Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Viltu miða á 99 kr.? Sendu SMS skeytið JA APF á númerið 1900 og Þú gætir unnið. 99 kr/skeytið Munaðarlaust verkfall Allir vita að það eru engintakmörk fyrir þeirri vit- leysu sem getur oltið upp úr ráðherrum, ekki síst ef þeir eru nýir í starfi og ekki ennþá almennilega komnir upp á lag með að segja ekki nokkurn skapaðan hlut í löngu máli og halda ennþá að það sé nóg að gera einfaldlega lygamerki fyrir aftan bak. Til dæmis hrökk það óvart upp úr Þor- gerði Katrínu menntamálaráð- herra fyrir helgi að hugsanleg lausn á fjárhagsvanda sveitar- félaga vegna rekstrar grunn- skóla gæti verið að flytja skól- ana aftur í umsjá ríkisins. RÁÐHERRANUM er nokk- ur vorkunn. Hún er nýbúin að fá þessa vinnu og var stödd utanbæjar og maður á ekki því að venjast að það sem talað er um við fólk í dreifbýli utan höfuðborgarinnar teljist til tíð- inda. En nú til dags er maður hvergi óhultur og þessi sak- leysislegu ummæli komust í fréttir og hafa valdið miklu fjaðrafoki. FORMAÐUR Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hrökk í kút og hóaði í fjölmiðla til að tilkynna að hann skildi ekki þessi ummæli þótt öllum öðr- um þyki þau auðskilin, og fór fram á að menntamálaráðherr- ann notaði helgina til að sjóða saman trúlegar útskýringar á því að hún hafi meint eitthvað allt annað en hún sagði. Og það verður að sjálfsögðu ákaflega skemmtilegt að heyra þær út- skýringar. FYRIR UTAN að vera eitt- hvert mesta klúður sem Ís- lendingar hafa lent í á seinni árum er kennaraverkfallið brjóstumkennanlegur munað- arleysingi sem enginn kærir sig um að bera ábyrgð á. Ekki benda á mig, segja allir sem eru spurðir út í þetta verkfall. Kennarar áttu ekki annars úr- kosta en að fara í verkfall, segja kennarar. Sveitarfélögin hafa ekki efni á að borga kenn- urum þau laun sem þeir fara fram á, segja sveitarfélögin. Rekstur grunnskóla er ríkinu allsendis óviðkomandi, segir ríkisstjórnin. Og meira að segja ríkissáttasemjari er búinn að fá sig fullsaddan eftir að sáttatillögu hans var hafnað og er búinn að gefa hálfsmán- aðarfrí frá pexinu. Í staðinn fyrir að sverja fyrir krógann væri nær að allir aðilar tækju sig saman um að leysa kjara- vanda kennara svo að aldrei aftur komi til kennaraverk- falls. Nógir eru víst helvítis peningarnir, eins og maðurinn sagði. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.