Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 50
18 4. október 2004 MÁNUDAGUR
Við hrósum...
...Heimi Guðjónssyni, hinum aldna en þó samt síunga miðjumanni FH-inga. Hann var
valinn besti leikmaður Landsbankadeildar karla af andstæðingum sínum á laugar-
daginn og sannaði að knattspyrnuferillinn er ekki búinn þótt menn séu orðnir 35
ára gamlir. Heimir átti frábært sumar og það verður erfitt fyrir hann að toppa það
ef hann ákveður að halda áfram að spila.
„Ég hef ekki hugmynd um hvað
verður um mig. Ég trúi ekki öðru en
að þeir vilji hafa mig áfram.“
Markahrókurinn Þórarinn Kristjánsson er með lausan
samning hjá Keflavík og veit ekki hvort hann verður áfram.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
1 2 3 4 5 6 7
Mánudagur
OKTÓBER
■ ■ SJÓNVARP
15.45 Helgarsportið á RÚV.
16.10 Ensku mörkin á RÚV.
18.00 Þrumuskot - ensku mörkin
á Skjá einum.
18.20 Ameríski fótboltinn á Sýn.
Útsending frá leik Miami
Dolphins og New York Jets í
NFL-deildinni.
20.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.30 Enski boltinn á Skjá einum.
Útsending frá leik Crystal Palace
og Fulham í ensku úrvalsdeildinni
í fótbolta.
23.15 Ensku mörkin á RÚV.
Er Lárus Orri lykillinn
að varnarleik Íslands?
Mikill munur er á varnarleik íslenska landsliðsins í tíð Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar eftir því hvort Lárus
Orri Sigurðsson er með eða ekki.
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu hefur ekki riðið feitum
hesti frá síðustu þremur alvöru-
leikjum sínum, í undankeppnum
EM eða HM. Niðurstaðan er þrjú
töp og markatalan er 2-9 í þessum
þremur leikjum. Mótherjarnir
hafa svo sem ekki verið af verri
endanum, Þýskaland, Búlgaría og
Ungverjaland, en það sem hefur
öðru fremur verið íslenska liðinu
fjötur um fót í þessum leikjum er
slakur varnarleikur.
Liðið hefur, eins og áður sagði,
fengið á sig níu mörk í þessum
þremur leikjum, þrjú mörk að
meðaltali í leik, og það hefur ver-
ið íslenska landsliðinu ofviða að
vinna leiki þegar það fær á sig
þrjú mörk allt frá því að Ísland
vann Bermúda, 4-3, í vináttu-
landsleik á Laugardalsvellinum
árið 1964.
Ásgeir og Logi tóku við stjórn
íslenska landsliðsins í maí á síð-
asta ári og stilltu strax upp þrigg-
ja manna vörn. Það gekk vel í
fyrstu fjórum leikjum liðsins,
tveimur leikjum gegn Færeying-
um, einum gegn Litháen og einum
gegn Þýskalandi. Liðið fékk að-
eins á sig tvö mörk í þessum fjór-
um leikjum en síðan þá hafa flóð-
gáttirnir opnast. Hver skyldi vera
ástæðan?
Ein þeirra gæti verið sú að
Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður
West Bromwich Albion í ensku úr-
valsdeildinni, hefur ekki verið
með í þessum þremur síðustu
leikjum. Hann lék stórt hlutverk í
þremur af fjórum fyrstu lands-
leikjum Ásgeirs og Loga en hann
missti af leiknum gegn Færeying-
um í Þórshöfn í ágúst á síðasta
ári. Hann spilaði eins og herfor-
ingi í þessum umræddu leikjum
og var nær undantekningarlaust
með bestu mönnum liðsins. Hraði
hans, reynsla og styrkur nýttust
frábærlega og hefur verið sárt
saknað að undanförnu.
Það er þó ljóst að íslenska
landsliðið verður án Lárusar Orra
í næstu leikjum þar sem hann á
enn við hnémeiðsli að stríða en
hann gæti þó hugsanlega verið
orðinn klár fyrir leikinn gegn
Króatíu í Zagreb 26. mars á næsta
ári.
Lárus Orri sagði í samtali við
Fréttablaðið að hann hefði ekki
minnstu hugmynd um það
hvenær hann yrði klár á nýjan
leik.
