Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Nissan. 24. október 1975. Í júní 2005. 30 25. október 2004 MÁNUDAGUR Félagsmiðstöðvar reyna eftir mesta megni að hafa ofan af fyrir unga fólkinu sem annars hangir heima heilu dagana í verkfallinu. Flestar eru þær með óbreyttan opnunartíma en reyna að vera duglegri en áður að hafa meiri dagskrá á daginn þegar ungling- arnir hefðu annars verið í skólan- um. „Þetta er auðvitað aukið álag á okkur starfsmennina því krakk- arnir eru orðnir pirraðir og miklu meiri læti í þeim en áður. Þau eru ekki jafn þreytt á daginn eins og þau vanalega eru eftir skólann og þarf því meira til að halda þeim uppteknum,“ segir Ottó Tynes í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Starfsfólk Bústaða hefur einnig ákveðið að auka leitarstarf- semi sína sem felst í því að rölta um hverfið á kvöldin og fylgjast með krökkunum. „Við höfum alltaf verið með þessa starfsemi á föstudagskvöldum en núna eru öll kvöld eins og föstudagskvöld hjá krökkunum. Þau geta alltaf sofið út og því nauðsynlegt að fylgjast með þeim.“ Félagsmiðstöðin Ekkó er ein- nig með fulla starfsemi og óbreyttan opnunartíma. „Fyrstu þrjár vikurnar var allt brjálað að gera en það hefur minnkað aðeins að undanförnu. Það er mikið rót á krökkunum núna,“ segir Agnes Sif Andrésdóttir, starfsmaður Ekkós. „Þetta er farið að hafa ansi slæm áhrif á krakkana og ég held að þeim líði ekki vel. Það eru allir hundleiðir á þessu.“ Ýmiss konar skemmtileg dagskrá hefur verið í boði hjá félagsmiðstöðinni og hafa unglingarnir meðal annars skipu- lagt tónleika, Casino-kvöld, Sköp- unardag, diskótek og um helgina er leiklistarsmiðja. „Krakkarnir eru rosalega þakklátir fyrir að hafa eitthvað að gera og vilja helst vera að allan daginn. Þau eru orðin ansi eirðar- laus þessa dagana,“ segir Agnes. - sigyn – hefur þú séð DV í dag? Barnsföður Thelmu grunar hver nauðgaði henni Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnar- ness er félag áhugamanna um stjörnufræði á Íslandi og var stofnað árið 1976. „Við félags- menn, sem erum um 100-200 manns, hyggjumst nú setja kraft í starfsemi félagssins og höfum gefið út fréttabréf,“ segja þeir Sævar Helgi Bragason og Sverrir Guðmundsson, umsjónarmenn fréttabréfsins. Fréttabréfinu er dreift til félagsmanna en er einnig dreift á netinu á síðunni www.stjornuskodun.is. Í fréttabréfinu er meðal ann- ars umfjöllun um tunglmyrkva sem verður aðfaranótt fimmtu- dags. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur inn í skugga jarð- ar þegar jörðin er stödd milli sól- ar og tungls og gerist þetta á tveggja til þriggja ára fresti. Myrkvinn sést í heild sinni á Ís- landi og hefst kl. 00.06 og lýkur klukkan 06.03. „Starfsemi félagsins snýst aðallega um að standa fyrir stjörnuskoðunarviðburðum og efla áhugann á stjörnuskoðun meðal almennings,“ segja þeir Sævar og Sverrir. „Við í félaginu höfum að sjálfsögðu brennandi áhuga á stjörnuskoðun og stefn- um við tveir báðir á menntun á því sviði. Við hvetjum að lokum alla til að kíkja á tunglmyrkvann aðfaranótt fimmtudags.