Fréttablaðið - 20.10.2004, Side 11
11MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004
ÓHLÝÐNAST HERMENN? Yfir-
menn ísraelska hersins óttast að
fjöldi hermanna neiti að gegna
skyldum sínum við að flytja land-
tökumenn á brott frá byggðum á
Gaza sem stendur til að yfirgefa.
Þeir óttast að hermennirnir verði
við ákalli ýmissa trúarleiðtoga
gyðinga sem eru mjög harðir í
andstöðu sinni við áætlun Ariels
Sharon forsætisráðherra.
FYRSTUR TIL AUSTURRÍKIS Moshe
Katzav, forseti Ísraels, varð í
gær fyrsti þjóðarleiðtogi Ísraels
til að koma í opinbera heimsókn
til Austurríkis. Markmið heim-
sóknarinnar er að auka viðskipti
landanna en Katzav heimsótti
líka einangrunarbúðirnar í Maut-
hausen þar sem tugþúsundir gyð-
inga létust.
■ ÍSRAEL
JERÚSALEM, AP Leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Ísrael, Shimon
Peres, hefur varað við því að öfga-
menn úr röðum Gyðinga gætu
reynt að ráða Ariel Sharon for-
sætisráðherra af dögum. Ástæðan
er sögð vera fyrirætlanir Sharons
um að draga herlið sitt til baka frá
Gaza svæðinu á næsta ári.
Sharon stendur frammi fyrir
aukinni mótspyrnu gegn þessum
áætlunum og munu þúsundir
landnema þurfa að yfirgefa
heimili sín, 8.200 á Gaza svæðinu
og sex hundruð á fjórum litlum
svæðum á Vesturbakkanum.
Shimon Peres sagði að ástandið
nú væri um margt líkt því sem
var fyrir um áratug þegar þáver-
andi forsætisráðherra, Yitzhak
Rabin, varð fyrir miklu aðkasti
harðlínumanna vegna friðarvið-
ræðna hans við Palestínumenn.
Rabin var ráðinn bani 1995.
Sharon var á meðal þeirra sem
gagnrýndi friðarviðræður Rabin
við Palestínumenn 1995 og baðst
nýlega afsökunar vegna yfirlýs-
inga sem hann kom fram með op-
inberlega þá. ■
Peres segir öfgamenn vilja ráða Sharon af dögum
Sharon sagður í hættu
ARIEL SHARON
FORSÆTISRÁÐHERRA ÍSRAELA
Shimon Peres hefur varað við því að líf
Sharons gæti verið í hættu því hugsanlega
gætu öfgamenn reynt að ráða hann af
dögum.
Ósáttir síkhar
í Frakklandi:
Kærðu
stjórnvöld
FRAKKLAND, AP Þrír síkhar hafa
stefnt frönskum stjórnvöldum
vegna banns við trúartáknum í
skólum landsins. Síkharnir eru
ósáttir við að fá ekki að bera túr-
bana sína og vonast til að niður-
staðan verði sú að stjórnvöldum
hafi verið óheimilt að setja lögin.
Samkvæmt banninu mega
hvorki nemendur né kennarar
bera áberandi trúartákn í skólum.
Bannið var sett til að fá íslamskar
stúlkur til að fella slæðuna sem
þær bera en túrbanar sikha, koll-
húfur gyðinga og stórir kristnir
krossar eru einnig bannaðir. ■
Í ÁTÖPPUNARVERKSMIÐJU COKE
Coca-Cola fyrirtækið verður að hætta starf-
semi sem Evrópusambandið telur sam-
keppnishamlandi.
Samkeppnismál:
Coke semur
sig frá sekt
BELGÍA, AP Margra ára langri deilu
Evrópusambandsins og Coca-Cola
fyrirtækisins lauk með samkomu-
lagi sem kynnt var í gær. Sam-
kvæmt því þarf fyrirtækið ekki að
greiða sektir en verður þess í stað
að draga úr þeirri starfsemi sem er
talin hamla samkeppni.
Fyrirtækið þarf að hætta að
semja um einkarétt á gosdrykkja-
sölu í ákveðnum búðum og veit-
ingastöðum auk þess sem fyrirtæk-
ið verður að heimila verslunum að
setja gosdrykki frá öðrum fram-
leiðendum í kæliskápa sem eru
merktir fyrirtækinu. Samkomu-
lagið verður lagalega bindandi og
Coca-Cola skaðabótaskylt fari það
ekki eftir því. ■
Þriðja kynslóð farsíma:
Útboð eða
uppboð
STJÓRNMÁL Sturla Böðvarsson, sam-
gönguráðherra mælti fyrir frum-
varpi á Alþingi í gær þar sem gert
er ráð fyrir að tíðnir svokallaðrar
3. kynslóðar farsíma verði boðnar
út. „Þar sem tíðnirófið er takmörk-
uð auðlind er mikilvægt að beita
hlutlægum mælikvarða þegar um-
sóknir eru metnar og að skilyrði
sem fullnægja þarf verði ákveðin
fyrir fram. „
Björgvin G. Sigurðsson Sam-
fylkingu sagðist telja uppboð
heppilegra en útboð vegna tor-
tryggni sem væri ríkjandi í garð
stjórnmálamanna. - ás