Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 26
10 25. október 2004 MÁNUDAGUR Við Hávallagötu 41 er til sölu falleg 122 fermetra sjö herbergja sérhæð í þriggja íbúða húsi. 41 fermetra bílskúr fylgir. Komið er inn í forstofu með innbyggðum fataskáp en á hægri hönd er gengið inn í bjart eldhús með flísum og samliggjandi borð- stofu með mahoníparketti. Úr borðstofu er gengið inn í stofu sem er aðskilin með frönskum rennihurðum. Einnig er ma- honíparkett á stofu. Þaðan er út- gengi á suðursvalir. Úr forstofunni er gengið inn í opið sjónvarpsherbergi, en milli þess og stofu er líka frönsk hurð. Á holi og sjónvarpsherbergi er beykiparkett. Til vinstri frá for- stofu er gestasnyrting með flís- um á gólfi og gangur inn að svefnherbergjum. Tvö barnaherbergi eru með korki á gólfi og innbyggðum skápum, hjónaherbergið með mahoníparketti og innbyggðum skápum. Frá hjónaherbergi er út- gengi á svalir, Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og mósaíkflísum á veggjum. Íbúðin er með frönskum gluggum og hátt er til lofts. Loftlistar eru í öllum herbergjum og rósetta í stofu og sjónvarpsherbergi. Stigagangur er með teppi og smíðajárnshandriði. Tvær geymslur eru í kjallara svo og sameiginlegt þvottahús. Í bílskúrnum er heitt og kalt vatn og frárennslislagnir fyrir salerni. Nýtt þak er á bílskúrnum og asbesteinangrun í veggjum. Nýleg aðalrafmagnstafla er í húsinu og verið er að klára að mála húsið að utan. Garðurinn er gróinn og snýr í suður. Uplýsing- ar um eignina eru hjá fasteigna- sölunni Draumahúsum. ■ Húsið er fallegt og virðulegt á góðum stað í Vesturbænum. Innandyra er hátt til lofts og fallegir loftlistar og rósettur prýða stofu og sjónvarpsherbergi. Virðulegt hús við Hávallagötu: Franskir gluggar og rósettur Ekki fyrir svo löngu opnaði glæ- nýr Vísisvefur og fasteignavefur í kjölfarið. Þessi fasteignavefur hefur nú gengið í gegnum tals- verðar endurbætur og er óhætt að segja að hann sé orðinn mun að- gengilegri fyrir hin almenna borgara í fasteignaleit. „Leitarvélin á síðunni er glæný og gerir hún allt leitarferlið mun einfaldara og skýrara og með vél- inni fást sem bestar niðurstöður,“ segir Þorsteinn Eyfjörð hjá visir.is. „Vísir er með flestar skráðar fasteignir af öllum fasteignavefj- um á landinu samkvæmt talningu síðustu vikna. Góð reynsla er komin á síðuna og höfum við feng- ið mjög góðar viðtökur alls staðar að. Fleiri og fleiri nýta sér þessa þjónustu á Vísi þegar leita skal að fasteign. Við erum að vonum mjög ánægðir hér hjá Vísi þar sem vefsíðan hefur heppnast af- skaplega vel,“ bætir Þorsteinn við en allar fasteignasölur á landinu skrá eignir sínar á fasteignasíðu Vísis um leið og þær eru skráðar á sölu. Ásamt því að leita að fasteign- um við hæfi á Vísi er hægt að geyma eignir sínar í sérstakri eignamöppu og vistað sérstök leit- arskilyrði þannig að leitarvélin leitar alltaf eftir þeim. ■ Framkvæmdir á Seltjarnarnesi: Gengu vel í sumar Íbúar Seltjarnarness hafa verið fram- kvæmdaglaðir nú í sumar. Fram- kvæmdir hafa gengið vel þar í bæ enda veðurfar með eindæmum gott. Eitt af sumarstörfunum var til dæmis að ljúka við frágang á Snoppu. Einnig var lokakaflinn frá Norðurströnd að bílastæðinu þar malbikaður. Aðstaðan þar hefur því batnað til muna og um- ferð um svæðið vaxið í samræmi við það. Suðurströndin var kantlögð og einnig var unnið að viðgerðum á úti- vistarsvæðum, gangstéttum og götum bæjarins. Bæjarhlið við Nesveg var einnig reist og því er aðkoman að bænum vörðuð bæði sunnan og norðan megin. Fasteignavefur á visir.is