Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 17
17MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004
■ ALÞINGI
eins marga miða og við getum.
Flugsæti og hótelherbergi bjóða
ekki upp á mikið meira og það
gæti skapast öngþveiti fyrir utan
staðina ef gestirnir væru fleiri.“
Hann bendir á að góðir tónleika-
staðir í miðborg Reykjavíkur séu
ekki mjög margir en þeim hafi þó
fjölgað og aðstaða batnað. Engu
að síður er mikilvægt að þróa há-
tíðina frá ári til árs. „Hún þarf að
verði betri í ár en í fyrra. Áhug-
inn dofnar ef
boðið er upp á
það sama og
árið áður.“
Erfitt er að
meta peninga-
lega veltu
Iceland Air-
waves en hún
er talsverð.
Einföld marg-
földun á miða-
verði (5.000) og
g e s t a f j ö l d a
(2.500) sýnir að
tólf og hálf
milljón fæst í
kassann. En kostnaðurinn er mik-
ill og víða liggja verðmæti sem
erfitt er að meta í krónum og aur-
um. Þorsteinn segir sveiflurnar í
afkomunni litlar. „Þetta hefur
legið þægilega öðru hvoru megin
við núllið. Það er aldrei mikill af-
gangur og aldrei rosalegt tap.“
Rokkborgin Reykjavík
Þátttaka Icelandair í Iceland
Airwaves stafar ekki bara af
rokkáhuga stjórnenda félagsins.
Hátíðin er liður í markaðssetn-
ingu Íslands, og þá sér í lagi
Reykjavíkur, sem spennandi
áfangastaðar utan háannatíma.
„Við höfum unnið að þróun
ímyndar Reykjavíkur sem
hressilegrar og skemmtilegrar
borgar með tengsl við náttúr-
una,“ segir Guðjón Arngrímsson,
upplýsingafulltrúi Icelandair.
„Liður í því er
að búa til við-
burði til að
styrkja þessa
ímynd. Við
bæði auglýsum
Iceland Air-
waves sérstak-
lega og fáum
umfjöllun í fjöl-
miðlum. Af-
raksturinn er
því tvíþættur,
annars vegar
fáum við ferða-
menn til að
koma á hátíðina
sjálfa og hins vegar er þetta
tækifæri til að koma Íslandi og
Reykjavík á framfæri í gegnum
fjölmiðla.“
Guðjón segir árangurinn þeg-
ar góðan, umfjöllunin hafi verið
mikil og að mestu jákvæð.
„Reykjavík hefur orðið sterka
ímynd sem borg áhugaverðrar
tónlistar og þar er svo sem fleiru
að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós.
En Iceland Airwaves þykir öðru-
vísi og sérkennileg og það er ein-
mitt það sem við erum að sækj-
ast eftir. Að auki hefur farþega-
fjöldinn vaxið með árunum og
hátíðin hefur náð eyrum fólks
utan Bandaríkjanna og Bret-
lands. Nú koma gestir einnig frá
Skandinavíu, Þýskalandi og víð-
ar af meginlandi Evrópu.“
bjorn@frettabladid.is
GUÐJÓN
ARNGRÍMSSON
„Iceland Airwaves
þykir öðruvísi og
sérkennileg.“
ÞORSTEINN
STEPHENSEN
„Gæti skapast
öngþveiti ef gestirnir
yrðu fleiri.“
■ EVRÓPA
SAUTJÁN ÁKÆRÐIR Ítalskur dóm-
ari hefur gefið út ákæru á hend-
ur sautján meintum meðlimum
Rauðu herdeildarinnar sem eru
sakaðir um að eiga þátt í morðinu
á ráðgjafa ríkisstjórnarinnar.
Morðið var fyrsta árás þessara
vinstrisinnuðu skæruliða í ára-
tug, en herdeildirnar hafa haldið
sig til hlés á undanförnum árum.
ENN EYKST SPENNAN Sprengja
sprakk á skrifstofu samtaka
sem styðja stjórnarandstæðing-
inn Viktor Júsjenko sem berst
við forsætisráðherrann Viktor
Janúkovitsj um forsetaembætt-
ið. Stuðningsmenn Júsjenko
hafa ítrekað kvartað undan of-
sóknum stjórnvalda og varð
sprengingin til að auka enn á
spennuna.
SKIPAN HÆSTARÉTTARDÓMARA
Fjórtan þingmenn Samfylkingar-
innar hafa lagt fram frumvarp til
laga um að samþykki tveggja
þriðju hluta Alþingismanna þurfi
til skipunar hæstaréttardómara.
Er gert ráð fyrir að forseti Íslands
skipi dómara samkvæmt tillögu
forsætisráðherra sem beri síðan
skipanina undir alþingi.
LÖGBIRTINGUR BARA Á NETINU
Dómsmálaráðherra hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi þar sem
lagt er til að hætt verði með öllu
við prentaða útgáfu Stjórnar-
tíðinda og Lögbirtingablaðsins og
blaðið framvegis aðeins birt á
netinu. Undanfarin ár hafa þeir
sem þess hafa óskað getað nálgast
blöðin prentuð.
STJÓRNMÁL Meta á stöðu varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli út
frá hernaðarlegum fremur en
efnahagslegum forsendum sam-
kvæmt tillögum framtíðarhóps
Samfylkingarinnar. Jón Gunnars-
son, þingmaður Samfylkingarinn-
ar og fyrrverandi Alþýðuflokks-
maður af Suðurnesjum, segir að
sú tillaga að Íslendingar taki að
sér rekstur flugvallarins í vax-
andi mæli valdi sér ekki áhyggj-
um. „Það sem ég er hræddastur
við er sú þögn og feluleikur sem
hefur verið ríkjandi. Þeir fjöl-
mörgu sem vinna á vellinum vilja
vita hvar þeir standa.“
Jón bendir á að ekki sé gert ráð
fyrir uppsögn varnarsamnings-
ins. „Við þurfum að vita á hvaða
leið við erum til þess að geta
brugðist við.“
Alþingismaðurinn segir að
ræða þurfi við Bandaríkjamenn.
„Kannski vilja þeir uppfylla varn-
arsamninginn með öðrum hætti
en að hafa til dæmis orustuþot-
urnar hérna, en það er betra að
vita það en að lifa í óvissu. Hætt-
an er sú að Bandaríkjaþing skrúfi
fyrir allar fjárveitingar og her-
stöðinni sé sjálflokað.“ - ás
JÓN GUNNARSSON
„Hvort heldur sem eru gamlir Alþýðu-
flokks- eða Alþýðubandalagsmenn vilja
þeir fyrst og fremst hreinar línur“.
Suðurnesjakratar um herinn:
Allt annað en kyrrstöðu