Fréttablaðið - 20.10.2004, Page 46
38 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Nýr Bingóþáttur undir stjórn
Villa Naglbíts hefur göngu sína á
Skjá einum um næstu helgi. Þátt-
urinn verður um margt óvenju-
legur en auk hins hefðbundna
bingós getur fólk brugðið á leik í
von um að hreppa stóra vinninga.
„Þetta verður eiginlega svona
stuðbingó með hröðum takti eða
kannski furðulegt fjölskyldubingó
eða bara brjálað bingó,“ segir
Villi sem hefur verið að vinna að
þættinum síðustu vikurnar. „Ég
mun bæði draga út tölur og búa
þær til með ýmsum hætti.“
Bingóþátturinn er að öllu leyti
ókeypis. Þátttakendur prenta út
eins mörg bingóspjöld og þeir
vilja sem þeir sækja inn á heima-
síðu Skjás 1, s1.is. Á hverju
spjaldi eru þrjár raðir og í hverri
röð eru fimm tölur. Fyrst er spilað
um eina röð lárétt, því næst tvær
raðir lárétt og í lokaleiknum er
spilað um allar raðirnar þrjár.
Þeir sem fá bingó hringja svo í
Villa. „Þeir sem ná í gegn þurfa að
velja úr happakössum. Inni í þeim
eru allskyns vinningar, allt frá
Playstation-tölvum og DVD-spil-
urum niður í sokka og trommu-
kjuða,“ útskýrir Villi en þar með
er sagan ekki öll. „Síðan vel ég
eitthvað meira handa sigurvegur-
unum og þeir verða allir leystir út
með haug af vinningum. Þetta eru
bæði flottir og mjög fyndnir vinn-
ingar.“
Aðalvinningurinn í hverjum
þætti er notaður bíll. „Sá sem fær
bingó í lokaleik hvers þáttar fær
að snúa lukkuhjóli og hreppir bíl í
verðlaun. Þetta eru mjög spes bíl-
ar,“ segir Villi en vill þó ekki gefa
meira upp um glæsikerrurnar að
sinni.
Þeir keppendur sem ekki
hreppa vinning í bingóinu geta
alltaf reynt að fara aðra leið. „Í
hverjum þætti verður einn þátt-
takandi sem sækir um og segir
hvað hann langar í. Ef hann er síð-
an tilbúinn að láta tattúera mynd
af hlutnum á sig fær hann hann í
vinning. Þátttakandinn velur hlut-
inn alveg sjálfur og ef hann lang-
ar til dæmis í tvöfaldan amerísk-
an ísskáp reynum við að græja
það,“ segir Villi og bætir við. „Það
er upplagt fyrir fjölskylduna að
sitja saman fyrir framan skjáinn
og hreppa góða vinninga fyrir alla
fjölskyldumeðlimi.“
kristjan@frettabladid.is
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
... fær Hafdís Kristjánsdóttir fyrir
að gera sér lítið fyrir og sigra í
magadanskeppni í Tyrklandi,
þrátt fyrir litla þekkingu á því
sviði.
HRÓSIÐ
Óttast að Bush
hafi þetta
„Ég vona hjartanlega
að Kerry vinni en ég
óttast að Bush hafi
þetta á endasprettin-
um. Kerry hefur öll
málefnin með sér.
Hann hefur lausnir og
þekkingu á efnahags-
málum og er fordóma-
laus í garð umheims-
ins, á meðan endur-
kjör Bush fæli í sér
vond tíðindi, ekki að-
eins fyrir Bandaríkin og Mið-Austurlönd, heldur heim-
inn allan. Bush minnir meira á heimóttarlegan hér-
aðspólitíkus en heimsforingja. Hann virðist í gíslingu
mjög hægrisinnaðra harðtrúarmanna sem líta heiminn
allt öðrum augum en flestir aðrir sem í honum búa.“
Stríðsforsetinn vinnur
„Ég segi Bush. Hann er stríðsforseti. Bandaríkjamenn
eru í eðli sínu íhaldssamir og eru ekki mikið fyrir að
breyta. Ég held að
þrátt fyrir allar
hörmungarnar í
Írak muni Amer-
í k u m a ð u r i n n
segja þegar inn í
kjörklefann er
komið: „Ég veit
hvað ég á og ég
veit að Bush er að
taka á hryðjuverk-
um.“ Persónulega
hefði ég verið til-
búinn að taka
áhættu og gefa
Kerry tækifæri.“
Sami forseti
og nú
„Að fenginn
reynslu úr síðustu
forsetakosningum
má ætla að næsti
forseti verði sá
sami og nú, þar
sem afar mjótt
virðist vera á
mununum og
þegar svo er virð-
ast líkur á því að
pendúllinn svei-
flist yfir til Bush.
Mér finnst Kerry
vera óttalegur
spýtukall en mið-
að við það ástand sem Bush er búinn að steypa heim-
inum í held ég að Kerry geti ekki orðið verri.“
HVER VERÐUR NÆSTI FORSETI BANDARÍKJANNA?
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
formaður Samfylkingarinnar
INGVI HRAFN JÓNSSON
útvarpsmaður
HILDUR HELGA SIGURÐAR-
DÓTTIR blaðamaður
„Ég get ekki neitað því að hafa gert
þetta. Börnin mín fengu taugaáfall
þegar þau sáu augýsinguna,“ segir
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og
fyrrverandi alþingismaður, sem les
inn á sjónvarpsauglýsingu fyrir
bílaumboðið KIA. „Mér fannst
þetta svolítið fríkað og skemmti-
legt en ég veit ekki einu sinni
hvernig þessir bílar líta út. Ég
gerði þetta fyrir gamlan vin minn
Pétur Kjartansson sem flytur þessa
bíla inn.“
Það brá mörgum í brún við að
heyra auglýsinguna og velta sumir
því fyrir sér hvort gamli komminn
sé kominn á sveif með kapítalistun-
um. „Gamlir kommar eiga líka bíla
og það er hugsjón þeirra að allir
eigi góða bíla,“ segir Guðrún hlæj-
andi. „Ég hef nú ekki fylgst með því
hvort söluaukning hafi orðið á bíl-
unum en ég hef ekki fengið tilboð
um að lesa inn á fleiri auglýsingar.“
Guðrúnu finnst ekki mikið til
nýja starfsins koma og ætlar ekki
að leggja auglýsingalestur fyrir
sig. „Upptökumennirnir voru samt
frekar ánægðir með mig. Sögðu að
ég hefði gert þetta á stuttum tíma
og staðið mig vel,“ segir Guðrún
hlæjandi. „Þetta var nógu vitlaust
til að hægt væri að hafa gaman af
þessu.“ ■
GUÐRÚN HELGADÓTTIR Rithöfundurinn og fyrrverandi alþingismaðurinn les inn á bíla-
auglýsingu fyrir KIA-umboðið.
Gamall kommi auglýsir bíla
– hefur þú séð DV í dag?
Strokufanginn
gekk berserks-
gang á Dominos
Lögreglan sagði hann
ekki hættulegan
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Áfengi.
Fangelsinu á Skólavörðustíg.
Við Ægisíðu.
BINGÓ VILLI Vilhelm Anton Jónsson byrjar með nýjan bingóþátt á sunnudagskvöldið á Skjá einum. Þátturinn verður með furðulegasta móti.
VILLI NAGLBÍTUR: BYRJAR MEÐ NÝJAN SJÓNVARPSÞÁTT Á SUNNUDAGINN
Furðulegt fjölskyldubingó
Lárétt: 2 sælgætistegund, 6 belti, 8
frostskemmd, 9 biblíunafn, 11 í röð, 12
afla, 14 karlfugl, 16 skóli, 17 ílát, 18
hjúpur, 20 samhljóðar, 21 spil.
Lóðrétt: 1 undirstaða, 3 jökull, 4 borg
til forna, 5 rödd, 7 senumann, 10 læti,
13 eins um r, 15 jörp meri, 16 tafllok,
19 frá.
Lausn
Lárétt: 2mona,6ól,8kal,9lea,11st,
12fiska,14karri,16ma,17ker, 18ára,
20tp,21tafl.
Lóðrétt: 1gólf, 3ok,4nasaret,5alt,7
leikara,10asa,13krk,15irpa,16mát,
19af.