er mjög aðgengilegur og með flestar skráðar eignir á landinu. Fasteignavefur á visir.is: Stærstur á landinu Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík Sverrir Kristjánsson Lögg.fasteignasali Gsm 896 4489 Jón Pétursson Sölumaður Gsm 898 5822 Karl Dúi Karlsson Sölumaður Gsm 898 6860 Opið virka daga frá kl. 09:00-18:00. www.fmg.is Samtengd söluskrá sex fasteignasala - ein skráning - minni kostnaður - margfaldur árangur. www.hus.is 4ra herbergja ÁLFABORGIR Falleg 4ra herb., 96,7 fm íbúð með sér inngangi á 3. hæð (2 hæðir) í Grafarvogi. Íbúðin er rúmgóð og vel skipulögð. Stutt í alla þjónustu. Sér geymsla. Sér merkt bílastæði. V 14,9 millj. REYRENGI Björt og rúmgóð 95,2 fm, 4ra herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjöleigna- húsi í Grafarvogi. Íbúðinni fylgir sér stæði í opnu bílskýli. Suð-vestur svalir. Stutt er í skóla og aðra þjónustu. V. 14,9 millj. SÓLVALLAGATA Falleg og björt, ný uppgerð 111,3 fm, 4ra herb. íbúð á 3. hæð í Vesturbænum. Parket á gólfum. ÍBÚÐIN ER LAUS NÚ ÞEGAR. V. 16,9 millj. FLÉTTURIMI Falleg 4ra herb., 117,7 fm íbúð á 2. hæð, neðst í botnlanga, ásamt opnu bílskýli. Tvennar svalir með glæsilegu útsýni. Sér geymsla. V. 17,9 millj. 3ja herbergja LAUFENGI Falleg og rúmgóð 85,7 fm, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli í Grafarvogi. Sér inngangur og sér suður lóð. Fallegt útsýni. Sturtuklefi á baðherb. Inn af baðherberginu er þvottaherbergi. Parket, flísar og dúkur á gólfum. V. 13,5 millj. VEGGHAMRAR Falleg og rúmgóð 92,4 fm, 3ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjöl- býli í Grafarvogi. Sér inngangur. Stofan er björt og með litlum sólskála. Suður svalir. Íbúðin er í grónu hverfi og er stutt í skóla og alla þjónustu. V. 14,4 millj. 2ja herbergja FANNAFOLD Björt og falleg 70,7 vel skipulögð 2ja herb. íbúð á 2. hæð, auk 21,8 fm bílskúrs. Stórar suð-vestur svalir með miklu útsýni. Stutt í alla þjónustu. LAUS STRAX. V. 15,0 millj. SELJABRAUT Rúmgóð 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Að sögn eigenda er hún 60,6 en hjá FMR 56,8 fm. Stofa, eldhús, svefnherb., baðherb., sér geymsla og sam- eiginlegt þvottahús. V. 10,5 millj. Landsbyggðin GRUNDARFJÖRÐUR 170 fm. einbýlishús við Grundargötu. 4 svefnherb., stórar stofur, ofl. Laust fljótt. V. 9,6 millj. STYKKISHÓLMUR Mjög rúm- góð 157,4 fm íbúð á tveimur hæðum við Höfðagötu. 2 samliggjandi stofur og 4 svefnherb.. Svalir út af hjónaherb.. Útsýni. V. 10,5 millj. ÞORLÁKSHÖFN Gott og vel skipulagt 125,4 fm, endaraðhús ásamt 42,5 fm. bílskúr við Norðurbyggð. 4 rúmgóð svefnherb.. Fallegur garður. V. 14,5 millj. Fyrirtæki ÓLAFSVÍK Iðnaðarhús við Ennis- braut, byggt árið 1981, samt. 843,9 fm. Vandað hús sem hentar undir hverskonar verkstæðis- og iðnaðarstarfsemi. Góð úti- aðstaða. Kaffistofa, tvö salerni, fata- geymsla. Góð starfsmanna-aðstaða. HVERAFOLD - 3JA HERB. Vel skipulögð og rúm- góð 3ja herb., 90,5 fm íbúð í litlu fjölbýli í Grafarvogi. Parket, dúkur og flísar á gólfum. Suður svalir með glæsilegu útsýni. Sér geym- sla og þvottaherb. með glugga á jarðhæð. Stutt í skóla og alla þjónustu. Húsið var allt tekið í gegn að utan fyrir rúmu ári síðan. Glæsileg eign. V. 13,8 millj. STÓRHOLT - 2JA HERB. Mjög falleg 80,1 fm, 2ja herb. íbúð á efri hæð. Nýlegt gler og rafmagn. Geymsla/íbúð- arherb. í kjallara. Sameign nýlega tekin í gegn. Jarðhæðin sem áður var verslun, hefur verið breytt í íbúðir. V. 12,3 millj. VANTAR ÞIG VERÐMAT? TÖKUM AÐ OKKUR AÐ GERA VERÐMAT SAMDÆGURS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.