Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 25. október 2004 23 Boston Red Sox og St. Louis Car-dinals áttust við í úrslitum MLB- hafnboltadeildar- innar í Bandaríkjun- um um helgina. Lið- ið sem fyrst verður til að vinna fjóra leiki verður heims- meistari. Red Sox vann leikinn 11-9 og komst á spjöld sögunnar fyrir það að aldrei hefur opn- unarleikur heimsúrslita verið með jafnhátt stigaskor og í ár. 2. nóvember næstkomandi munufulltrúar leikmanna í NHL-ís- hokkídeildinni funda með eigendum liða deildarinnar, sem eru þrjátíu talsins. Bera menn veika von í brjósti um að geta leyst deiluna, sem staðið hefur undanfarinn mánuð, en deild- inni hefur verið slegið á frest meðan á deilunni stendur. Fram að þessu hafa 59 leikir farið forgörðum og er ekki útlit fyrir að flötur finnist á mál- ið á næstunni. Ekkert hefur verið fundað um málið síðan í byrjun sept- ember og sjá íshokkíunnendur ekki fram á annað en að þurfa að bíða fram á næstu leiktíð til að seðja ís- hokkíþorstann sinn. Steinar Ingimundarson, þjálfariknattspyrnuliðs Fjölnis í 1. deild, hefur sagt starfi sínu lausu. Steinar, sem var á mála hjá Fjölni í þrjú ár, vann liðið upp um tvær deildir á sín- um tíma. Fjölnir kveður Steinar með miklum söknuði enda árangurinn með glæsilegra móti. Að sögn Birgis Gunnlaugssonar, varaformanns Fjölnis, leitar félagið nú að manni í stað Steinars og vonast Fjölnismenn til að geta fyllt þá stöðu hið fyrsta. Jayson Williams er einna þekktast-ur fyrir að hafa skotið einkabílstjóra sinn til bana af gáleysi fyrir nokkrum árum síðan. Kappinn var sýknaður af ákæru um manndráp en gæti átt yfir höfði sér 10 ára fangelsi fyrir að reyna að þagga atburðinn niður. Williams lék níu tímabil með New Jersey Nets í NBA en neyddist til að setjast í helgan stein vegna meiðsla. Hann hefur æft með Cleveland Cavaliers og stefnir að endurkomu í NBA í vetur. Paul Silas, þjálfari Cavaliers, sagði að Williams gæti komið að góðum notum fyrir félagið. Ekki eru allir jafn ánægðir meðendurkomu Grant Hill í NBA- deildina en kappinn hefur misst bróðurpartinn úr síðustu fjórum tímabilum vegna ökklameiðsla. Einn af svokölluðum njósnurum deildarinnar, sem sjá um að finna unga efnilega leikmenn, sagði Hill hvorki fugl né fisk miðað við gamla tíma. „Hann er ekki með sama sprengi- kraft og nær ekki að fara jafn sterkt upp í stökkskotin. Hann er ekki jafn hættulegur og í gamla daga,“ sagði njósnarinn. Hill, sem er 32 ára gam- all, hefur engu að síður skorað 11,5 stig, tekið 4,7 fráköst og gefið 2,2 stoðsendingar að meðaltali í þeim fjórum leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Eitthvað fer fótboltinn illa með menní Þýskalandi en nýlega skráði Sebastian Deisler hjá Hertha Berlin sig í geðmeðferð. Félagi hans hjá Berlínarliðinu, Josip Simunic, fullyrðir að ann- ar hver leikmaður í þýsku úrvalsdeildinni eigi við þunglyndi að stríða sök- um álagsins sem fylgir því að vera í boltanum. „Þeir vilja bara ekki viðurkenna það,“ sagði Simunic, sem segist sjálfur hafa átt slæma tíma á ferlinum. „Sér- staklega þegar ég lék með Hamburger SV. Það komu tímar þar sem ég svaf ekki í allt að viku í senn.“ ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Formúla 1 í Brasilíu: Montoya hlutskarpastur KAPPAKSTUR Juan Pablo Montoya vann síðasta kappakstur ársins í Formúlu 1 sem fram fór í Bras- ilíu í gær. Var þetta jafnframt fyrsti sigur hans á tímabilinu en Finninn Kimi Räikkönen kom næstur og heimamaðurinn Barrichello varð þriðji. Þetta var fyrsti sigur Willi- ams-liðsins síðan í ágúst í Þýskalandi þegar Montoya sigr- aði einnig en veðurfarið í Sao Paulo hafði sitt að segja fyrir keppnina. Gerði mikla rigningu áður en keppnin hófst og gafst lítill tími til að íhuga dekkjaval áður en lagt var af stað. Gat Räikkönen nýtt sér það einna best og náði forystu eftir þrjá hringi. Þegar aftur byrjaði að rigna eftir 30 hringi náði Montoya að rífa sig fram úr og hélt fyrsta sætinu til endaloka. Heimsmeistarinn Michael Schumacher endaði í sjöunda sæti eftir að hann hóf keppni í átjánda sæti eftir árekstur í æf- ingum fyrir keppnina. ■ MONTOYA ÁSAMT BARRICHELLO Rigning setti svip sinn á síðasta Formúlu 1 kappaksturinn á þessu tímabili en úrslitin höfðu lítið að segja þar sem Michael Schumacher hafði löngu áður tryggt sér heimsmeistaratitilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.