Fréttablaðið - 20.10.2004, Side 29

Fréttablaðið - 20.10.2004, Side 29
Alþjóðlegur beinverndardagur Alþjóðlegur beinverndardagur er haldinn 20. október ár hvert. Á hverju ári er dagurinn helgaður sértæku efni sem tengist bein- þynningu. Yfirskrift beinverndar- dagsins í ár er Karlar og bein- þynning. Beinvernd mun, í sam- starfi við alþjóða beinverndar- samtökin IOF, vera með átak í til- efni dagsins til að auka vitund um beinþynningu meðal karla. Nýr bæklingur um karla og beinþynn- ingu kemur út auk fréttabréfs sem helgað er þessu málefni sér- staklega. Beinvernd bendir körl- um á að það eru margir þættir sem geta haft áhrif á beinin s.s. erfðaþættir, reykingar, óhófleg áfengisneysla, hreyfingarleysi, næring sem ekki inniheldur nægj- anlegt kalk og D-vítamín, seinkað- ur kynþroski og aðrir sjúkdómar. Auk þess getur notkun ákveðinna lyfja s.s. sykurstera einnig valdið beinþynningu. Svarið spurningum í áhættuprófi um beinþynningu sem er að finna á vef Beinvernd- ar, www.beinvernd.is og kannið hvort þið eruð í áhættuhópi! Hér á landi er talið að rekja megi um 1.000-1.200 brot til bein- þynningar á ári hverju. Algeng- ustu brotin eru framhandleggs- brot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmarbrot, sem eru alvarleg- ust. Sjúkdómurinn er stundum nefndur „hinn þögli faraldur“ vegna þess að einkenni hans koma oft ekki í ljós fyrr en við beinbrot. Brotatíðni er mismunandi eftir löndum hjá körlum og konum, en álagið og þjáningarnar sem brotin valda eru að aukast vegna þess að fólk lifir nú að jafnaði lengur en áður og þar af leiðandi eru fleiri aldraðir í heiminum sem hafa til- hneigingu til að brotna. Beinbrot vegna beinþynningar eru kostnað- arsöm, bæði hvað varðar þjáningu þeirra sem fyrir þeim verða og vegna meðferðar og umönnunar Tiltölulega auðvelt er að greina beinþynningu með svokölluðum beinþéttnimælum, sem er góður mælikvarði á brotahættu, líkt og blóðþrýstingur og blóðfitur segja fyrir um áhættuna á kransæða- stíflu eða heilablóðfalli. Full- komnir beinþéttnimælar, svokall- aðir DEXA-mælar, eru á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, en hægt er að fara í „minni“ mælingu sem gefur vís- bendingu um beinhaginn hjá Lyfju, Gigtarfélagi Íslands, Gigt- sjúkdómadeild LHS og hjá Bein- vernd. Auk þess hefur Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi yfir að ráða handarmæli sem einnig gefur vísbendingu um ástand beinanna. Beinþynningu er hægt að meðhöndla með sértæk- um lyfjum, auk D-vítamíns og kalks. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmassann. Lífshættir og erfðaþættir ráða að miklu leyti þéttni og styrk beina. Þess vegna er mikilvægt að forvarnarstarf sé öflugt og nauðsynlegt er að tryggja forvörnina alla ævi. Þar skiptir hvað mestu máli reglu- bundin líkamleg hreyfing og mataræði sem inniheldur D- vítamín og kalk. Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar. 21MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004 Kosið um laun kennara Þegar Bandaríkjamenn ganga til kosninga 2. nóvember næst- komandi fá þeir tækifæri til að kjósa um fleira en forseta og þingmenn. Það er misjafnt eftir ríkjum um hvaða málefni verð- ur kosið. Í Washington-ríki eru laun grunnskólakennara meðal þess sem kosið verður um. Lögð hefur verið fram tillaga um að söluskattur í ríkinu verði hækk- aður um eitt prósent og að af- raksturinn verði notaður til menntamála. Samkvæmt tillög- unni á að nota þennan nýja sjóð meðal annars til að hækka laun grunnskólakennara, fækka nemendum í bekkjum og auka sér- kennslu í grunnskól- um. Í kosn- ingunum 2. n ó v e m b e r n æ s t k o m - andi fá íbú- ar Was- hington-rík- is tækifæri til að sýna afstöðu sína til menntamála með því að annað hvort styðja þessa tillögu eða hafna henni. Það verður athyglisvert að fylgjast með afstöðu íbúa hér til þessara mála. Fyrirhugaðar skattalækk- anir á Íslandi munu hafa lítil áhrif á tekjulægri landsmenn. Á sama