Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 4
4 25. október 2004 MÁNUDAGUR
VIÐSKIPTI Flestar uppgreiðslur á
lánum Íbúðalánasjóðs koma frá
sparisjóðunum, eða 32,5 prósent
allra uppgreiðslna lána.
Upplýsingar um uppgreiðslur
frá einstökum lánastofnunum
eru fengnar úr svari Íbúðalána-
sjóðs við fyrirspurn sem Jó-
hanna Sigurðardóttir, þingkona
Samfylkingarinnar, lagði fram á
Alþingi sjötta þessa mánaðar.
Næstflestar uppgreiðslur koma
frá KB banka, eða 29,5 prósen.
Lestina reka svo Landsbankinn
með 19,5 prósent uppgreiðslna
og Íslandsbanki með 18,5 pró-
sent.
Tryggvi Þór Herbertsson,
forstöðumaður Hagfræðistofn-
unar Háskóla Íslands, taldi
óvarlegt að ætla að gefa sér eitt-
hvað um mögulega þróun á
bankamarkaði út frá þeim tölum
Íbúðalánasjóðs um uppgreiðslur
sem birtast í svarinu til
Jóhönnu.
„Þessar tölur koma mér spán-
skt fyrir sjónir og þarf að skoða
eitthvað betur áður en hægt
verður að draga af þeim ein-
hverjar ályktanir,“ sagði
Tryggvi Þór, en hingað til hefur
verið talið að KB banki ætti
langstærsta hlutdeild í endur-
fjármögnun íbúðalána.
Íbúðalánasjóður segist í svar-
inu ekki hafa forsendur til að
segja til um hugsanleg áhrif
aukinnar samkeppni á hlutdeild
sjóðsins í nýjum lánum, en
hugsanlega megi greina þróun-
ina þegar frekari upplýsingar
liggi fyrir hjá öðrum opinberum
aðilum, svo sem Fasteignamati
ríkisins og Seðlabankanum.
- óká
SPRENGJUÁRÁS Stefán Gunnars-
son, friðargæsluliði í Afganist-
an, fékk sprengjubrot í fót og
neðri hluta líkamans við sjálfs-
morðsárásina í Kabúl í Afganist-
an á laugardag. Arnór Sigur-
jónsson, skrifstofustjóri Ís-
lensku friðargæslunnar, segir
Stefán verða áfram á sjúkra-
húsi. Ellefu ára afgönsk stúlka
og 23 ára bandarísk kona létust í
sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður
um hvort Stefán nái sér að fullu
segir Arnór það verða að koma í
ljós, en gert sé ráð fyrir því.
Arnór segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um að Íslend-
ingarnir verði sendir heim en
hugsanlegt sé þó að Stefán komi
fyrr en áætlað var. Steinar Örn
Magnússon hefur verið settur í
gifs að sögn Arnórs. Hann var
ásamt Sverri Hauki Grönli á
spítalanum fyrstu nóttina eftir
árásina. „Ég held að það sem
hafi ráðið því að árásin var gerð
hafi verið að þeir voru á merkt-
um bílum frá Friðargæslunni.
Árásin var á friðargæsluna,
ekki á Íslendingana sérstak-
lega,“ segir Arnór. Hann segir
misskilning hjá erlendum
fréttastofum að Íslendingarnir
séu hermenn. Það
sé krafa Atlants-
hafsbandalagsins
að allir sem starfi
við friðargæslu
séu einkennis-
klæddir og þess
vegna sé hugsan-
legt að erlendu fréttastofurnar
telji þá vera hermenn. Arnór
segir Íslendingana verða að
hlíta ákvæðum bandalagsins en
þeir séu borgaralegir sérfræð-
ingar sem sjái um rekstur flug-
vallarins. Aðspurður um hvort
Íslendingunum stafi ekki meiri
ógn af því að vera klæddir eins
og hermenn svarar Arnór því
neitandi og segir það þvert á
móti.
„Það hefur verið óvenju
rólegt þarna undanfarnar vikur.
