja og vera ölmusu- fólk fram í andlátið. Launþegafélög gera engar kröfur vegna aldraðra í sínum samningum. Alþingismenn og ráðherrar hafa nýlega tryggt sér og sínum eftirlaun, sem eru margfalt hærri en eftirlaun flestra okkar, sem eru á eða eru að fara á eftirlaun í dag. Það er hart að þurfa að segja það, en stjórnvöld hlusta ekki á okkur og virðast ekki vilja vita af okkur, en þau geta eytt milljónum eða milljörðum króna í stríðsrekstur í Írak og Afganistan, í lúxussendiráð út um allan heim og í allskonar starfsemi út um allt, meðan stór hluti aldraðra lifir við hungurmörk og versnandi heilsu- gæslu vegna aukins kostnaðar og margir hafa ekki efni á að fara til læknis eða kaupa þau lyf sem þörf er á. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. AF NETINU UMRÆÐAN KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON SKRIFAR UM KJÖR ALDRAÐRA Var einn í bílnum Ranghermt var í frétt í blaði laug- ardagsins að tveir félagar pilts sem lést eftir umferðarslys í Grímsnesi á fimmtudag hefðu verið fluttir á slysadeild. Hið rétta er að pilturinn sem lést var einn í bíl og lenti í árekstri við annan þar sem í voru kona og barn. Var ekki í veislunni Ranghermt var í blaðinu á mið- vikudag að stjórnarformaður Landsvirkjunar hefði verið í veislu sem Evrópumálaráðherra Frakka hélt Íslendingum vegna Íslands- kynningarinnar í París á mánu- dagskvöld. Hann var þar fjarri góðu gamni og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á missögninni. Nýr leiðtogi Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur eign- ast nýjan leiðtoga og segja má að þótt ekki hafi verið hátt risið á henni áður hafi það nú lækkað enn. Helgi Hjörvar, sem er ámóta orðvar þingmaður og hann er orðheldinn borgarfulltrúi, leiddi stóran hluta stjórnarandstöðunnar, þar með talið Össur Skarphéðinsson formann sinn og Steingrím J. Sigfússon formann Vinstri-grænna út af setningarfundi Al- þingis undir ræðu forseta. Ekki þó undir ræðu forseta lýðveldisins, sem í ræðu sinni fór svo mikinn í pólitískum mál- flutningi að ástæða væri til að mótmæla, heldur undir ræðu forseta Alþingis, sem tók til varnar fyrir Alþingi og hugleiddi stöðu þess eftir dæmalausa framgöngu forseta lýðveldisins í sumar. Vefþjóðviljinn á andriki.is Leiðin til frama Geir H Haarde, fjármálaráðherra og vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, sat undir nokkurri orrahríð eftir að hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í stöðu hæstarétt- ardómara. Geir sagði við það tækifæri að hann kippti sér ekki upp við þessa gagn- rýni enda næðu menn ekki langt í stjórn- málum ef þeir ekki þyrðu að standa á sannfæringu sinni. Er það virkilega svo í Sjálfstæðisflokknum að vísasta leiðin til að ná frama í þeim flokki sé að segja aldrei skilið við hugsjónir og sannfæringu? Er þetta kannski líka reglan í Framsóknar- flokknum? Höfðu menn þar á bæ ef til vill áhyggjur af því að hugsjónaeldurinn í Kristni H. Gunnarssyni væri að kulna og þess vegna gæti hann ekki lengur sinnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn? Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Enn um jafnréttið Síðast þegar skipað var í Hæstarétt var álit kærunefndar jafnréttismála að lög hefðu verið brotin á Hjördísi Hákonar- dóttur eins umsækjandans. Hjördís var einnig umsækjandi nú og mun hún nú vera að leita réttar síns og íhuga mál- sókn. Samkvæmt verjanda Hjördísar segir hann ljóst að dómsmálaráðherra hafi sýnt eindreginn brotavilja og hertan ásetning gagnvart jafnréttislögum þar sem segir að jafna skuli stöðu karla og kvenna. Auðvitað á að gera allt sem hægt er til að jafna stöðu karla og kven- na á vinnumarkaði. En á að hygla konum á kostnað karla? Er jafnrétti ekki að velja ætíð hæfasta einstaklinginn til hverju sinni, óháð kyni? Margrét Rós Ingólfsdóttir á tik ■ LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.