Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2004, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 15.10.2004, Qupperneq 27
Eldavéladagar standa yfir hjá Heimilistækjum í Sætúni út þenn- an mánuð sem felur í sér að tilboð er á nokkrum tegundum eldavéla með ofnum. Þær eru ýmist með keramikborðum eða steyptum hellum og ofnarnir eru til með blæstri og án. Rafmagnseldavélar eru í meirihluta en gaseldavélar eru líka á tilboðinu. Flestar eru þær með vöru- merkjunum Beko, sem kemur frá Tyrklandi, og Indesit sem er ítalskt. Verðið er frá 26.995 upp í 159.995 kr. og fer það eftir full- komleika og fylgibúnaði. Afslátt- urinn nemur 15 til 25 prósentum. Að sögn Hlyns sölumanns hjá Heimilistækjum er mikið um að fólk endurnýi eldavélar á haustin. „Ofninn hefur kannski bilað á miðju sumri og ekkert verið gert í því en þegar veturinn nálgast með jólabakstur og tilheyrandi þá vilja menn hafa þetta allt í lagi,“ sagði hann. ■ Tösku- og hanskabúðin á Skólavörðustíg er með hausttilboð þessa dagana og býður 20% afslátt á veskjum, töskum og hönskum í dag og fram á kl. 16 á morgun. „Þetta er árvisst hjá okkur að vera með svona hausttilboð og það gildir á öllum okkar vörum nema þeim sem fyrir eru á út- sölu,“ sagði indæl afgreiðslukona þegar haft var samband við verslunina í síma. ■ 5FÖSTUDAGUR 15. október 2004 Heildverslun Byggt og búið hefur nýverið hafið innflutning á þvotta- og hreinsiefnum frá Henkel seml er stærsti þvotta- og hreinsi- efnaframleiðandi Evrópu. Meðal þess sem Byggt og búið flytur inn er þvottaefnið Persil sem margir þekkja, mýkingarefnið Len, Flink töflur fyrir uppþvottavélar, uppþvotta- löginn Pril og salernishreinsirinn WC Duck. Henkel þvottefnin eru á kynningarverði í verslunum Kaupáss: Krónunni og Nóatúni. ■ Herrayfirhafnir með virtum vörumerkjum eins og Boss, Sand, Gardeur, Hugo og Bellini eru seldar með 50-70% afslætti í Herralagernum að Suðurlands- braut 54. Sem dæmi um verð- lækkun má nefna útijakka sem áður voru á 25.980 en seljast nú á 12.990 og stuttfrakkar sem áður kostuðu 29.980 fást nú á 14.990. Þarna er því um kostakaup að ræða. Auk þess er 60% afslátt- ur á öllum peysum og buxum hjá Herralagernum svo nú er lag fyrir þá sem vilja vera vel klædd- ir í vetur að dressa sig upp. ■ Tösku- og hanskabúðin: Hausttilboð í gangi Stærsti þvottaefnisframleiðandi Evrópu: Persil á kynningarverði Heimilistæki: Eldavélar á afslætti Herralagerinn: Útijakkar og peysur Fjórir heppnir viðskiptavinir Nettó sem kaupa annað hvort þrjár vörutegundir á tilboði í til- efni danskra daga, eða danska þvottaefnið Neutral og Neutral mýkingarefni hljóta flugferð fyrir tvo til kóngsins Kaupmanna- hafnar. Flogið er með Iceland Ex- press. Dönsku dagarnir í Nettó standa næstu tvær vikurnar og þar eru danskar matvörur svo sem ostar, makríll, síld og brauð- salöt á tilboði. Einnig er þar svína- kjötsútsala enda eru frændur okkar Danir þekktir fyrir dálæti sitt á svínakjöti. ■ Dönsk stemning í Nettó: Heppnir komast til Köben Svínakjöt er meðal þess sem er á tilboðinu á dönskum dögum. Á svokölluðu Kringlu- kasti sem stendur nú um helgina verður 20-50% afsláttur veitt- ur af nýjum, völdum vörum í verslunum Kringlunnar. „Þetta verður svona smá æðiskast sem stendur í nokkra daga,“ segir Hermann Guð- mundsson, markaðs- stjóri Kringlunnar, léttur í bragði og getur þess að veit- ingastaðirnir bjóði líka uppá ýmiss kon- ar bragðgóð tilboð þessa helgi. ■ Kringlan: Smá æðiskast í nokkra daga

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.