Von var á óróa og átökum í
kringum kosningarnar en svo
varð ekki. Árásin var óvænt og
ég held að hún sé ekki túlkuð
sem byrjun á óstöðugra
ástandi,“ segir Arnór.
hrs@frettabladid.is
Átök í Írak:
Heilsugæsla
sprengd upp
BAGDAD, AP Öflug sprengjuárás var
gerð á heilsugæslustöð í Bagdad,
höfuðborg Íraks. Að sögn tals-
manns Bandaríkjahers særðist
enginn í árásinni. Aftur á móti
eyðilögðust tvær skrifstofur og
sextíu gluggar. Atvikið átti sér
stað snemma í gærmorgun.
Ekki er langt síðan heilsugæslu-
stöðin var sett upp á svæðinu.
Hefur starfsfólk hennar séð um
hjúkrun fyrir tugi þúsunda manna í
miðborginni. Bandarískur erindreki
var að auki drepinn í Bagdad í gær-
morgun þegar eldflaug var skotið á
hjólhýsi hans. Var hann sofandi þeg-
ar atburðurinn átti sér stað. ■
■
Íslendingarnir
eru ekki her-
menn en verða
að vera klæddir
sem slíkir.
Á þjóðin að draga úr friðargæslu-
störfum erlendis?
Spurning dagsins í dag:
Eiga þingmenn að vera með bindi?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
37%
63%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
GEORGE W. BUSH
George W. Bush Bandaríkjaforseti vonast
eftir endurkjöri í slag sínum við
demókratann John Kerry.
Bandarískir hagfræðingar:
Bush og
Kerry breyta
engu
WASHINGTON, AP Bandarískir hag-
fræðingar í einkageiranum telja
að engu máli skipti fyrir banda-
rískan efnahag hvort George W.
Bush eða John Kerry verði kjör-
inn forseti í landinu.
Stefnur frambjóðendanna í
efnahagsmálum eru mjög ólíkar
en samkvæmt hagfræðingunum
virðist það engu máli skipta.
Munu þær hafa svipuð áhrif á
vöxt efnahagsins þegar til langs
tíma er litið. „Ef báðir frambjóð-
endurnir fylgja þeirri stefnu sem
þeir hafa kynnt verður efnahag-
urinn mjög svipaður eftir fjögur
ár, sama hvor stefnan verður not-
uð,“ sagði Mark Zandi, forstjóri
Economy.com. ■
UPPGREIÐSLUR Á LÁNUM
ÍBÚÐALÁNASJÓÐS:
Sparisjóðirnir 32,5 prósent
KB-banki 29,5 prósent
Landsbankinn 19,5 prósent
Íslandsbanki 18,5 prósent
Heimild: Íbúðalánasjóður.
Fasteignalán Íbúðalánasjóðs:
Flestar uppgreiðslur frá sparisjóðunum
ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR Í KABÚL
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Íslendingarnir sem nú eru í Kabúl verði sendir
heim en hugsanlegt er þó að Stefán komi fyrr en áætlað var.
M
YN
D
A
F
VE
FS
ÍÐ
U
Ó
M
AR
S
KR
IS
TI
N
SS
O
N
AR
F
R
IÐ
AR
G
Æ
SL
U
LI
Ð
A
Stefán áfram á sjúkrahúsi
Stefán Gunnarsson fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sprengjuárásina í Kabúl
og verður áfram á sjúkrahúsi. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar,
segir ekki meiri ógn þó Íslendingarnir séu klæddir sem hermenn.
BÍLL FRIÐARGÆSLUNNAR
Skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar telur að árásin hafi verið gerð á íslensku
friðargæsluliðana þar sem þeir voru á bíl merktum friðargæslunni.
M
YN
D
/A
P
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
FÍKNIEFNI AÐ MORGNI
nemma á laugardagsmorgun
var rúmlega þrítugur karlmað-
ur handtekinn við fíkniefna-
leit. Við leit á honum fannst
eitt gramm af amfetamíni.
Manninum var sleppt lausum
að lokinni rannsókn.