tíma og til stendur að lækka skatta eru grunnskóla- kennarar að reyna að ná fram réttlátum kjörum. Svo virðist sem mikil tregða sé fyrir hendi hjá sveitarfélögum að ganga til samninga við kennara og ríkis- stjórnin kemur ekki enn að þessu erfiða máli. Því þótti mér vel við hæfi að vekja athygli á þeirri tillögu sem fyrir liggur hér vestra um að hækka sölu- skattinn og skapa þar með svig- rúm til að bæta skólastarf. Fyr- ir mig sem verðandi foreldri í íslenskum grunnskóla skipta kjör kennara á Íslandi mjög miklu máli. Ég sendi kennurum á Íslandi baráttukveðjur og vona að stjórnvöld sjái sóma sinn í að ganga til samninga við kennara sem allra fyrst. Höfundur er doktorsnemi í Seattle í Bandaríkjunum. SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit- stjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. REKSTUR 2004 21.-22. OKTÓBER Í FÍFUNNI Í KÓPAVOGI FIMMTUDAGURINN 21. OKTÓBER - DAGUR 1 SALUR 1 Spyrill: Hörður Vilberg Kl. 11.00 Jákúb Jakobsen, stofnandi Rúmfatalagersins. Kl. 13.00 Setningarathöfn ÁVÖRP Valgerður Sverrisdóttir - Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ingimundur Sigurpálsson - formaður Samtaka atvinnulífssins Gunnar I. Birgisson - formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar Kl. 14.30 Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs Kl. 16.00 Elín Sigfúsdóttir - framkvæmdastjóri Landsbanka SALUR 2 Kl. 11.00 Sálfræði sölunnar IMG Kl. 14.00 Rætt, frætt og bætt Endurmenntun HÍ Kl. 15.00 Mismunandi félagsform - Hvað hentar hverjum Deloitte Kl. 16.05 Einkaráðgjöf (executive coaching) IMG Guðrún Högnadóttir, M.H.A. Kl. 17.00 Horfur með gengi íslensku krónunnar Landsbanki Íslands. SALUR 3 Kl. 11.15 Bókhaldskerfi með innbyggðum Fyrirtækjabanka Landsbanki Íslands Kl. 14.15 Náðu árangri með okkur - Vöruþróun Impra - Nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun Kl. 15.15 Innleiðing gilda í fyrirtækjum Stjórnendaskóli HR Kl. 16.15 Vörustjórnun til hagræðingar Vöruhótelið Kl. 17.10 Frammistöðugreining - Uppruni umframávöxtunar? Ráðgjöf og Efnahagsspár Kl. 17.35 Kostir virkrar áhættustýringar Ráðgjöf og Efnahagsspár FÖSTUDAGURINN 22. OKTÓBER - DAGUR 2 Salur 1. Spyrill: Páll Magnússon Kl. 13.00 Jón Helgi Guðmundsson - forstjóri Norvíkur Kl. 14.30 Hannes Smárason - stjórnarformaður Flugleiða Kl. 16.00 Skarphéðinn Berg - stjórnarformaður Norðurljósa SALUR 2 Kl. 11.00 Eignarhaldsfélög erlendis og starfsemi Landsbankans í Luxemborg Deloitte Kl. 13.05 Innleiðing gilda í fyrirtækjum Stjórnendaskóli HR Kl. 14.00 Frá fjárhagskerfum til iðntölva - og allt þar á milli ANZA Kl. 15.00 Stefnumiðað árangursmat IMG Að stjórna árangri Kl. 16.00 Bókhaldskerfi með innbyggðum Fyrirtækjabanka Landsbanki Íslands Kl. 17.00 Notkun lífstílshópa í markaðsstarfi IMG SALUR 3 Kl. 11.10 Frammistöðugreining - Uppruni umframávöxtunar? Ráðgjöf og Efnahagsspár Kl. 11.35 Kostir virkrar áhættustýringar Ráðgjöf og Efnahagsspár Kl. 13.15 Háspenna - Þennsluhætta. Hvað þolum við mikinn hagvöxt? Landsbanki Íslands Kl. 14.15 Berðu þig saman við þá bestu - hagnýt viðmið Impra - Nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun Kl. 15.15 Rauntímaupplýsingar af fjármálamarkaði Mens Mentis Kl. 16.15 Hitaþægindi - fjarvist starfsmanna Verkfræðistofan Verkvangur Kl. 17.15 Klæðnaður og atvinnulífið Sævar Karl KAUPSTEFNA FYRIR STJÓRNENDUR ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Yfir 70 sýnendur 24 örnámskeið og kynningar 6 viðtöl við áhrifafólk í íslensku viðskiptalífi 4500 m2 Sýningarsvæði FIMMTUDAGUR KL. 10.00 - 18.00 FÖSTUDAGUR KL. 10.00 - 18.00 • SKRÁNING Á WWW.REKSTUR2004.IS ÞÁTTTÖKUGJALD (Passar gilda báða dagana inn á öll svæði): Stakur passi kr.5900 Tveir passar saman kr.8500 (kr.4250 á mann) Fimm passar saman kr.14.900 (kr.2980 á mann) MARTA DANÍELSDÓTTIR DOKTORSNEMI HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR UMRÆÐAN BEINVERND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.