Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Margir íbúar í lýðveldinuBongóbongó hafa áhyggjur að vírus hafi stungið sér niður í ríkis- stjórn landsins. Bongóbongó hefur ekki verið sjálfstætt ríki nema í fá- eina áratugi eftir að hafa verið ný- lenda öldum saman, og hafa menn því áhyggjur af því að hin ungu bein lýðræðisins séu brothætt. Aðalút- flutningsvara Bongóbongó eru ban- anar sem vaxa villtir í skógum landsins. Nokkrir helstu höfðingjar landsins hafa fengið einkaleyfi á að nýta þessa auðlind samkvæmt vís- indalegu kvótakerfi og eru þeir kall- aðir bananagreifar. BONGÓBONGÓ er friðsamt ban- analýðveldi þar sem lífið gengur sinn vanagang. Grunur um vírus í ríkisstjórninni vaknaði fyrst fyrir rúmu ári þegar Mbongóvíd forsætis- ráðherra og Mbongódór utanríkis- ráðherra (sem létu græða sig saman fyrir nokkrum árum og segjast vera síamstvíburar) ákváðu að segja Mú- hameðstrúarmönnum stríð á hendur. Þegar fjölmiðlar mótmæltu þessu brölti voru snarlega sett lög um að enginn fjölmiðill í landinu mætti ná til meira en fimm fjölskyldna. Dr. Mbongólafur forseti neitaði að stað- festa þessi lög sem kom mjög flatt upp á þá sem héldu að forsetinn væri aðeins til skrauts. Við þetta týndi forseti þingsins, spekingurinn, Mbongódal glórunni endanlega. ORÐRÓMUR UM VÍRUS fekk byr undir báða vængi þegar Mbongóvíd forsætisráðherra tók að gera frændur sína, bridgefélaga og laxveiðivini að hæstaréttardómur- um. Til að kveða niður óánægjuradd- ir var tilkynnt um lækkun á hátekju- skatti og hefur skólum verið lokað í sparnaðarskyni. Til að mæta kostn- aði vegna skemmtiferðar 300 hirð- gæðinga til Parísar á fullum dagpen- ingum hefur hinn metnaðargjarni Mbongóaarde fjármálaráðherra sagt upp skjalavörðum í ráðuneytum og keypt pappírstætara í staðinn. VÍSINDAMENN TELJA að gróð- urhúsaáhrif hafi hækkað meðalhit- ann í Bongóbongó upp fyrir þau mörk sem menn í ábyrgðarstöðum þurfa til að geta varist hitabeltisvír- us sem veldur mikilmennskubrjál- æði. Vírusinn heitir á læknamáli fas- ismus latens. Eina batavonin fyrir þá sem þjást af þessum vírus felst í því að almenningur hlífi þeim við trúnaðarstörfum. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Vírus í Bongóbongó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.