Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 52
FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson, fyrir- liði Íslandsmeistara FH, var kos- inn besti leikmaður ársins á loka- hófi KSÍ um helgina og setti með því met en annars voru það Íslandsmeistaralið FH í karlaflok- ki og Vals í kvennaflokki sem héldu uppteknum hætti frá keppninni inni á vellinum og hlóðu á sig verðlaunum á hófinu. Það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa besta leikmanninn og hafa gert það allar götur síðan 1984. Heimir er elsti leikmaður- inn í sögu valsins sem hlýtur þessa stærstu viðurkenningu sem leikmaður í íslenska boltanum getur fengið. Heimir var 35 ára, 5 mánaða og 16 daga þegar hann lék sinn síð- asta leik á tímabilinu og bætti tólf ára gamalt met Lúka Kostic sem var valinn bestur sumarið 1992 og lék þá sinn síðasta leik á tímabil- inu á 34 ára afmælisdaginn sinn. Sjö leikmenn hafa unnið þennan titil á fertugsaldri en þriðji elsti leikmaðurinn var Eyjamaðurinn Hlynur Stefánsson sem var kos- inn bestur haustið 2000. Félagi Heimis og Allans í FH- liðinu, Emil Hallfreðsson, var kosinn efnilegasti leikmaðurinn og er þetta í fyrsta sinn sem FH- ingar hljóta þessi verðlaun. FH- ingar áttu einnig besta þjálfarann í Ólafi Jóhannessyni. Valskonan Laufey Ólafsdóttir var kosin best hjá konunum en hún átti mjög gott tímabil með Hlíðarendaliðinu sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 15 ár. Margrét Lára Viðarsdóttir, 18 ára stelpa úr ÍBV, var valin efnilegust annað árið í röð en hún hlaut einnig gullskóinn sem markahæsti leikmaður Lands- bankadeildar kvenna. Eyjamenn fengu reyndar báða gullskóna því Gunnar Heiðar Þorvaldsson var markahæstur í Landsbankadeild karla. Elísabet Gunnarsdóttir var síðan kosin besti þjálfarinn hjá konunum. ÍA var prúðasta karlaliðið, Valur var prúðasta kvennaliðið og þau Olga Færseth úr ÍBV og Zoran Daníel Ljubicic úr Keflavík sem voru valin prúðustu leikmennirnir. ooj@frettabladid.is 20 4. október 2004 MÁNUDAGUR Meistararnir hlaðnir verðlaunum Karlalið FH og kvennalið Vals fengu stærstu verðlaunin á lokahófi KSÍ. Heimir Guðjónsson varð elsti leikmaðurinn frá upphafi til þess að vera kosinn bestur. Margrét Lára Viðarsdóttir var valin efnilegust annað árið í röð. FALLEGASTA MARKIÐ Víkingurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson skoraði fallegasta markið að mati áhorfenda sjónvarpsstöð- varinnar Sýnar. BESTIR INNAN SEM UTAN VALLAR Guðmundur Árni Stefánsson, formaður Knatt- spyrnudeildar FH, tók við sérstakri viðurkenningu fyrir stuðningsmenn liðsins sem voru valdir þeir bestu í sumar. Íslandsmeistarar FH-inga voru því bestir innan sem utan vallar. BEST Laufey Ólafsdóttir úr Val og Heimir Guðjónsson úr FH voru kosin besta knattspyrnufólk ársins af öðrum leikmönnum í Landsbankadeild karla og kvenna. Fréttablaðið/Palli EFNILEGUST Emil Hallfreðsson úr FH og Margrét Lára Viðarsdóttir úr ÍBV voru kosin efnilegasta knattspyrnufólk ársins af öðrum leikmönnum í Landsbankadeild karla og kvenna. Fréttablaðið/Palli ALLIR FÁ PENING Öll liðin í Landsbankadeildinni fengu peningagjöf frá Landsbankanum, misstóra eftir árangri sumarins. LIÐ ÁRSINS Í KARLAFLOKKI Markið: Bjarni Þórður Halldórsson Fylkir Vörnin: Freyr Bjarnason FH Sverrir Garðarsson FH Gunnlaugur Jónsson ÍA Tommy Nielsen FH Miðjan: Atli Sveinn Þórarinsson KA Heimir Guðjónsson (Bestur) FH Bjarnólfur Lárusson ÍBV Emil Hallfreðsson (Efnilegastur) FH Sóknarmenn: Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Grétar Hjartarson Grindavík Þjálfari: Ólafur Jóhannesson FH Besti dómari: Garðar Örn Hinriksson Þrótti LIÐ ÁRSINS Í KVENNAFLOKKI Markið: Guðbjörg Gunnarsdóttir Valur Vörnin: Íris Andrésdóttir Valur