“ ■ Tunglmyrkvi aðfaranótt fimmtudags SVERRIR GUÐMUNDSSON OG SÆVAR HELGI BRAGASON Umsjónarmenn nýs fréttablaðs Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnaness. FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR Nóg er að gera í félagsmiðstöðvum landsins þessa dagana og reynir starfsfólk að hafa ofan af fyrir unga fólkinu. Félagsmiðstöðvar: Starfsemi er enn í fullum gangi Krakkarnir orðnir þreyttir og eirðarlausir 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ...fær hljómsveitin Keane fyrir stórkostlega tónleika í Hafnar- húsinu á Iceland Airwaves-hátíð- inni á laugardag. HRÓSIÐ Lárétt: 1 land, 6 sunna, 7 fæði, 8 skáld, 9 stríðni, 10 gljúfur, 12 bein, 14 yrki, 15 komast, 16 belti, 17 beita, 18 bára. Lóðrétt: 1 duft, 2 uppistaða, 3 verkfæri, 4 kona, 5 rödd, 9 málmur, 11 lítið fjall, 13 veifa, 14 eyða, 17 tveir eins. Lausn Lárétt: 1alaska,6sól,7el,8kn,9ert, 10gil, 12rif, 14sem,15ná,16ól,17 agn,18alda. Lóðrétt: 1aska,2lón,3al,4kerling,5 alt,9eir, 11fell,13fáni,14sóa,17aa. „Guðfaðirinn er ein af þessum myndum sem standa upp úr,“ segir Börkur Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, sem í síðustu viku frumsýndi hér á landi Svarta kaffið sitt í Háskólabíói. „Í þessari mynd er frábær sögubygging og alveg yndisleg fjölskyldubönd þar sem menn eru samt í einhverjum svörtum bisness. Það sem er svo fallegt í Guðföðurnum er að þrátt fyrir alla glæpina er þetta mynd um fjöl- skylduföður sem af fullri einlægni gerir allt fyrir börnin sín. Coppola nær þarna að gera glæpamenn að góðu mönnunum.“ Börkur segir myndirnar um Guðföðurinn hafa haft gríðarleg áhrif á aðra kvikmyndagerðarmenn. „Út frá þessari mynd hafa komið svo margar góðar myndir, eins og til dæmis Festen eftir Thomas Vinter- berg. Þar er fjölskyldubyggingin alveg eins og í Guðföð- urnum, með sterkan fjölskylduföður til dæmis og mið- sonurinn veikur. Francis Ford Coppola gerði þrjár kvikmyndir um sögu Corleone-fjölskyldunnar. Sú fyrsta, frá árinu 1972, skart- aði Marlon Brando í hlutverki fjölskylduföðurins Don Corleone. Meðleikarar hans voru ekki af verri endanum, kappar á borð við Al Pacino, James Caan og Robert Duvall að ógleymdri Diane Keaton. „Fyrsta myndin er auðvitað mest heillandi, kannski af því að hún braut ísinn. Hún skartaði líka Marlon Brando en þegar þeir settu hana á markað vissu þeir ekkert hvern- ig viðtökurnar yrðu.“ Tveimur árum síðar kom næsta mynd, þar sem Marlon Brando var reyndar fjarri góðu gamni. Lengi vel héldu menn að myndirnar yrðu ekki nema tvær, en árið 1990 tók Coppola upp á því að senda frá sér þriðju myndina, sem mörgum þykir reyndar standa hinum tveimur nokkuð að baki. Börkur tekur ekki undir slíkt og vill alls ekki gera upp á milli myndanna þriggja. „Það eru svo margir sem segja að fyrsta myndin sé frá- bær, sú næsta sæmileg en sú þriðja ömurleg. En ég er bara ekki sammála því, mér finnst þær allar frábærar.“ | SÉRFRÆÐINGURINN | GÓÐA VONDA FÓLKIÐ „Coppola nær þarna að gera glæpamenn að góðu mönnunum.“ Kvikmyndin: Guðfaðirinn stendur upp úr SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 292. tölublað (25.10.2004)
https://timarit.is/issue/264858

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

292. tölublað (25.10.2004)

Aðgerðir: