Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 42

Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 42
26 4. október 2004 MÁNUDAGUR Sagði svo og spurði svo og hvar áttu heima? Álfkonuhvarf, Andrésbrunnur, Undraland og önnur góð nöfn Göturnar í Grafarholtinu eru nefndar í tilefni af kristnitökunni árið þúsund og þar voru endingarnar ekki hafðar samstæðar nema að hluta. Lísa vinkona var að bjóða okkur í te... Var einhver að tala um að það vantaði tónlistarhús? Nokkur ný- og skemmti- leg götuheiti á Stór- Reykjavíkursvæðinu: Andarhvarf Andrésbrunnur Álfkonuhvarf Desjakór Forsalir Fossaleyni Gagnvegur Gvendargeisli Kórsalir Kögursel Marteinslaug Mururimi Prestastígur Völundarhús Tröllakór Þúsöld FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Nú er mikið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu og ný hverfi spretta upp með öllu sem þeim fylgir. Að mörgu er að hyggja þeg- ar nýtt hverfi skal skipulagt frá grunni og meðal þess eru götuheit- in. Fyrstu göturnar voru nefndar eftir staðháttum, þannig er nafnið Austurstræti tiltölulega gagnsætt og vegurinn sem liggur til laug- anna í Laugardal var eðlilega nefndur Laugavegur. Þegar Þing- holtin byggðust voru nöfnin látin vísa í norræna goðafræði saman- ber heitin Lokastígur og Freyju- gata og í Norðurmýrinni vísa nöfn- in til persóna í Íslendingasögun- um. Seinna fór það svo að tíðkast að gefa götum í sama hverfi lík heiti og er þá seinni hlutinn alltaf sá sami. Þannig verður auðveldara að rata í Melahverfið, Seljahverfið eða Hagana svo fátt eitt sé nefnt. Innan þessara hverfa er götum stundum raðað í stafrófsröð svo auðveldara sé að finna þær. En hvernig eru götum gefin nöfn? Hver ákveður heimilisfangið þitt? Ný hverfi kalla á ný nöfn Magnús Sædal hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur er einn af þeim. „Fyrst verður til deiliskipu- lag þar sem koma fram þær götur sem verið er að skipuleggja og þá þarf að gefa götunum nafn. Nefnd gerir tillögu til skipulags og bygg- ingarnefndar og borgarráð stað- festir svo nafnavalið. Það hefur tíðkast í langan tíma að reyna að búa til hverfaímyndir með því að hafa endingarnar eins, eins og til dæmis í Breiðholtshverfinu. Í Grafarholtinu var gerð tilraun með annað, þar var tekið mið af alda- og árþúsundamótunum, kristnitökunni og landafundunum. Nöfnin eru kannski óhefðbundin en tengjast sögunni. Þannig eru Geislarnir nefndir eftir helgum mönnum og Andrésbrunnur eftir heilögum Andrési. Einnig er þar að finna Þúsöld sem hefur sömu merkingu og vargöld eða Sturl- ungaöld. Öld er ákveðið tímabil en ekki endilega hundrað ár.“ Nýjasta byggð á Reykjavíkur- svæðinu verður í Norðlingaholti. „Norðlingaholtið var fjölfarin leið á fyrri öldum og þar sem oft þurfti að fara yfir ár á leiðinni fá göturn- ar þar endinguna Vað.“ Kópavogur vill nýjungar Björn Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri tómstunda- og menntasviðs Kópavogsbæjar er nafnanefnd Kópavogs innan handar. „Stefnan hjá Kópavogsbæ er að reyna að setja endingar í nýju hverfin sem ekki er að finna ann- ars staðar. Lindirnar og Salirnir eru til dæmis bara til í Kópavogi. Við reynum að finna líka upp á nýjum forskeytum. Við viljum helst ekki sömu götunöfn og önnur bæjarfélög af augljósum ástæð- um. Nú er að finna Melgerði í Kópavogi, Reykjavík og á Akur- eyri og hvað gerist svo þegar ein- hver hringir í slökkviliðið og segir að það logi eldur í Melgerði?“ Kórarnir og Hvörfin eru í hraðri uppbyggingu en næsta byggð í Kópavogi verða Þingin. Hrafnaþing liggur nú fyrir nafna- nefnd en ekki er vitað á þessari stundu hvort það verður sam- þykkt. brynhildurb@frettabladid.is Hvað varð af öndinni? Hér má finna presta á heilsubótargöngu. Grófu rætur og rima Þessi gata er nefnd eftir álfabyggð á svæðinu sem sennilega hvarf þegar farið var að byggja þar. Reyndu nú að týnast ekki... Andrésbrunnur heitir svo vegna þess að heilagur Andrés var meðal annars verndardýrlingur ferskvatns. Nafnið vísar til ákveðins tímabils eins og Sturlungaöld eða vargöld. neteign.is er n‡ tegund fasteignasölu sem stórlækkar kostna› vi› sölu fasteigna á Íslandi. N‡ttu flér opnunartilbo› okkar og greiddu... kr.99.900 auk vsk. samtals 124.375 kr. neteign.is Fasteignasala á Netinu ...lægstu söluþóknun á Íslandi: 100% Verðve rnd Alltaf ó dýrast ir! Sími: 595 9090

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.