Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 28
„Mér finnst skemmtilegast að vinna með föt og sölumennskan er líka mjög skemmti- leg,“ segir Lilja. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna um sjöleytið og er mætt í vinn- una um níu. Í hverju felst starfið? Daglegu búðarstússi; afgreiða viðskiptavini og hafa góða stjórn á versluninni. Hversu lengi vinnur þú? Ég vinn átta tíma á dag. Hvað er skemmtilegast við starfið? Mér finnst skemmtilegast að vinna með föt og sölumennskan er líka mjög skemmtileg. En leiðinlegast? Það er eiginlega ekki neitt. Ég er svo jákvæð manneskja og finnst mjög gaman í vinnunni. Hvað gerir þú eftir vinnu? Ég hugsa um barnið mitt; skipti á kúkableyjum og baða það. Hvað gerir þú á frídögum? Ég reyni að gera eitthvað með barninu mínu eins og að fara í Húsdýragarðinn. Síðan á ég systur sem býr á Selfossi þannig að ég reyni að heimsækja hana sem oftast. Ég reyni líka að slappa af, borða góðan mat og fara í göngutúra. Lilja Jónsdóttir er verslunarstjóri í Ex í Kringlunni: Skiptir á kúkableyjum eftir vinnu HVUNNDAGURINN 8 Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0 A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 . Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Hágæðarúm frá Stearns & Foster Frá einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi, sængurverasett, lök, handklæði, frottésloppar, ilmsápur, ilmkerti, ilmvatn o.fl. Nú styttist til jóla. Okkar vinsæla jólahlaðborð byrjar 27. nóvember. Þú getur einnig yljað þér með ljúfum veigum á hlýlega Koníaksbarnum eða kælt þig niður með kokkteil á Ísbarnum, svalasta barnum í bænum, en þar er alltaf meira en 6° frost! Bjóðum upp á sali fyrir öll tækifæri: Fundahöld, árshátíðir, afmæli, ættarmót, fyrirtækjamóttökur, starfsmannahóf, þorrablót, giftingaveislur. Vesturgötu 2, sími 5523030, kaffireykjavik@kaffireykjavik.is, www.kaffireykjavik.is PANTIÐ TÍMAN LEGA! Okkar vinsæla jólahla›bor›

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.