Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 4
4 25. október 2004 MÁNUDAGUR VIÐSKIPTI Flestar uppgreiðslur á lánum Íbúðalánasjóðs koma frá sparisjóðunum, eða 32,5 prósent allra uppgreiðslna lána. Upplýsingar um uppgreiðslur frá einstökum lánastofnunum eru fengnar úr svari Íbúðalána- sjóðs við fyrirspurn sem Jó- hanna Sigurðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi sjötta þessa mánaðar. Næstflestar uppgreiðslur koma frá KB banka, eða 29,5 prósen. Lestina reka svo Landsbankinn með 19,5 prósent uppgreiðslna og Íslandsbanki með 18,5 pró- sent. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands, taldi óvarlegt að ætla að gefa sér eitt- hvað um mögulega þróun á bankamarkaði út frá þeim tölum Íbúðalánasjóðs um uppgreiðslur sem birtast í svarinu til Jóhönnu. „Þessar tölur koma mér spán- skt fyrir sjónir og þarf að skoða eitthvað betur áður en hægt verður að draga af þeim ein- hverjar ályktanir,“ sagði Tryggvi Þór, en hingað til hefur verið talið að KB banki ætti langstærsta hlutdeild í endur- fjármögnun íbúðalána. Íbúðalánasjóður segist í svar- inu ekki hafa forsendur til að segja til um hugsanleg áhrif aukinnar samkeppni á hlutdeild sjóðsins í nýjum lánum, en hugsanlega megi greina þróun- ina þegar frekari upplýsingar liggi fyrir hjá öðrum opinberum aðilum, svo sem Fasteignamati ríkisins og Seðlabankanum. - óká SPRENGJUÁRÁS Stefán Gunnars- son, friðargæsluliði í Afganist- an, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfs- morðsárásina í Kabúl í Afganist- an á laugardag. Arnór Sigur- jónsson, skrifstofustjóri Ís- lensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkra- húsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslend- ingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. „Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merkt- um bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstak- lega,“ segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlants- hafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennis- klæddir og þess vegna sé hugsan- legt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræð- ingar sem sjái um rekstur flug- vallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. „Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi,“ segir Arnór. hrs@frettabladid.is Átök í Írak: Heilsugæsla sprengd upp BAGDAD, AP Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn tals- manns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni. Aftur á móti eyðilögðust tvær skrifstofur og sextíu gluggar. Atvikið átti sér stað snemma í gærmorgun. Ekki er langt síðan heilsugæslu- stöðin var sett upp á svæðinu. Hefur starfsfólk hennar séð um hjúkrun fyrir tugi þúsunda manna í miðborginni. Bandarískur erindreki var að auki drepinn í Bagdad í gær- morgun þegar eldflaug var skotið á hjólhýsi hans. Var hann sofandi þeg- ar atburðurinn átti sér stað. ■ ■ Íslendingarnir eru ekki her- menn en verða að vera klæddir sem slíkir. Á þjóðin að draga úr friðargæslu- störfum erlendis? Spurning dagsins í dag: Eiga þingmenn að vera með bindi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 37% 63% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun GEORGE W. BUSH George W. Bush Bandaríkjaforseti vonast eftir endurkjöri í slag sínum við demókratann John Kerry. Bandarískir hagfræðingar: Bush og Kerry breyta engu WASHINGTON, AP Bandarískir hag- fræðingar í einkageiranum telja að engu máli skipti fyrir banda- rískan efnahag hvort George W. Bush eða John Kerry verði kjör- inn forseti í landinu. Stefnur frambjóðendanna í efnahagsmálum eru mjög ólíkar en samkvæmt hagfræðingunum virðist það engu máli skipta. Munu þær hafa svipuð áhrif á vöxt efnahagsins þegar til langs tíma er litið. „Ef báðir frambjóð- endurnir fylgja þeirri stefnu sem þeir hafa kynnt verður efnahag- urinn mjög svipaður eftir fjögur ár, sama hvor stefnan verður not- uð,“ sagði Mark Zandi, forstjóri Economy.com. ■ UPPGREIÐSLUR Á LÁNUM ÍBÚÐALÁNASJÓÐS: Sparisjóðirnir 32,5 prósent KB-banki 29,5 prósent Landsbankinn 19,5 prósent Íslandsbanki 18,5 prósent Heimild: Íbúðalánasjóður. Fasteignalán Íbúðalánasjóðs: Flestar uppgreiðslur frá sparisjóðunum ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR Í KABÚL Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Íslendingarnir sem nú eru í Kabúl verði sendir heim en hugsanlegt er þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. M YN D A F VE FS ÍÐ U Ó M AR S KR IS TI N SS O N AR F R IÐ AR G Æ SL U LI Ð A Stefán áfram á sjúkrahúsi Stefán Gunnarsson fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sprengjuárásina í Kabúl og verður áfram á sjúkrahúsi. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir ekki meiri ógn þó Íslendingarnir séu klæddir sem hermenn. BÍLL FRIÐARGÆSLUNNAR Skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar telur að árásin hafi verið gerð á íslensku friðargæsluliðana þar sem þeir voru á bíl merktum friðargæslunni. M YN D /A P ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÍKNIEFNI AÐ MORGNI nemma á laugardagsmorgun var rúmlega þrítugur karlmað- ur handtekinn við fíkniefna- leit. Við leit á honum fannst eitt gramm af amfetamíni. Manninum var sleppt lausum að lokinni rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 292. tölublað (25.10.2004)
https://timarit.is/issue/264858

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

292. tölublað (25.10.2004)

Aðgerðir: