Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 23

Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004 Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Til þess að ná góðum tökum á tungumáli er nauðsynlegt að dveljast í því landi þar sem tungumálið er talað. Stúdentaferðir eru í samstarfi við málaskóla um allan heim og bjóða þeir nám jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Málaskólar eru fyrir fólk á öllum aldri. Sérstök námskeið í boði fyrir 13 - 16 ára. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Karl Frímannsson segist leitast við að glæða skilning frekar en að fordæma. Kennslustefna Hrafnagilsskóla: Hegðunarvandi í lágmarki „Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar,“ segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafna- gilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerð- armenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð. „Við öll sem komum að skólastarfinu, hvort sem það eru nemendur, kenn- arar, foreldrar og aðrir, höfum þá sameiginlegu sýn að gera þessa hugsun hluta af okkar daglega starfi,“ segir Karl. Daglega er haldin samverustund með nemendum í 1. til 7. bekk en vikulega með eldri bekkjunum þar sem visst efni er tekið til umræðu, og tengist það ætíð grunnhugmynd- um stefnunnar. „Nemendur eru þar með sitt efni til flutnings og er séð til þess að allir fái tækifæri til að koma fram. Fyrir vikið hefur öll tregða og feimni orðið að engu þar sem virðing fyrir öðrum er í háveg- um höfð,“ segir Karl og jafnframt að haldnir séu bekkjarfundir þar sem nemendum gefst kostur á að tjá sig og skoðanir sínar og hverj- um og einum gefið rými og hljóð til að tala. „Við leitumst við að glæða skiln- ing frekar en að fordæma og beit- um engum hótunum eða ógnun í skólastarfinu,“ segir Karl. Ef upp koma vandamál er ekki tekið á þeim með fingurinn á lofti eins og Karl orðar það heldur taka skóla- yfirvöld ásamt málsaðilum á mál- um í sameiningu. „Við örvum fram- lag nemenda í öllum málum og vilj- um fá frá þeim tillögur. Ef upp koma vandamál þá gefum við þeim tækifæri til að bæta hegðun sína með því að fá þau með í ákvarðana- töku. Ef við eflum skilning þá breytum við hegðun miklu frekar. Þetta er svo sem engin töfralausn en við sjáum að hegðunarvandi er í lágmarki. Fyrst og fremst er þetta okkar leið til að takast á við hið daglega starf,“ segir Karl. „Að vissu leyti erum við að koma inn þeim þáttum sem lýðræð- ið byggir á, þar sem við þurfum að sýna umburðarlyndi og bera virð- ingu fyrir lögum og reglum,“ segir Karl en vill benda á að enn sé stefn- an í mikilli þróun og sé fjarri því að vera endanleg. „Við viljum flýta okkur hægt og lítum því ekki á þetta sem eitthvert átaksverkefni heldur hluta af okkar daglega lífi,“ segir Karl. kristineva@frettabladid.is Leikmannaskóli kirkjunnar: Sköpun og samkynhneigð Hvað segir Gamla testamentið um sköpunina? er heiti námskeiðs Leik- mannaskóla Þjóðkirkjunnar sem hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Í því er fjall- að um texta Gamla testamentsins sem fjalla um sköpunina. Kennari er Kristinn Ólason guð- fræðingur. Gerð verður tilraun til að svara spurningunni um gildi eða hlutverk slíkra texta í nútíman- um þar sem hugmyndir manna um tilurð heimsins byggjast á vísinda- legum rannsóknum. Daginn eftir, 27. október, hefst námskeið þar sem fjallað er um af- stöðu kirkjunnar til samkynhneigð- ar. Kennari á námskeiðinu er dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræð- ingur og siðfræðingur. Á námskeiðinu verður fjallað um opinbera afstöðu lúthersku kirknanna til samkyn- hneigðar og hugað að helstu forsendum og rökum sem þar skipta máli. Einnig verður fjallað um frjálslyndari við- horf innan kristinnar siðfræði sam- tímans til sama málefnis. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef skólans, www.kirkj- an.is/leikmannaskoli.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.