Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 4
4 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR Mildi að enginn skyldi slasast í ótrúlegri slysaöldu: Ekið á lögreglubifreið við slysstað í Langadal LÖGREGLA Þrír bílar lentu utan vegar og einn árekstur varð í norðanverðum Langadal í gær- dag. Enginn slaðasist alvarlega en tveir bílar eru nokkuð skemmdir. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var atburðarásin mjög óvenjuleg því óhöppin gerðust öll á sama tíma. Aðstæð- ur í Langadal voru slæmar. Þar var mikið rok, éljagangur og snjór, og hálkublettir á vegin- um. Um klukkan hálffjögur ók bíll út af veginum. Lögreglan kom á staðinn en tókst ekki að ná bílnum upp á veginn. Hún fór í burtu í skamma stund og kall- aði á björgunarsveit til að reyna að ná bílnum upp. Síðan hélt lögreglan aftur á slysstað til að hjálpa björgunarsveitarmönn- um. Þegar hún var að leggja bílnum við vegkantinn kom ann- ar bíll. Hann fór nákvæmlega sömu leið og sá er lenti utan vegar nema hvað að hann klessti á lögreglubílinn sem kastaðist á bílinn sem var utan vegar. Þegar lögreglan var rétt búin að átta sig á aðstæðum á nýjan leik kom flutningabíll aðvífandi. Hann stefndi beint á bílinn sem stóð eftir á veginum en til að forða árekstri beygði ökumað- urinn út af. Mildi þykri að enginn skyldi hafa slasast, sérstaklega þar sem lítið skyggni var þegar óhöppin urðu. -th ELDSVOÐI Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi um klukkan átta á mánu- dagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kind- ur drápust líka. Í tækjageymsl- unni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðs- stjóra í Ólafsvík, töluverð verð- mæti. „Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt.“ Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. „Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu,“ sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. „Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járn- plötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl,“ sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. „Rok- ið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sum- ar brunnar í framan, blindar.“ Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðs- menn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til „eins og hundur að hrista sig.“ Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. „Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við,“ sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. „Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég,“ sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kind- ur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu velt- andi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. olikr@frettabladid.is Hnífsárás í Svíþjóð: Myrti barn og konu SVÍÞJÓÐ Ungur maður myrti átta ára dreng og tæplega sextuga konu þegar hann réðist á þau, vopnaður hníf, í Linköping í Sví- þjóð snemma í gærmorgun. Árásarmaðurinn skar drenginn svo illa að hann var látinn þegar hann kom á sjúkrahús. Konan var enn lifandi þegar hún kom á sjúkrahús og reyndu læknar hvað þeir gátu til að bjarga lífi hennar. Það tókst ekki og lést hún nokkrum klukkutímum síðar. Um það bil hundrað lögreglu- menn leituðu manns á þrítugs- aldri í gær. Ekki er vitað hvers vegna hann réðst á fólkið. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Er rétt að auka álögur á áfengi í heilsuvarnarskyni? Spurning dagsins í dag: Eiga kennarar á undanþágu í verkfall- inu að fá laun samkvæmt ráðningar- samningi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 67.76% 32.24% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Kajakleiðangurinn: Myndir björguðust KAJAKLEIÐANGUR Nú er ljóst, að fjöldi mynda sem fjórir þátttak- endur í kajakleiðangri tóku í rúm- lega 900 kílómetra róðri við austurströnd Grænlands bjargað- ist, að sögn Baldvins Kristjáns- sonar leiðangursstjóra. Búnaðurinn varð allur eftir í bát sem bilaði er verið var að sækja leiðangursmenn eins og menn muna. Baldvin segir nú vitað að tölva leiðangursmanna hafi ekki blotn- að. Í henni er fjöldi stafrænna mynda, sem teknar voru í ferð- inni. Þá bjargaðist eitthvað af öðr- um tæknibúnaði mannanna, þar á meðal myndavél Baldvins, en heildarverðmæti búnaðarins nem- ur alls um 2,5 milljónum króna. - jss Komið í veg fyrir hryðjuverk á Spáni: Sprengja átti dómshús SPÁNN, AP Lögreglan leysti upp hóp róttækra múslima sem áformað höfðu að sprengja upp dómshús í Madríd á Spáni, þaðan sem rann- sókn á íslömskum hryðjuverka- samtökum er stjórnað. Sjö grunaðir voru handteknir á mánudag og einn til viðbótar í gær. Flestir eru Alsírbúar og höfðu sumir þeirra tengsl við hernaðarsamtök annars staðar í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástr- alíu. Talið var að hópurinn hyggðist sprengja vöruflutningabíl, hlað- inn 500 kílóum af sprengiefni, í loft upp fyrir utan dómshúsið sem stendur við fjölfarna götu í mið- borg Madrídar. ■ STÓRSLYSALAUST Í BORGINNI Umferðin gekk stóráfallalaust fyrir sig í hvassviðrinu í Reykja- vík í gær. Nokkrir minni árekstr- ar urðu en að sögn lögreglu er eins og ökumenn aki varlegar þegar veður er svona slæmt. Lög- reglan í Hafnarfirði og Kópavogi hafði sömu sögu að segja. LOGN Á PATREKSFIRÐI „Hér er logn, sól og sléttur sjór,“ sagði lögreglan á Patreksfirði við Fréttablaðið í gærkvöldi. Að sögn lögreglu hafa bæjarbúar sloppið við vindstrenginn sem gengið hefur um sunnan- og vestanvert landið. Skýringin er sú að í norð- anátt er veður yfirleitt gott á þessum slóðum. Kindur hlupu logandi út meðan slökkvilið starfaði Talið er að á sjöunda hundrað fjár hafi brunnið inni í eldsvoða á bænum Knerri á sunnanverðu Snæfellsnesi á mánudagskvöld. Mikið eignatjón varð þegar hlaða, fjárhús og skemma með fjölda tækja urðu eldi að bráð. Slökkvistarfi lauk í gær. VIÐ ÚTIHÚSIN Á KNERRI Dauðar kindur voru fyrir utan útihúsin á Knerri á Snæfellsnesi, en þar kviknaði í út frá heyi á mánudagskvöldið. Talið er að á sjöunda hundrað fjár hafi brunnið inni í eldsvoðanum. DAGINN EFTIR Reykur lá yfir og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerð- um á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R BALDVINKRISTJÁNSSON Fær myndavélina sína aftur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.