Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 52
FÓTBOLTI Svíþjóð og Ísland eru í sérflokki hvað varðar miðaverð á landsleiki liðanna í áttunda riðli undankeppni heimsmeistara- keppninnar sem fram fer í Þýskalandi árið 2006. Er um þre- falt dýrara að kaupa sér miða á besta stað á landsleik Íslands, sem er í næstneðsta sæti, og kaupa miða á heimaleik Möltu, neðsta liðsins í riðlinum, sem þó hefur sama stigafjölda og Ísland. Umræða sem fer vaxandi Umræðan um hátt miðaverð á knattspyrnuleiki fer vaxandi hér á landi sem erlendis. Þykir Eng- land vera í sérflokki hvað þetta varðar, hvort sem um er að ræða miða á leiki félagsliða eða hjá landsliðinu. Hefur enska sam- keppnisstofnunin talið málið það alvarlegt að rannsókn stendur yfir á ástæðum þess að miðaverð í Englandi er í hróplegu ósam- ræmi við miðaverð annars staðar í Evrópu. Gildir einu hvort litið er til Spánar, Þýskalands, Ítalíu eða Frakklands. Sé hugur til að skreppa á góðan fótboltaleik þarf vart að gera ráð fyrir að eyða mikið meira en tvö þúsund krón- um fyrir sæti á ágætum stað. Eðlilega er miðaverðið breytilegt miðað við mikilvægi hvers leiks fyrir sig en það virðist ekki vera raunin í Englandi þar sem miða- verð á leiki í úrvalsdeild fer sjaldan undir þrjú til fjögur þús- und krónur og er oft mun hærra en það. Ekki hærra en 1.500 krónur Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill ekki meina að miðar á leiki íslenska landsliðsins séu dýrir en viðurkennir engu að síður þörf- ina á ódýrari sætum á Laugar- dalsvellinum. Ráðgert er að miðaverð í þær nýju stúkur sem til stendur að reisa verði ekki hærra en 1 . 5 0 0 krón- u r . „Þar er kannski mest verið að horfa til þeirra fjölskyldna sem áhuga hafa á að eyða stund sam- an. Eins og staðan er í dag er dýrt að fara með fjölskylduna á völl- inn og því horfum við til að breyta með þeirri uppbyggingu sem vonandi fer að hefjast von bráðar. Hins vegar er miklu dýrara að fara á völlinn í Englandi eða í Skandinav- íu en hér og ekki hægt að bera miðaverð hér saman við miðaverð á Möltu. Þá verður að líta til þess hvað kostar að lifa í þessum löndum líka.“ Samanburður við England og aðrar Norðurlandaþjóðir er þó að margra mati ekki sann- gjarn heldur. Tals- verður styrkleika- munur er á Íslandi og þeim þjóðum öllum samkvæmt styrkleika- lista FIFA. Að Færeyj- um undanskildum eru Finnar næsta norræna þjóðin fyrir ofan Ís- land, í 45. sæti, Norðmenn í 37. sæti, Svíar í 22. sæti og Danir í því fimmt- ánda. Landslið Englands er 81 sæti fyrir ofan Ísland í því sjö- unda. Af þeim þjóðum í Evrópu sem eru í nánd við Ísland á viðkom- andi lista er miðaverð á leiki Al- baníu margfalt lægra en hér ger- ist og í raun aðeins Austurríki, þremur sætum fyrir ofan Ísland, sem kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælanna hvað varð- ar miðaverð á landsleiki. Heimsþekktar stjörnur Aðspurður um hvort þeir sem sækja heimaleiki íslenska liðsins séu að fá sitt fyrir peningana seg- ir Eggert að það verði hver og einn að gera upp við sig sjálfur. „Það er nú svo að margir koma á landsleiki Íslands til að fylgjast með heimsþekktum stjörnum þeirra þjóða sem sækja okkur heim. Ég vil meina að margir fái mikið fyrir peningana þó að ís- lenska landsliðið sé ekki að sýna sitt besta.“ Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir miðaverð hjá þjóðunum sem eru með Íslandi í riðli í undankeppninni fyrir HM 2006. albert@frettabladid.is 20 25. október 2004 MÁNUDAGUR Við hrósum ... ... Kristjönu Sæunni Ólafsdóttur úr Gerplu sem er nýja stjarnan í íslenskum fimleikum. Kristjana gerði sér lítið fyrir og varði fjölþrautartitil sinn á sterku alþjóðlegu móti í Svíþjóð um helgina og vann alls til þriggja gullverðlauna á þessu sterka og fjölmenna móti. Kristjana Sæunn er efni í eina af fremstu fim- leikakonum Norðurlanda haldi hún áfram á sömu braut. „Ég er ánægðastur með að við skyldum taka öll þrjú stigin og halda markinu okkar hreinu.“ Eiður Smári Guðjohnsen hógværðin uppmáluð í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina eftir að hann skoraði þrennu í 4–0 sigri Chelsea á Blackburn á laugardaginn.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Mánudagur OKTÓBER Miðaverð með því hæsta Miðaverð á landsleiki Íslands er með því hæsta sem gerist í Evrópu þrátt fyrir að liðið sé nú með þeim allra lökustu í álfunni sé miðað við styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Njarðvík eigast við í Grindavík í Intersport- deildinni í körfuknattleik karla. ■ ■ SJÓNVARP  15.45 Helgarsportið á RÚV. Sýnt frá íþróttaviðburðum helgarinnar.  16.45 US PGA Funai Classic á Sýn. Sýnt frá bandarísku mótaröðinni í golfi.  18.00 Þrumuskot á Skjá einum. Farið yfir leiki helgarinnar í enska boltanum.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum hliðum.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  00.05 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum hliðum.  00.25 18.00 Þrumuskot á Skjá einum. Farið yfir leiki helgarinnar í enska boltanum. gildir nú í allar utanlandsferðir MasterCard ferðaávísunin kreditkort.is Nú getur þú notað MasterCard ferðaávísun í allt millilandaflug; pakkaferðir, áætlunar-, leigu- eða netflug, hjá þeim ferðaskrifstofum og flugfélögum sem taka við ávísuninni, hvert sem ferðinni er heitið. Sæktu um MasterCard kort með ferðaávísun* í hvaða banka eða sparisjóði sem er og þín bíður 5.000 króna ferðaávísun við afhendingu korts. Í hvert skipti sem þú notar kortið aukast líkurnar á að þú vinnir 500.000 króna ferðaávísun til að fara í þína draumaferð. Nú er því rétti tíminn til að fá sér MasterCard. *Fylgir ákv. kortategundum EGGERT MAGNÚSSON Hann lofar ódýrari miðum á landsleiki þegar nýju stúkurnar sem byggja á á næstu misserum verða tekn- ar í gagnið. LANDSLIÐIÐ Á LAUGARDALSVELLI Mörgum áhugamanninum finnst lítið sam- ræmi milli miðaverðs á landsleiki Íslands og gengi liðsins en íslenska landsliðið hefur nú tapað báðum heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2006 til þessa. MIÐAVERÐ Á HEIMALEIKI ÞJÓÐANNA Í 8. RIÐLI Raðað eftir sæti í riðlinum Dýrt sæti* Ódýrt sæti* 1. Svíþjóð 4.500 2.500 2. Búlgaría 2.400 1.600 3. Króatía 2.200 1.600 4. Ungverjaland 1.500 700 5. Ísland 4.000 3.000 6. Malta 1.400 400 * um lítilleg frávik getur verið að ræða í stöku leikjum DÆMI UM ÁRSMIÐAVERÐ Í EVRÓPU:* Arsenal 101.000 kr. Chelsea 65.000 kr. Valencia 22.000 kr. Barcelona 24.000 kr. AC Milan 13.000 kr. Bayern M. 22.000 kr. PSV 16.000 kr. Porto 8.500 kr. Lyon 14.000 kr. * um ódýrustu ársmiðakort er að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 292. tölublað (25.10.2004)
https://timarit.is/issue/264858

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

292. tölublað (25.10.2004)

Aðgerðir: