Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 25. október 2004 TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Mark skrifstofustólar Ótrúlegt verð! Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili. Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni. Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru kynningarverði. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki KYNNINGAR AFSLÁTTUR! 30% Mark 20 Kr.25.340 Mark 10 Kr.13.930 Mark 30 Kr.38.570 Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum Skjár einn á Hvammstanga: Gríðarleg eftirvænting FJÖLMIÐLAR Íbúar Hvammstanga fögnuðu vel og innilega á dögun- um þegar þeim bárust fregnir af þeirri áætlan Símans að miðla Skjá einum til þeirra í gegnum ljósleiðara. „Ég get ekki beðið,“ segir Hulda Jóhannesdóttir, starfsmaður í Söluskálanum á Hvammstanga, en hún ferðast tugi kílómetra oft í viku til að ná útsendingu stöðvarinnar. Sést hún á bæjum sem eru í beinni sjónlínu við Blönduós. Knattspyrnukapp- arnir í Kormáki eru samt hvað spenntastir enda vilja þeir ólmir geta fylgst með enska boltanum. Nöguðu þeir sig í handarbökin eftir að hafa misst af þrennu Eiðs Smára á laugardag. ■ Ísland og Lappland í eina sæng? Holtasóley er þjóðarblóm Sama ÞJÓÐARBLÓMIÐ Sömum brá í brún þegar Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra tilkynnti heims- byggðinni á föstudag að Íslend- ingar hefðu valið sér holtasóley sem þjóðarblóm. Holtasóleyin hefur nefnilega verið þjóðarblóm í Lapplandi um árabil enda afar algeng þar í landi. Raunar kom það eintak af blóminu, sem fyrst var lýst sem tegund, frá Lapp- landi. Var það árið 1737. Frá þessu greinir Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur á heimasíðu sinni en hann er þeirrar skoðunar að klófífa væri heppilegust sem þjóðarblóm Íslendinga. Sigurður Helgi Guðjónsson lögmaður er af Sömum kominn og er himinlifandi yfir því að Íslend- ingar hafi leitað til Samanna eftir þjóðarblómi. „Ég fagna þessu mjög, þetta hlýtur að vera fyrsta skrefið í átt að sameiningu Ís- lands og Lapplands,“ sagði Sig- urður Sami í samtali við Frétta- blaðið í gær. Um 200 þúsund manns búa í Lapplandi sem, eins og stendur, tilheyrir Finnlandi. - bþs Bókamarkaður: Tinni á tombóluprís BÆKUR Íslendingar hafa lesið um svaðilfarir Tinna af mikilli áfergju síðustu áratugi en margar af bókun- um um Tinna og félaga hans hafa verið ófáanlegar um árabil. Fjórar þeirra hafa nú verið gefnar út að nýju og geta aðdáendur Tinna og Kolbeins kafteins tryggt sér þær á bókamarkaði Fjölva sem fram fer þessa dagana að Skútuvogi 6. Að sögn Vilhelmínu Sigurðar- dóttur hjá Fjölva hafa vinsældir blaðamannsins skelegga snaraukist á undanförnum árum eftir nokkra lægð og kaupa börn jafnt sem full- orðnir bækurnar. Hún segir einnig mikið spurt um ævintýri Lukku- Láka og Palla og Togga. - shg FJÁRSJÓÐUR RÖGNVALDAR RAUÐA Að venju lendir Tinni í æsilegum ævintýrum í bókinni sem hefur verið gefin út á ný. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins, sagði á Alþingi á miðvikudag að flokkurinn hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort hann féllist á skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans, þar sem innritunargjöld hafa tíðkast, og Háskóla Reykjavíkur, þar sem skólagjöld leyfast. Stjórnarandstæðingar reyndu að knýja fram afstöðu flokksins en höfðu ekki árangur sem erfiði. Hefur afstaða þín til skólagjalda breyst? Nei. Það hafa engar aðstæður í þjóð- félaginu breyst þannig að það kalli á breytta stefnu. Mín skoðun er áfram sú að skólagjöld komi ekki til greina í grunnnámi í ríkisreknum háskólum eða í framhaldsskólum. Hvað réttlætir hærri gjöld í leikskóla en háskóla? Það er þessi ákveðna hefð fyrir því að foreldrar greiði fyrir dagvistun barna sinna. Á leikskólum er veitt annars konar þjónusta; fyrir utan kennslu er þar af- þreying og þau fá mat. Síðan er það að mestu vinnandi fólk sem greiðir gjöldin. Stúdentar fá til dæmis afslátt. Einnig verður að horfa til þess að leikskólagjöld eru tekjustofn fyrir sveitarfélögin. Þarf Framsóknarflokkurinn ekki stefnu varðandi skólagjöld? Framsóknarflokkurinn er með skýra stefnu. Hann hafnar skólagjöldum í grunnnámi í ríkissreknum háskólum. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Ekki tekið afstöðu SKÓLAGJÖLD SPURT & SVARAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.