Fréttablaðið - 20.10.2004, Side 2

Fréttablaðið - 20.10.2004, Side 2
2 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Búist er við að vind lægi töluvert í dag: Vindhviður mældust mest ríflega 50 metrar á sekúndu VEÐUR Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan á mánudag með miklu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi mun ganga niður í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Björn Sævar Einarsson veð- urfræðingur segir að nokkuð víða hafi vindhviður mælst 50 metrar á sekúndu. Mesti meðal- vindurinn var í Staðarsveit. Þar mældist hann 35 metrar á sek- úndu. Björn Sævar segist búast við mun betra veðri í dag. Búist sé við norðvestan 10 til 18 metr- um á sekúndu og hvassast verði við suðvestur- og vesturströnd- ina. Hann segir að vinstrengurinn sem verið hafi yfir landinu sé tilkomin vegna lægðar sem komið hafi að landinu á sunnu- daginn. Á sama tíma hafi mikil hæð verið yfir Grænlandi og það hafi þétt þrýstilínur og skapað þetta hvassviðri. Hann segir lægðina ekki hafa verið neitt sérstaklega djúpa. Hún hafi mest farið niður í 989 milli- bör en hæðin hafi verið yfir 1040 millibör. Þó vindkæling hafi verið tölu- verð í gær var hitastigið víðast hvar um frostmark. Björn Sævar segir að mestur hiti hafi mælst á Fagurhólmsmýri eða 10 stig. - th Tveir af fjörutíu voru í bílbeltum Rúta með fjörutíu manns innanborðs valt á veginum undir Akrafjalli. Allir fóru á Sjúkrahúsið á Akranesi. Fimm liggja enn nokkuð slasaðir á sjúkrahúsinu. Bílbelti voru í rútunni en aðeins tveir voru spenntir. SLYS Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörutíu manns innan- borðs fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gær- morgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veg- inn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir verði þar í nokkra daga „Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu,“ segir Þórir. „Þeir sem liggja á sjúkra- húsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir.“ Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstandendur að sjálfsögðu komið á staðinn. „Það vildi svo til að þetta gerð- ist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysa- áætlun sem við vinnum eftir.“ Norðurál gerir kröfu um að rút- ur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþega. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. „Þetta er forkastanlegt kæru- leysi,“ segir Þórir. „Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir.“ trausti@frettabladid.is Moldrokið náði til Eyja: Brún slikja yfir bænum LÖGREGLA Mikið moldrok var á há- lendinu í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í gær og fyrradag. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum fóru Eyjamenn ekki varhluta af moldrokinu. Var það svo mikið að varla sást út úr aug- um um tíma. Bílar og hús eru með brúnni slikju og sagði lögreglan að í raun væri bærinn eins og það væri nýbúið að draga hann upp úr drullupolli. Þetta mun ekki vera einsdæmi í Vestmannaeyjum því í stífri norðanátt berst moldrokið gjarnan alla leið út í Eyjar. Vonaðist lögreglan til að vind- urinn snerist í suðlæga átt á næstu dögum því henni fylgir gjarnan rigning. Ekki er vanþörf á smá vætu til að hreinsa skítugan bæinn. - th ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Þetta er forkastan- legt kæru- leysi Hvaða kjáni sem er getur samið bók en það þarf snilling til að byggja skúr sem stendur í 100 ár. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vill að grá- sleppuskúrar við Ægisíðu verði lagfærðir ásamt öðrum mannvirkjum sem við þá standa. Elstu skúrarnir hafa staðið við sjávarsíðuna í rúma öld. Fylgismenn hugmyndar Stefáns eru margir. SPURNING DAGSINS Stefán, er sagan betur geymd í skúr- um en bókum? Hæsta bygging í Evrópu: Tvíbura- turnar rísa MOSKVA, AP Hafist hefur verið handa við að reisa hæstu bygg- ingu Evrópu, tvo skýjakljúfa, sem rísa munu í Moskvu og lokið verð- ur við 2007. Í Byggingunni verða skrifstofur og íbúðir og verður hærri byggingin 340 metra há. Byggingin mun nefnast „Sam- bandsríkið“ og verður útsýnis- pallur á henni þar sem sjást mun yfir alla borgina. Hæsta bygging vestur-Evrópu er Commerzbank í Frankfurt, en hún er 259 metrar. Nýi skýjakljúf- urinn í Moskvu verður þó langt frá því að komast á lista yfir hæstu byggingar heims. Hæsta bygging heims nefnist Tapei 101 og er 509 metra há eða um helm- ingi hærri en „Sambandsríkið“.■ VEÐURKORT Á kortinu má sjá útlínur Íslands og lægðar- miðjuna fyrir sunnan landið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /V EÐ U R ST O FA ÍS LA N D S Landssíminn: Beiðninni hafnað LANDSSÍMINN Stjórn Landssíma Íslands hefur hafnað kröfu Stein- gríms J. Sigfússonar, alþingis- manns, um að boðað verði til hluthafafund- ar í fyrirtæk- inu vegna kaupa þess á hlut í Skjá ein- um. Í svari sínu lýsir stjórnin sig ósammála þeirri túlkun Steingríms að kaup Lands- símans á hlut í Skjá einum feli í sér verulegar breytingar á rekstri Landssím- ans. Steingrímur hefur mótmælt ákvörðun stjórnarinnar og segir að í ljósi þess að Skjár einn hljóti nú að teljast dótturfélag Lands- símans, þá ítreki hann kröfu sína um hluthafafund. - bþe RÚTAN ENDAÐI Á TOPPNUM Enginn farþeganna slasaðist lífshættulega. Varð það fólki til happs að þak rútunnar skyldi ekki gefa sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D / H IL M AR S IG VA LD AS O N SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á ríkisstjórn- ina að efla tekjustofna sveitarfé- laga þannig að þau geti með eðli- legum hætti sinnt þeim verkefn- um sem þau hafa með höndum. Áskorunin var samþykkt sam- hljóða á fundi borgarstjórnar í gær. Margrét Sverrisdóttir, vara- borgarfulltrúi frjálslyndra lagði fram tillögu í þessa átt en henni var breytt með tillögu Reykjavík- urlistans. Margrét sagði á fundin- um að það væri með ólíkindum að fulltrúar Reykjavíkurlistans vís- uðu sífellt til þess að kennara- verkfallið væri í höndum launa- nefndar sveitarfélaganna á með- an flokkssystkin þeirra á Alþingi brýndu ríkisvaldið til aðgerða. Hún féllst síðan á breytinguna og þótti hún viðunandi. Nefnd sem á að fjalla um breytta tekjustofna sveitarfé- laganna kom saman í gær. Reyndist fundur nefndarinnar árangurslaus og hefur annar fundur ekki verið boðaður fyrr en 12. nóvember, eftir að fjár- málaráðstefnu sveitarfélaganna lýkur. Nokkrir sveitarstjórar hafa lýst yfir nauðsyn þess að nefnd- in skili tillögum áður en ráð- stefnan fer fram til að hægt sé að taka á bráðum fjárhagsvanda verst settu sveitarfélaganna. Fyrir fundinn í gær hafði nefnd- in ekki komið saman síðan í vor vegna ágreinings fulltrúa sveit- arstjórna og ríkis. - ghg STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á stjórnvöld: Ríkisstjórnin efli sveitarfélögin Í BORGARSTJÓRN Í GÆR Þórólfur Árnason borgarstjóri og Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Strokufangi: Handtekinn eftir árás LÖGREGLUMÁL Nítján ára gamall fangi sem strauk úr fangelsinu við Skólavörðustíg að morgni mánudags var handtekinn á veit- ingastað í miðbæ Hafnarfjarðar síðar um daginn. Hann hefur nú verið vistaður í fangelsinu að nýju. Lögreglan í Hafnarfirði hand- tók manninn seint á mánudags- kvöldið eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bæn- um. Tók hann starfsmanninn með- al annars hálstaki. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu þótti maðurinn ekki hættu- legur. - ghg BÍLAR SKEMMDIR EFTIR SAND- FOK Vel á þriðja tug bíla skemmdist í grjót og sandfoki við Vík í Mýrdal aðfaranótt þriðju- dags. Að sögn lögreglu eru sumir bílanna töluvert mikið skemmdir. Lakk er ónýtt á mörgum þeirra og rúður brotnar. Fimm rúður í sama bílnum brotnuðu í einni vindhviðunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.