Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 8
Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið í sjóinn við netagerðar- bryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð líkfundar- málsins í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Grétari Sigurðssyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir átt þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með sam- gróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vai- dasi og dauða hans. Jónas viður- kennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flug- völl þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna s u m a r h ú s a v i ð - skipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vai- das upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heim- ili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, „Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn.“ Þrátt fyrir að Jónas hafi ferð- ast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vai- das lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á Austur- land og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. „Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum,“ svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursætin voru lögð niður og að drasl hafi verið í bíla- leigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bíla- leigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu. ■ Áhyggjulausir eftir að Vaidas var látinn Réttarmeinafræðingur segir mjög líklegt að Vaidas Jucevicius hefði getað skilað fíkniefnunum út úr líkama sínum hefði hann ekki verið með samgróninga í mjógirni. Vitni segja Tomas Malakauskas og Jónas Inga Ragnarsson virst hafa verið lausa við áhyggjur eftir að Vaidas lést. UMFERÐARSLYS Pólskur karlmaður að nafni Lukas Zewicz Rafal Maciej lést þegar jeppabifreið fór út af þjóðvegi eitt við bæinn Brekku í Skagafirði skömmu fyr- ir klukkan hálf ellefu á sunnu- dagskvöldið. Lukas var 34 ára, fæddur 4. maí árið 1970. Fernt var í bílnum. 51 árs gamall maður slasaðist alvarlega og liggur á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, en maður og kona, bæði þrítug sluppu minna meidd. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild er maðurinn sem slasaðist mest úr lífshættu en verður þó um sinn á gjörgæslu- deild, en fólkið sem minna slasað- ist voru lögð inn til eftirlits, en verða að öllum líkindum útskrif- uð í dag. Flughált var við Brekku, sem er skammt fyrir ofan Varmahlíð, þegar slysið varð. Fólkið sem slasaðist var allt flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki er fólkið sem í slysinu lenti pólskt kvikmyndagerðarfólk sem vann að gerð heimildarkvik- myndar um Ísland. Tveir jeppar kvikmyndagerðarfólks voru í samfloti. Bíllinn sem valt er af gerðinni Nissan Terrano og sagði lögregla hann vera bílaleigubíl á sumardekkjum. - óká 8 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Slys á útlendingum: Fjórir látnir á árinu BANASLYS Það sem af er ári hafa fjórir útlendingar látist í umferð- arslysum hér á landi, samkvæmt upplýsingum slysaskráningar Umferðarstofu. 20. júlí lést tékknesk kona þegar ökumaður bíls missti stjórn á honum þannig að hann fór út af og valt á Vatnsnesvegi í Vestur- Húnavatnssýslu. Þjóðverji lést í bílveltu við Vatnsskarð á Krísu- víkurvegi 24. júlí og brasilískur maður lést í bílveltu á Þjórsár- dalsvegi 10. þessa mánaðar. Í því slysi lést einnig íslenskur öku- maður bílsins sem valt. Þá lést pólskur maður í fyrradag þegar jeppabifreið fór út af og valt skammt frá Varmahlíð. - óká ■ GJALDÞROT Íslensku menntasamtökin sem ráku Áslandsskólaum tíma eru gjaldþrota. Samtökin hófu starf- semi á Íslandi árið 1997. ,,Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn. SVONA ERUM VIÐ FRAMREIKNAÐUR MANN- FJÖLDI Á ÍSLANDI TIL 2040 Ár Fjöldi 2004 290.868 2010 304.711 2020 325.690 2030 342.220 2040 351.188 Heimild: Hagstofan – hefur þú séð DV í dag? Ástarþrí- hyrningur í líkfundar- málinu Natascha mætti stingandi augnaráði Heiðveigar JEPPI Nissan Terrano jeppi, svipaður bílaleigubílnum sem fór út af í hálku í Skagafirði á sunnu- dagskvöldið með þeim afleiðingum að maður lést og annar slasaðist alvarlega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /N JÁ LL G U N N LA U G SS O N Bílvelta í Skagafirði: Einn látinn og annar á gjörgæslu ■ LÖGREGLUFRÉTTIR LÍKAMSÁRÁS KÆRÐ Maður lagði fram kæru á hendur öðrum á Vopnafirði í gær. Til handalög- mála kom milli tveggja manna á dansleik í byrjun mánaðarins og lyktaði þeim með rifbeinsbroti annars þeirra. Afréð hann að kæra verknaðinn. Málið er í rannsókn. HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Í DÓMSSAL AÐALMEÐFERÐ Í LÍKFUNDARMÁLINU JÓNAS INGI RAGNARSSON, GRÉTAR SIGURÐSSON OG TOMAS MALAKAUSKAS Sakborningarnir þrír í líkfundarmálinu voru allir viðstaddir aðalmeðferð málsins í Hérðaðsdómi Reykjavíkur í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.