Pála Marie Einarsdóttir Valur Guðrún Sóley Gunnarsd. KR Málfríður Sigurðardóttir Valur Miðjan: Karen Burke ÍBV Laufey Ólafsdóttir (Best) Valur Edda Garðarsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir (Efnilegust) ÍBV Nína Ósk Kristinsdóttir Valur Þjálfari: Elísabet Gunnarsdóttir Valur Gamla Liverpool-hetjan, BruceGrobbelaar, var um helgina rek- inn úr stjórastöðunni hjá Manning Rangers í Suður-Afríku. Slælegt gengi var ástæða upp- sagnarinnar en liðið hafði undir stjórn Grobbelaar aðeins unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tap- að fjórum í upphafi deildarkeppninnar. Grobbelaar var ekki búinn að vera lengi í þessari stöðu en hann kom til starfa hjá félaginu í júlí. Á sínum tíma var Grobbelaar, á Íslandi oftast kallaður Grobbi, einn besti markvörður heims. Hann átti stóran þátt í ótrúlegri velgengni Liverpool á níunda áratug síðustu aldar en þá vann liðið til allra verð- launa sem í boði voru. Grobbi, sem kemur frá Zimbabwe, þótti skrautleg- ur karakter, innan vallar sem utan, og var gríðarlega vinsæll og ekki síst hér á landi. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota,sem tók við í janúar 2002, hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir á f r a m h a l d a n d i samning en samn- ingur hans rennur út árið 2006. Skipt- ir þá engu hvort Skotar nái að tryggja sér farseðil- inn á HM 2006 í Þýskalandi. „Þegar samningurinn er útrunninn hef ég verið alveg nógu lengi í burtu frá heimalandinu. Mig langar til að vinna í Þýskalandi að þessum tíma liðnum og það er það sem ég ætla mér,“ sagði Berti Vogts. Svíinn Sven Göran Eriksson, lands-liðsþjálfari Englendinga, gaf það í skyn að Rio Ferdinand væri framtíð- arfyrirliði enska landsliðsins. Ferdin- and, sem nýkominn er úr átta mán- aða leikbanni, hefur leikið gríðarlega vel það sem af er og kemur nánast örugglega til með að fara beint í landsliðið en það mætir Wales innan tíð- ar. „Ég hef ekki í hyggju að skipta um landsliðs- fyrirliða á þessari stundu en er þó hand- vis um að Rio Ferdin- and yrði frábær fyrir- liði, hvort sem væri hjá landsliðinu eða sínu félagsliði. Hann talar mikið í leik, rek- ur menn áfram og hvetur þá til dáða og það er hlustað á hann,“ sagði Sven Göran Eriksson og er ekki annað hægt en að túlka þessi ummmæli sem netta viðvörun fyrir David Beckham, núver- andi landsliðsfyrirliða Englendinga. Piltalandsliðið, sem er skipað leik-mönnum átján ára og yngri, tap- aði Norðmönnum í Noregi, 0-3, í fyrsta leik sínum í undankeppni Evr- ópumótsins. Í hinum leik riðilsins unnu Austurríkismenn Búlgari með tveimur mörkum gegn engu. Drengjalandsliðið í knattspyrnu,sem er skipað leikmönnum sext- án ára og yngri, gerði jafntefli, 2-2, við Litháa í undankeppni Evrópu- mótsins, en leikið er í Þýskalandi. Þorvaldur Sveinn Sveinsson og Bjarni Þór Viðarsson skoruðu mörk Íslands. Í hinum leik riðilsins skildu Þjóðverj- ar og Írar jafnir, 1-1. Þjóðverjar eru efstir í riðlinum með fjögur stig en á eftir þeim koma Íslendingar og Írar með tvö en Litháar eru neðstir með eitt. Í lokaumferðinni, sem fram fer í dag, mæta okkar drengir Þjóðverjum og Írar Litháum. James Beattie, hinn snjalli framherjiSouthampton, verður frá í einn mánuð hið minnsta vegna tábrots. Beattie þurfti að yfir- gefa leikvöllinn eftir aðeins átján mínútur í leik Southampton og Manchester City sem endaði með marka- lausu jafntefli. Steve Wigley, framkvæmda- stjóri Dýrling- anna, var að vonum ókátur vegna þessa. „Þetta er hrikalegt áfall fyrir okkur enda megum við illa við því að missa mann í þessum klassa.“ Peter Crouch kemur líklega inn í lið Sout- hampton á meðan Beattie er á sjúkralistanum. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.