Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 20
Er ekki stjórnarandstaðan óþörf? Eitthvað í þá áttina spurði þátta- stjórnandinn og rétt á eftir sagði einn gesturinn að varaformaður næststærsta stjórnmálaflokks landsins hefði enga pólitíska stöðu, enga pólitíska aðkomu, vegna þess að hún væri ekki á þingi. Við erum orðin svo gegn- sósa af atvinnupólitíkusum og valdhyggju að jafnvel sá maður sem hefur það að atvinnu að stef- na saman fólki til að velta fyrir sér þjóðmálunum lætur sér detta í hug að stjórnarandstaða eigi ekki erindi. Og stjórnmálamenn- irnir sjálfir halda að þingmenn einir geti haft pólitískar skoðanir og boðað það fagnaðerindi. Vissulega geta þingmenn einir greitt atkvæði um lög og lagt fram tillögur á þingi, en þeir eru þar ekki fyrir sig sjálfa heldur í umboði okkar hinna og ættu að haga sér samkvæmt því. Það kæmi mér ekki á óvart að ein- hvern tímann kæmi í ljós að það er kannski helsti styrkur stjórn- arandstöðunnar núna að einn sterkasti leiðtogi hennar er ekki á þingi. Ég segi þetta vegna þess að svo virðist sem margt fólk gangi í björg þegar það fer að vinna í steinhúsinu við Austurvöll. Það getur enginn með fullu viti neitað því að ríkisstjórnin og at- vinnustjórnmálamenn þurftu að láta í minni pokann í sumar. Þó stjórnarandstaðan fegin vildi þakka sér útkomuna sem varð í fjölmiðlamálinu getur hún það ekki, því það var einfaldlega fólk- ið sem gerði uppreisn og forset- inn notaði það vald sem hann hef- ur, að því er ég held að mjög vandlega athuguðu máli og þegar hann þóttist fullviss um að með aðgerð sinni væri hann ekki að ganga erinda stjórnarandstöð- unnar heldur fólksins í landinu. Reyndar má segja að forysta stjórnarandstöðunnar hafi hagað sér alveg eins og forysta ríkis- stjórnarflokkanna. Við munum öll eftir því að fjölmiðlafrum- varpið tók breytingum í meðför- um þingins, það var ekki af því að þingmenn breyttu því heldur vegna þess að Davíð og Halldór ákváðu að breyta því. Og hvað gerðu forystumenn stjórnarand- stöðunnar? Þeir tóku sér sæti í allsherjarnefndinni og þá kom í ljós traustið sem þeir hafa á sam- verkamönnunum og samstarfs- fólkinu, mamma mia! Er einhver munur á þessu og foringjaræðinu í ríkisstjórninni, ég sé engan mun þar á. Sama viðhorfið endurspeglast með viðhorfinu til nýju fjöl- miðlanefndarinnar, þegar stjórn- arandstaðan mótmælti vegna þess að ekki áttu allir flokkarnir að fá sæti í nefndinni. Allir flokkarnir hvað, ætla menn að flytja þingstarfið í þessa nefnd? Ætla þingflokkarnir að skipa sjálfa sig í nefndina? Og til hvers er þá þingið? Einmitt vegna þess að þing- menn líta á sig sem sérstakan þjóðflokk sem hefur einkaleyfi til að fjalla um stjórnmál er gott að einn sterkasti stjórnmálamaður landsins sitji ekki á þingi. Þegar þessi varafomaður er kominn á þing eru allar líkur á því að hún hafi meiri skilning á þeirri nauð- syn að horfa til allra átta en ekki bara inn í þingsalinn. Enn eitt dæmi um sjálfhverfu þingmanna og í þetta skipti ekki stjórnarþingmanna heldur sitja Samfylkingarþingmenn einir í þeirri súpu. Sá þingflokkur lagði fram tillögur á dögunum um end- urskoðun stjórnarskrárinnar. Það er hið besta mál, en hvernig er lagt til að staðið verði að þessu mikilsverða og áríðandi máli? Jú, það á að skipa nefnd sem skipuð er fulltrúum allra þingflokka. Enn og aftur þingflokkar hér og þingflokkar þar. Ég hefði viljað sjá tillögur þar sem lagt er til að sett verði stjórnlagaþing þar sem fulltrúar þjóðarinnar væru en ekki fulltrúar þingflokka. Það má hugsa sér ýmsar aðferðir til að velja á slíkt þing, tölvuúrtak úr þjóðskrá gæti verið ein. Stjórnarskráin er nefnilega ekki einkamál þingmanna heldur mál allrar þjóðarinnar. Fullt af fólki sem hefur eindregnar skoð- anir á því þjóðfélagi sem við búum í og hvernig stjórnarskráin á að líta út hefur alls engan áhuga á því að vera í þingflokki. Af hver- ju er ekki gerð minnsta tilraun til að heyra raddir venjulegs fólks um þetta mál? Við eigum betra skilið en þessa sjálfhverfu stjórn- málamenn. Við þurfum stjórn- málamenn sem hlusta meira og tala minna. Stjórnmálamaður sem ekki situr á þingi er líklegri en hinir til að skilja þetta, þess vegna held ég að það sé kannski gæfa Samfylkingarinnar að varafor- maðurinn er ekki á þingi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugar-daginn deildi flokksformaðurinn Össur Skarphéðinsson ásjálfstæðismenn fyrir að notfæra sér kennaraverkfallið til að breiða út hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Ekki er hægt að skilja orð hans öðvuvísi en sem andstöðu við hug- myndir um tilraunir með einkarekstur í grunnskólakerfinu. Koma ummæli hans á óvart þegar haft er í huga að ekki er langt síðan formaðurinn vakti athygli fyrir pólitískt hugrekki með því að reifa hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerf- inu. Er hér vísað til ræðu hans á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra. Í ályktun þess fundar var hvatt til þess að leitað yrði nýrra leiða og fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðiskerfinu, svo sem með þjónustusamningum og einkaframkvæmd. Að ræðu Össurar á flokksstjórnarfundinum lokinni kom vara- formaður flokksins og keppinautur hans um formennsku, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, í ræðustól og kynnti hugmyndir starfs- hópa framtíðarnefndar flokksins sem hún stýrir. Athyglisvert er að að heyra að skólamálahópur Samfylkingarinnar virðist full- komlega fordómalaus gagnvart hugmyndum um einkarekstur grunnskóla og gengur jafnvel lengra í vangaveltum á því sviði en menn hafa treyst sér til í öðrum stjórnmálaflokkum. Á milli hug- mynda skólasérfræðinga Samfylkingarinnar og Össurar Skarp- héðinssonar virðist mikil gjá sem vafalaust á eftir að gefa pólitísk- um andstæðingum tilefni til að tala um neyðarlegt ósamræmi. Óljóst er hver afstaða varaformannsins, Ingibjargar Sólrúnar, er í þessu máli. Hún hefur jafnan verið talin lengra til vinstri í Samfylkingunni en formaðurinn. Sem borgarstjóri í Reykjavík greiddi hún ekki götu hugmynda um einkarekstur skóla. Sem þing- maður Kvennalistans fyrr á árum var hún eindreginn andstæðing- ur slíkra hugmynda. Fróðlegt væri að vita hvort viðhorf hennar í þessu efni hafa breyst. Ástæða er til að óska Samfylkingarfólki til hamingju með að þora að setja fram djarfar tillögur. Ekki er ósennilegt að í ein- hverjum öðrum stjórnmálaflokki hefðu menn fyrst viljað vita hvort leiðtogarnir gæfu grænt ljós á óhefðbundnar hugmyndir en hér virðast menn ekki hafa verið haldnir slíkri bælingu. Það er góðs viti. Kennaraverkfallið setur rekstur skólakerfisins í brennidepil ekkert síður en launakjör kennara. Auðvitað eiga kennarar að búa við góð starfskjör og vinnuaðstöðu en ólíklegt er að róttækar breytingar geti orðið til batnaðar á þeim sviðum fyrr en skólayfir- völd og stjórnmálaleiðtogar sýna sama hugrekki við að hugsa um og finna nýjar leiðir og skólamálasérfræðingarnir í framtíðar- nefnd Samfylkingarinnar. ■ 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Einkarekstur í skólakerfinu á sér fylgismenn innan ólíkra stjórnmálaflokka. Hugrekki til að fara nýjar leiðir FRÁ DEGI TIL DAGS Ástæða er til að óska Samfylkingarfólki til ham- ingju með að þora að setja fram djarfar tillögur. Ekki er ósennilegt að í einhverjum öðrum stjórnmála- flokki hefðu menn fyrst viljað vita hvort leiðtogarnir gæfu grænt ljós á óhefðbundnar hugmyndir en hér virðast menn ekki hafa verið haldnir slíkri bælingu. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Um sjálfhverfa þingmenn Afleikir Ingibjargar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom nokk- uð á óvart í Silfri Egils á sunnudag þeg- ar hún sletti því á Siv Friðleifsdóttur að sér þætti Framsóknarflokkurinn vera ömurlegur flokkur. Þessi sami Framsókn- arflokkur hefur aldeil- is reynst borgarstjór- anum fyrrverandi betri en enginn og hefur átt hlut í að lyfta Ingibjörgu á þann stall sem gerði hana að stjórnmála- manni sem menn tóku eftir. Ingi- björgu hefur væntanlega ekki þótt Framsóknar- flokkurinn eins ömurlegur meðan hún þurfti hans við. Ávísun á stjórnarandstöðu Orð Ingibjargar Sólrúnar um Framsókn hafa ekki fallið í góðan jarðveg meðal margra hörundssárra framsóknar- manna. Þeir geta verið lengi að gleyma og því er spurt hvort dómur borgar- stjórans fyrrverandi geti orðið til þess að Samfylkingin eigi erfiðara uppdrátt- ar þegar kemur að því að mynda ríkis- stjórn, einkum og sér í lagi verði Ingi- björg Sólrún þá orðin formaður flokks- ins. Svo hefur hún svo sem ekki aukið vinsældir sínar meðal sjálfstæðis- manna. Hvort það er styrkur eða veik- leiki er svo allt annað mál. Öflugir leiðtogar Í sama þætti lýsti Ingibjörg Sólrún því yfir að bæði hún og Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingairnnar, væru öflugir leiðtogar. Það er ekki oft sem fólk talar þannig um sjálft sig, enda er það svo að enginn er dómari í eig- in sök. Hitt er ann- að að það stefn- ir í slag milli þeirra Össurar og Ingibjarg- ar. Hvert það leiðir flokk- inn er eðli- lega ekki vitað. sme@frettabladid.is Í DAG KOSTIR ÞESS AÐ VERA EKKI Á ÞINGI VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Það kæmi mér ekki á óvart að einhvern tímann kæmi í ljós að það er kannski helsti styrkur stjórnarandstöðunnar núna að einn sterkasti leiðtogi hennar er ekki á þingi. Ég segi þetta vegna þess að svo virðist sem margt fólk gangi í björg þegar það fer að vinna í steinhúsinu við Austurvöll. ,, Skoðanir og umræður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.