Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 57 stk. Keypt & selt 29 stk. Þjónusta 41 stk. Heilsa 15 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 16 stk. Atvinna 20 stk. Tilkynningar 3 stk. Galaxy fitness BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 19. október, 293. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.31 13.13 17.53 Akureyri 8.21 12.57 17.32 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvern- ig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístings- kaldri Nauthólsvík „Nístingskalt? Nei, nei,“ segir forsprakkinn Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. „Það er 11 gráður!“ Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. „Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land,“ segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. „Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum.“ Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. „Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónu- lega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðr- um augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning.“ Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvill- um. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjó- sundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. „Ég vil samt full- yrða að allir geti þetta,“ segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út. edda@frettabladid.is heilsa@frettabladid.is Mataræði á meðgöngu er efni nýs bæklings sem hefur verið gef- inn út af Lýðheilsustöð, Miðstöð mæðravernd og Umhverfisstofn- un en dr. Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur stýrði verkinu. Þar er að sjálfsögðu fjallað um fæðuval, hreyfingu og hreinlæti við matar- gerð, sem skiptir miklu máli á með- göngunni. Ráðlegging- ar um hæfilega þyngdaraukningu eru nú gefnar upp sem nokkuð breitt bil í stað einnar ákjósan- legrar tölu og konum yfir kjörþyngd er ráð- lagt að þyngjast minna en þeim sem eru í eða undir kjörþyngd í upphafi með- göngu. Miðstöð mæðraverndar sér um dreifingu bæklingsins og kostar hann 100 krónur. Kyrrðardagar verða í Skálholti um næstu helgi, 22.-24. október, ætl- aðir konum á öllum aldri. Um- sjónarmenn þeirra verða rektors- hjónin í Skálholti, Rannveig Sigur- björnsdóttir og sr. Bernharður Guðmundsson. Leiðsögn annast Sigríður Hrönn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, er mun flytja hugleiðingar og annast trúnaðar- samtöl. Hún hefur mikla reynslu af sálgæslu, auk þess að hafa ver- ið kristniboði í Afríku um árabil. Kyrrðardagarnir hefjast á föstudag með kvöldtíðum kl. 18 og lýkur síðdeg- is á sunnudag. Tek- ið er við skráning- um í síma 486 8870 og á netfang- inu rekt- or@skalholt.is Von - Svar - Hjálp eru nöfn á þremur veggspjöldum og póstkortum sem gefin hafa verið út á vegum verkefnisins „Þjóð gegn þunglyn- di“. Þeim er beint til almennings, ekki síst ungs fólks, til að benda á hvert hægt er að leita ef þunglyn- di eða andleg vanlíðan verður fólki um megn. Um er að ræða þrenns konar boðskap sem vísar fólki á von í vonleysi, svar í svart- nætti og hjálp ef því finnst það vera hjálparvana. Benedikt Lafleur er hér ásamt félögum sínum í sjósundinu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég elska bakaðar kartöflur. En ekki fötin þeirra. 19 feta citation bátur, upptekinn vél 140 hestöfl 3 l, alpha one drif. Fallegur bátur. Uppl. í s. 566 8366 & 698 4967. Sjóböð meira en sundið: Sameinast sjónum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Bowen-tækni: Gegn alls kyns kvillum „Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við all- skyns kvillum,“ segir Margeir Sig- urðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17. „Það var Ástralinn Ted Bowen sem þróaði þessa tækni en hann var ómenntaður maður sem þurfti 14 ára gamall að fara að vinna fyrir fjölskyldunni sinni. Bowen var líka áhugamaður um íþróttir og þegar samstarfsmenn og félagar úr íþróttunum kvörtuðu yfir verkjum og eymslum fór hann að nudda þá á ákveðinn hátt og öðruvísi en aðrir höfðu gert. Strákunum fór strax að líða betur og fljótlega spurðist þetta út. Þeg- ar Bowen kom svo heim úr vinn- unni á kvöldin var biðröð út úr dyrum og hann var oft að fram yfir miðnætti. Það kom að því að hann hætti að vinna og helgaði sig alveg þessari tækni. Hann var svo seinna gerður að heiðursdokt- or í liðskekkjulækningum við há- skólann í Sydney.“ Margeir segir Bowen-tækni mikið notaða við íþróttameiðslum og ekki síður sem fyrirbyggjandi að- ferð. „Tæknin er annars notuð við hvers kyns kvillum, verkjum og einnig þunglyndi. Það hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessu og nú síðast á Bowen-tækni við asma og í 80% tilfella hlaut fólk bata.“ Í lok október verður efnt til nám- skeiðs í Reykjavík í þessari tækni og um miðjan nóvember á Akur- eyri. „Þetta geta allir lært og í Bretlandi situr saman á skólabekk fólk af götunni, heimilislæknar og aðrir úr heilbrigðisstétt. Við erum líka svo heppin hér að hafa ís- lenskan kennara og allt námsefn- ið er á íslensku svo allir geta tekið þátt,“ segir Margeir. Margeir Sigurðsson kennir Bowen-tækni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.