Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 52
FÓTBOLTI Svíþjóð og Ísland eru í
sérflokki hvað varðar miðaverð á
landsleiki liðanna í áttunda riðli
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar sem fram fer í
Þýskalandi árið 2006. Er um þre-
falt dýrara að kaupa sér miða á
besta stað á landsleik Íslands,
sem er í næstneðsta sæti, og
kaupa miða á heimaleik Möltu,
neðsta liðsins í riðlinum, sem þó
hefur sama stigafjölda og Ísland.
Umræða sem fer vaxandi
Umræðan um hátt miðaverð á
knattspyrnuleiki fer vaxandi hér
á landi sem erlendis. Þykir Eng-
land vera í sérflokki hvað þetta
varðar, hvort sem um er að ræða
miða á leiki félagsliða eða hjá
landsliðinu. Hefur enska sam-
keppnisstofnunin talið málið það
alvarlegt að rannsókn stendur
yfir á ástæðum þess að miðaverð
í Englandi er í hróplegu ósam-
ræmi við miðaverð annars staðar
í Evrópu.
Gildir einu hvort litið er til
Spánar, Þýskalands, Ítalíu eða
Frakklands. Sé hugur til að
skreppa á góðan fótboltaleik þarf
vart að gera ráð fyrir að eyða
mikið meira en tvö þúsund krón-
um fyrir sæti á ágætum stað.
Eðlilega er miðaverðið breytilegt
miðað við mikilvægi hvers leiks
fyrir sig en það virðist ekki vera
raunin í Englandi þar sem miða-
verð á leiki í úrvalsdeild fer
sjaldan undir þrjú til fjögur þús-
und krónur og er oft mun hærra
en það.
Ekki hærra en 1.500 krónur
Eggert Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands Íslands,
vill ekki meina að miðar á leiki
íslenska landsliðsins séu dýrir en
viðurkennir engu að síður þörf-
ina á ódýrari sætum á Laugar-
dalsvellinum. Ráðgert er að
miðaverð í þær nýju stúkur sem
til stendur að reisa verði ekki
hærra en
1 . 5 0 0
krón-
u r .
„Þar er kannski mest verið að
horfa til þeirra fjölskyldna sem
áhuga hafa á að eyða stund sam-
an. Eins og staðan er í dag er dýrt
að fara með fjölskylduna á völl-
inn og því horfum við til að
breyta með þeirri uppbyggingu
sem vonandi fer að hefjast von
bráðar. Hins vegar er miklu
dýrara að fara á völlinn í
Englandi eða í Skandinav-
íu en hér og ekki hægt að
bera miðaverð hér saman
við miðaverð á Möltu. Þá
verður að líta til þess
hvað kostar að lifa í
þessum löndum líka.“
Samanburður við
England og aðrar
Norðurlandaþjóðir
er þó að margra
mati ekki sann-
gjarn heldur. Tals-
verður styrkleika-
munur er á Íslandi
og þeim þjóðum öllum
samkvæmt styrkleika-
lista FIFA. Að Færeyj-
um undanskildum
eru Finnar næsta
norræna þjóðin
fyrir ofan Ís-
land, í 45.
sæti, Norðmenn í 37. sæti, Svíar í
22. sæti og Danir í því fimmt-
ánda. Landslið Englands er 81
sæti fyrir ofan Ísland í því sjö-
unda.
Af þeim þjóðum í Evrópu sem
eru í nánd við Ísland á viðkom-
andi lista er miðaverð á leiki Al-
baníu margfalt lægra en hér ger-
ist og í raun aðeins Austurríki,
þremur sætum fyrir ofan Ísland,
sem kemst með tærnar þar sem
Ísland hefur hælanna hvað varð-
ar miðaverð á landsleiki.
Heimsþekktar stjörnur
Aðspurður um hvort þeir sem
sækja heimaleiki íslenska liðsins
séu að fá sitt fyrir peningana seg-
ir Eggert að það verði hver og
einn að gera upp við sig sjálfur.
„Það er nú svo að margir koma á
landsleiki Íslands til að fylgjast
með heimsþekktum stjörnum
þeirra þjóða sem sækja okkur
heim. Ég vil meina að margir fái
mikið fyrir peningana þó að ís-
lenska landsliðið sé ekki að sýna
sitt besta.“
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit
yfir miðaverð hjá þjóðunum sem
eru með Íslandi í riðli í
undankeppninni fyrir HM 2006.
albert@frettabladid.is
20 25. október 2004 MÁNUDAGUR
Við hrósum ...
... Kristjönu Sæunni Ólafsdóttur úr Gerplu sem er nýja stjarnan í íslenskum
fimleikum. Kristjana gerði sér lítið fyrir og varði fjölþrautartitil sinn á sterku
alþjóðlegu móti í Svíþjóð um helgina og vann alls til þriggja gullverðlauna á
þessu sterka og fjölmenna móti. Kristjana Sæunn er efni í eina af fremstu fim-
leikakonum Norðurlanda haldi hún áfram á sömu braut.
„Ég er ánægðastur með að við skyldum taka öll
þrjú stigin og halda markinu okkar hreinu.“
Eiður Smári Guðjohnsen hógværðin uppmáluð í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina eftir að
hann skoraði þrennu í 4–0 sigri Chelsea á Blackburn á laugardaginn.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
22 23 24 25 26 27 28
Mánudagur
OKTÓBER Miðaverð með því hæsta
Miðaverð á landsleiki Íslands er með því hæsta sem gerist í Evrópu þrátt fyrir að liðið sé nú með
þeim allra lökustu í álfunni sé miðað við styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík og Njarðvík eigast
við í Grindavík í Intersport-
deildinni í körfuknattleik karla.
■ ■ SJÓNVARP
15.45 Helgarsportið á RÚV. Sýnt
frá íþróttaviðburðum helgarinnar.
16.45 US PGA Funai Classic á Sýn.
Sýnt frá bandarísku mótaröðinni í
golfi.
18.00 Þrumuskot á Skjá einum.
Farið yfir leiki helgarinnar í enska
boltanum.
20.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum
hliðum.
22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um
helstu íþróttaviðburði heima og
erlendis.
00.05 Boltinn með Guðna Bergs
á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum
hliðum.
00.25 18.00 Þrumuskot á Skjá
einum. Farið yfir leiki helgarinnar í
enska boltanum.
gildir nú í allar utanlandsferðir
MasterCard ferðaávísunin
kreditkort.is
Nú getur þú notað MasterCard ferðaávísun í allt millilandaflug; pakkaferðir, áætlunar-,
leigu- eða netflug, hjá þeim ferðaskrifstofum og flugfélögum sem taka við ávísuninni, hvert
sem ferðinni er heitið.
Sæktu um MasterCard kort með ferðaávísun* í hvaða banka eða sparisjóði sem er og þín
bíður 5.000 króna ferðaávísun við afhendingu korts.
Í hvert skipti sem þú notar kortið aukast líkurnar á að þú vinnir 500.000 króna ferðaávísun
til að fara í þína draumaferð.
Nú er því rétti tíminn til að fá sér MasterCard.
*Fylgir ákv. kortategundum
EGGERT MAGNÚSSON Hann
lofar ódýrari miðum á landsleiki
þegar nýju stúkurnar sem byggja
á á næstu misserum verða tekn-
ar í gagnið.
LANDSLIÐIÐ Á LAUGARDALSVELLI
Mörgum áhugamanninum finnst lítið sam-
ræmi milli miðaverðs á landsleiki Íslands
og gengi liðsins en íslenska landsliðið
hefur nú tapað báðum heimaleikjum
sínum í undankeppni HM 2006 til þessa.
MIÐAVERÐ Á HEIMALEIKI
ÞJÓÐANNA Í 8. RIÐLI
Raðað eftir sæti í riðlinum
Dýrt sæti* Ódýrt sæti*
1. Svíþjóð 4.500 2.500
2. Búlgaría 2.400 1.600
3. Króatía 2.200 1.600
4. Ungverjaland 1.500 700
5. Ísland 4.000 3.000
6. Malta 1.400 400
* um lítilleg frávik getur verið að ræða í
stöku leikjum
DÆMI UM ÁRSMIÐAVERÐ Í
EVRÓPU:*
Arsenal 101.000 kr.
Chelsea 65.000 kr.
Valencia 22.000 kr.
Barcelona 24.000 kr.
AC Milan 13.000 kr.
Bayern M. 22.000 kr.
PSV 16.000 kr.
Porto 8.500 kr.
Lyon 14.000 kr.
* um ódýrustu ársmiðakort er að ræða