Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 12
25. október 2004 MÁNUDAGUR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR                                 ! "#   $       %   &  )  #   *++) ), #  ++) )-   #  ++) ). # /# ++)        0  1"   /  0     2 #  "#  3  4  /# !#  #  "##   #  3       5$   /      "  6  1$/      5$  #           . # +7+8            !   " #  $  %  #                            HRAÐAKSTUR OG ÖLVUN Tveir voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík á föstudagskvöld og laugardags- morgun og einn fyrir ölvunar- akstur aðfaranótt laugardags. Mældist ökuhraði mest 119 km/klst, þar sem leyfilegur há- markshraði er 90 km/klst. FÍKNIEFNI AÐ KVÖLDI Á föstu- dagskvöld voru tveir rúmlega tuttugu ára gamlir menn hand- teknir við fíkniefnaeftirlit. Við leit á öðrum þeirra fannst eitt gramm af amfetamíni. Mönnun- um var sleppt lausum að lokinni rannsókn og skýrslutöku en sá sem hafði efnið kvað það hafa verið til eigin nota. ÆSINGUR Á SKEMMTISTAÐ Að- faranótt laugardags var lögregla kölluð að skemmtistað einum í Keflavík en þar áttu dyraverðir í vandræðum með einn samkvæm- isgestinn. Lögreglumenn urðu að handtaka gestinn vegna æsings og ölvunar, en sá fékk að sofa úr sér í fangaklefa lögreglustöðvarinnar. UPPBYGGING Þrátt fyrir að mark- mið í skipulagsmálum höfuðborg- arsvæðisins séu skýr er erfitt að uppfylla þau, segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár, þjónustufyrirtækis á byggingar- markaði: „Það er til dæmis margítrekuð stefna borgarinnar að þétta byggð í kringum miðbæ borgarinnar. Þó er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvaða breytingar er óhætt að fara út í og hvaða ekki.“ Þorsteinn segir að vegna þess hve erfiðlega gangi að fá breyt- ingartillögur samþykktar þegar á reyni sæki byggingarverktakar í auknum mæli um byggingarleyfi fyrir mun hærri byggingar en þeir hugsi sér að reisa. Sé það afleiðing þess að skipulagi sé ekki framfylgt: „Það er engin leið að meta fyrir fram hvað er heimilt og hvað ekki. Rætt er um það meðal verktaka að þeir viti ekki hvað borgin vilji, aðeins að það sé minna en þeir vilji.“ Þorsteinn segir einnig ítrekað hafa komið upp að eftir að verk- taka berist athugasemdir við byggingar og skili inn breytingum séu gerðar athugasemdir við atriði sem hafi ekki breyst milli umfjallana. Skortur á framfylgni skipulags sé þó mestur þegar komi að endur- gerð húsnæða og þegar byggt sé inn í gömlum bæjarkjörnum. Þar rísi upp óánægjuraddir íbúanna sem hafi áhrif á samþykkt skipu- lag sveitarstjórnanna: „Ef verk- taki uppfyllir allar meginreglur á hann ekki að eiga á hættu að vinna hans sé stöðvuð og tafin.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arnefndar Reykjavíkurborgar, segir óljóst hvað vaki fyrir Þor- steini með sífelldri gagnrýni á skipulagsstörf í Reykjavík: „Það er af og frá að svona sé unnið. Skipulags- og byggingar- nefnd vinnur faglega og sendir hluti í kynningu sem hún vill kanna viðbrögð við,“ segir Stein- unn. Áhugi borgarbúa á fram- kvæmdum í sínu nágrenni sé alltaf að aukast: „Það er í anda lýðræðislegs samráðs að taka mið af athuga- semdum sem fólk gerir til nefnd- arinnar út af skipulagsmálum,“ segir Steinunn. Það geti haft margvíslegra breytinga: „Skipu- lagsyfirvöld þurfa að taka tillit til margra þátta. Sjónarmið íbúa, hagsmunaaðila og verktaka þurfa öll að vega jafnt.“ gag@frettabladid.is ÍRAK, AP Lík 51 írasks hermanns fundust á afskekktum vegi í austurhluta Íraks í gær, skammt frá írönsku landamærunum. Að öllum líkindum var setið fyrir hermönnunum, þeim skipað að leggjast á jörðina og þeir skotn- ir til bana. Mennirnir voru á leið heim til sín í frí úr æfingabúð- um þegar atburðurinn átti sér stað. Talið er að einhver óprútt- inn aðili hafi lekið upplýsingum um ferðir þeirra til árásaraðil- anna. Hermennirnir voru óvopnaðir og áttu því erfitt með að verja sig. „Í framtíðinni mun- um við reyna að fara varlegar þegar hermenn yfirgefa bæki- stöðvar sínar. Við munum láta brynvarða bíla fylgja þeim alla leið heim til sín,“ sagði Walid al- Azzawi, hershöfðingi. Bætti hann því við að þegar líkin fund- ust hefði þeim verið raðað í fjór- ar raðir. Bentu verksummerki til þess að um aftöku hafi verið að ræða. ■ LÍK HERMANNANNA Alls fannst 51 lík á afskekkt- um vegi í Írak, skammt frá írönsku landamærunum. Umsátur í Írak: 51 hermaður drepinn 12 Skipulagsstefnu ekki framfylgt Skýrri stefnumörkun skipulagsnefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er ekki fylgt eftir. Forstjóri BM Vallár segir að markaðssjónarmið ættu að ráða útliti borgarinnar, ekki sér- hagsmunir bæjarbúa eða sveitarstjórnarmenn. SKUGGI 101 Forstjóri BM Vallár segir Skugga 101 við Skúlagötu og Sjáland í Garðabæ dæmi um mjög gott skipulag og vill að verktakar fái að skipuleggja heilu hverfin sjálfir. PRINS HITTIR BÓNDA Karl Bretaprins átti gott spjall við bóndann Paolo Accomo er hann skoðaði vínekrur hans í bænum Ricco D’Alba á norðurhluta Ítalíu. Prinsinn er staddur þar í landi í tilefni alþjóðlegrar Slowfood-matvælasýningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.