Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 19. október 2004 Aðeins í BT Skeifunni Opnum kl. 11:00 Tilboðin gilda meðan birgðir endast Norfrost frystikista C4CE • 108 LÍTRA • 85,5x55x8x60 Indesit Barkaþurrkari G74V • Ryðfrí trommla • Tekur 5 kg • Orkuflokkur C 39.999 12.999 12.999 24.999 45% lækkun45% lækkun Kæli/Frystiskápur 144 cm FRW24 • Kælir/Frystir 166L/46L • Stærð B.H.D 144x56x60 • 3 Hillur • Frystir fyrir ofan kæli ALGENGT VERÐ 44.900kr. ALGENGT VERÐ 22.900kr. 50% lækkun Birt með fyrirvara um myndabrengl og uppseldar vörur Þvottavél 1400 sn AWM1400EX • 1400 snúninga • Þvottahæfni A • Orkunotkun A • Rafstýrð • Stafræn niðurtalning á þvottatíma ALGENGT VERÐ 79.999kr. 50% lækkun Samningaviðræður: Hætta ekki auðgun úrans ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld heimila embættismönnum sínum ekki að semja við Evrópuþjóðir um fram- tíð kjarnorkuáætlunar landsins ef markmið Evrópumanna er að svipta Írana réttinum til að auðga úraníum. Auðgun úraníums er ferli sem leyfir mönnum að nota efnið til gerðar kjarnorkuvopna. Evrópuríki hafa ákveðið að bjóða Írönum efnahagsívilnun í þeirri von að Íranar samþykki að hætta við auðgun úraníums. Auðgun úraníums hefur valdið Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni áhyggjum af því að Íranar hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. ■ FORSÆTISRÁÐHERRA VIÐ STJÓRNVÖLINN Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í kappakstur við hinn þrettán ára Stephen Skrzeczkowski þegar hann skoðaði Heart of England skólann í Balsall Common í gær. Hávaðarok á Höfn: Þaki haldið í skefjum VEÐUR Þaki á einbýlishúsi á Höfn í Hornarfirði var haldið í skefjum með skurðgröfu í gær. Hávaðarok var í bænum, líkt og víða um land, og fylgdust björgunarsveitar- menn árvökulum augum með því sem hugsanlega gat tekist á loft. Sáu þeir meðal annars að þak á einbýlishúsi í bænum var á góðri leið með að sviptast af í verstu kviðunum en töldu óráðlegt að ráðast til atlögu með hamri og nöglum. Datt einum þeirra það snjallræði í hug að aka skurðgröfu sinni að húsinu og tylla skóflunni ofan á þakið. Reyndist ráðið gott og bar grafan vindinn ofurliði. -bþs Fiskeldi: Vænlegar tegundir RÁÐSTEFNA Staða einstakra eldis- tegunda og þörf á rannsókna- og þróunarvinnu verður til umræðu á ráðstefnu sem haldin verður af Fiskeldishópi AVS og Landssam- bandi fiskeldisstöðva í Reykjavík á föstudaginn. Ráðstefnunni er ætlað að vera fyrsta skref Fiskeldishóps AVS í að skilgreina aðrar eldistegundir en þorsk sem mikilvægt er að njóti forgangs við úthlutun úr AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Hópurinn á svo að vinna með upp- lýsingarnar sem fram koma á ráð- stefnunni og velja eldistegund sem hentar best íslensku fiskeldi og er líklegust til að gefa mestan arð á næstu árum og áratugum. -óká NAUÐLENT Á ARLANDA Sænsk farþegaflugvél þurfti að nauð- lenda eftir að sprunga myndaðist í glugga í flugstjórnarklefa vélar- innar og tók að breiðast út. 51 farþegi og áhafnarmeðlimur voru um borð í flugvélinni, sem lenti heilu og höldnu á Arlanda-flug- velli við Stokkhólm. LÆKNAR GEGN VÍNAUGLÝSINGUM Samtök hundruða franskra lækna sem berjast gegn áfengisvanda hafa skorað á Jacques Chirac Frakklandsforseta að grípa fram fyrir hendurnar á þinginu. Þing- menn ákváðu að aflétta að hluta banni við áfengisauglýsingum og fer það mjög fyrir brjóstið á læknunum. AFTANÍVAGN Á HLIÐINA Vagn, sem flutningabíll dró á eftir sér á þjóðveginum undir Eyjafjöllum, valt á hliðina í gær. Gerðist það í einni af fjölmörgum strekkings- vindkviðum sem gengu yfir sjó og land. Greiðlega gekk að koma vagninum á hjólin á ný. ÍTALÍA, AP Innanríkisráðherrar Frakklands og Spánar höfnuðu í gær þýskri tillögu um að koma upp búðum fyrir ólöglega inn- flytjendur í Norður-Afríku. Sam- kvæmt tillögunni átti að vista ólöglegu innflytjendurna þar meðan ákvörðun væri tekin um mál þeirra í löndunum sem þeir reyndu að komast til. „Fyrir Frakkland er útilokað að samþykkja áfangabúðir eða önnur slík fyrirbæri,“ sagði Dominique de Villepin, innanrík- isráðherra Frakklands. Hann sagði að ríki Evrópusambandsins ættu ekki að taka einhliða ákvarðanir um stefnu í innflytj- endamálum heldur ætti að hafa samráð um stefnuna við alþjóða- samtök og þau ríki sem flótta- menn færu um. ■ Ólöglegir innflytjendur í ríkjum Evrópusambandsins: Þýsku lausninni hafnað RÁÐHERRAR FUNDA Innanríkisráðherrar Spánar, Ítalíu, Þýskalands og Frakklands náðu ekki samkomulagi um að setja upp búðir til að vista ólöglega innflytjendur í á meðan mál þeirra eru tekin fyrir. ■ ÍRAK ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.