„Ég ætla að taka mér góðan
tíma til að fá mig góðan af meiðsl-
unum og ætla ekki að flýta mér –
það hefur aldrei gefið góða raun,“
sagði Lárus Orri
Hér eru ekki teknir með vin-
áttulandsleikir heldur eingöngu
leikir sem hafa raunverulega þýð-
ingu.
oskar@frettabladid.is
LÁRUS ORRI SIGURÐSSON Sést hér í leik gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í september í fyrra en hann er án nokkurs vafa mikilvægur hlekkur í þriggja manna varnarlínu Ásgeirs
og Loga hjá íslenska landsliðinu. Fréttablaðið/ÞÖK
ÍSLENSKA VÖRNIN UNDIR
STJÓRN ÁSGEIRS OG LOGA
Færeyjar (H) 2-1
Lárus Orri Sigurðsson, Guðni Bergsson,
Hermann Hreiðarsson
Litháen (Ú) 3-0
Lárus Orri, Guðni, Hermann
Færeyjar (Ú) 2-1
Pétur Marteinsson, Ólafur Örn Bjarnason,
Hermann
Þýskaland (H) 0-0
Lárus Orri, Ólafur Örn, Hermann
Þýskaland (Ú) 0-3
Ívar Ingimarsson, Ólafur Örn, Hermann
Búlgaría (H) 1-3
Kristján Sigurðsson, Ólafur Örn, Hermann
Ungverjaland (Ú) 2-3
Kristján, Ólafur Örn, Hermann
Nafn (leikir, mörk á sig) Meðaltal
Lárus Orri (3 leikir, 1 mark) 0,3 mörk
Guðni (2 leikir, 1 mark) 0,5 mörk
Pétur (1 leikur, 1 mark) 1 mark
Hermann (7 leikir, 11 mörk) 1,6 mörk
Ólafur Örn (5 leikir, 10 mörk) 2 mörk
Kristján (2 leikir, 6 mörk) 3 mörk
Ívar (1 leikur, 3 mörk) 3 mörk
Hjörtur Már og Ragnheiður:
Syntu í gám
á laugardag
SUND Hjörtur Már Reynisson úr
KR og Ragnheiður Ragnarsdóttir
úr SH undirbúa sig nú af kappi
fyrir heimsmeistaramótið í 25
metra laug sem fram fer í
Indianapólís í Bandaríkjunum á
næstunni. Hjörtur Már og Ragn-
heiður brugðu á leik á laugar-
daginn og syntu í gám frá
Gámaþjónustunni á Lækjartorgi
en Gámaþjónustan er aðalstyrk-
taraðili sundmannanna tveggja í
þessari dýru ferð til Banda-
ríkjanna. ■
HJÖRTUR MÁR Henti sér
í gáminn og synti af mik-
lum móð. Fréttablaðið/Palli
BROSANDI RAGNHEIÐUR Ragnheiður
Ragnarsdóttir hafði gaman af gámasund-
inu eins og þessi mynd ber með sér.
1. deild karla í fótbolta:
Lið ársins
valið
FÓTBOLTI Vefsíðan fotbolti.net fékk
á dögunum þjálfara liðanna tíu í 1.
deild karla til að velja lið ársins á
nýafstöðnu tímabili auk þjálfara
ársins. Gunnar Guðmundsson,
þjálfari HK, var valinn þjálfari
ársins en HK hafnaði nokkuð
óvænt í þriðja sæti deildarinnar
auk þess sem liðið komst í undan-
úrslit VISA-bikars karla.
Gunnleifur Gunnleifsson,
markvörður HK, var valinn í liðið
annað árið í röð en annars áttu
HK-menn og Valsarar flesta í lið-
inu, þrjá leikmenn hvort lið. ■
LIÐ ÁRSINS Í 1. DEILD
Markvörður
Gunnleifur Gunnleifsson HK
Varnarmenn
Hlynur Birgisson Þór
Bjarni Ólafur Eiríksson Val
Eysteinn Lárusson Þrótti
Árni Thor Guðmundsson HK
Miðjumenn
Baldur Aðalsteinsson Val
Sigurbjörn Hreiðarsson Val
Páll Einarsson Þrótti
Hörður Már Magnússon HK
Sóknarmenn
Hermann Aðalgeirsson Völsungi
Ibre Jagne Þór
GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON Án
nokkurs vafa besti markvörðurinn í 1.
deild karla á nýafstöðnu tímabili.