Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 8
8 25. október 2004 MÁNUDAGUR Bandaríska leyniþjónustan gagnrýnd: Flutti 12 fanga í laumi frá Írak WASHINGTON, AP Bandaríska leyni- þjónustan, CIA, hefur flutt tólf fanga í laumi út úr Írak á síðustu sex mánuðum til yfirheyrslna. Talið er hugsanlegt að þar með sé hún að brjóta gegn Genfarsátt- málanum. Þetta kom fram í dag- blaðinu Washington Post í Banda- ríkjunum. Í mars undirritaði bandaríska dómsmálaráðuneytið skjal að beiðni CIA þar sem leyniþjónust- unni var gefið leyfi til að yfir- heyra fangana í skamman tíma í öðru landi. Þar með telur leyni- þjónustan sig ekki vera að brjóta nein lög. Hefur hún hvorki látið Alþjóða Rauða krossinn né aðrar stofnanir vita af þessum yfir- heyrslum sínum. Sérfræðingar í alþjóðlegum lögum hafa bent á að aðgerðir leyniþjónustunnar séu brot á 49. grein Genfarsáttmálans. Kveður hún á um verndun almenna borg- ara á meðan á stríðstíma og her- námi stendur. Í frétt Washington Post eru leiddar líkur að því að fangarnir hafi verið pyntaðir. Minnist blaðið í því samhengi skjals sem Lögfræðiráð Banda- ríkjanna sendi frá sér fyrir tveim- ur árum. Þar var CIA og forseta Bandaríkjanna greint frá því að hægt væri að réttlæta pyntingar liðsmanna al-Kaída sem hefðu verið handsamaðir. Vakti málið mikla hneykslan um allan heim. ■ Íslenski hesturinn sló í gegn á stórsýningu Íslenski hesturinn sló sannarlega í gegn á stórsýningu og keppni í Bret- landi, að sögn Jónasar R. Jónssonar, umboðsmanns íslenska hestsins. Ís- lensku sýningarnar fengu frábær viðbrögð hjá þúsundum áhorfenda. HESTAMENNSKA Um 60.000 manns sáu og hrifust af íslenska hestin- um á stórsýningu og keppni í Bretlandi nýverið, að sögn Jónas- ar R. Jónssonar, umboðsmanns ís- lenska hestsins. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í þessum atburði. Til stendur að fylgja þessari mikilvægu kynn- ingu vel eftir þar í landi. „Þetta er eins konar landsmót þeirra Breta,“ sagði Jónas. „Þarna fór fram u m f a n g s m i k i l keppni, auk þess sem þrjú hesta- kyn voru sýnd sérstaklega. Það voru íslenski hesturinn, lífverð- ir Bretadrottningar á hestum sín- um og Lipizzaneres, hvítu Vínar - hestarnir.“ Ellefu knapar sýndu tólf ís- lenska hesta á sýningunum, sem voru sjö talsins í höll sem tekur um 9.000 manns í sæti. Hestarnir komu víðs vegar að úr Evrópu. „Aðdragandinn var sá að einn af stjórnarmeðlimum sýningar- innar hafði séð íslenska hestinn á sýningu í Þýskalandi,“ sagði Jónas. „Hann hreifst svo af eigin- leikum hans þar, að stjórnin spurðist fyrir hjá okkur um hvort við værum til í að koma með hesta og knapa á sýninguna. Við ákváð- um að taka þátt og undirbúningur okkar hafði staðið mánuðum sam- an. Það varð úr og þarna var sýnd munsturreið og allar gangtegund- ir. Við heilluðum áhorfendur og þeir gripu andann á lofti og klöpp- uðu með. Þeir nutu til hins ítrasta að horfa á hestana og láta koma sér á óvart. Þeir vissu að hverju þeir gengu með öll önnur hesta- kyn, en þarna var eitthvað alveg nýtt á ferðinni.“ jss@frettabladid.is JOHN KERRY John Kerry er dyggilega studdur í kosningabaráttu sinni. Demókratinn John Kerry: Fær stuðn- ing Wash- ington Post BANDARÍKIN Hið áhrifaríka dagblað Washington Post hefur lýst yfir stuðningi á demókratanum John Kerry í framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Að sögn blaðsins var valið erfitt en Kerry hafði vinninginn vegna þeirra leiða sem hann kýs að fara í mörgum stefnumálum sínum. Gagnrýndi það jafnframt George W. Bush, núverandi Bandaríkjaforseta, fyrir utanrík- isstefnu sína. Dagblaðið The New York Times hafði áður lýst yfir stuðningi við Kerry auk þess sem samtök múslima hafa ákveðið að styðja hann. ■ ,,Þarna fór fram um- fangsmikil keppni, auk þess sem þrjú hesta- kyn voru sýnd sér- staklega. SVONA ERUM VIÐ HVE MARGIR BERA NAFNIÐ...... SEM FYRSTA NAFN? Adam 136 Eva 987 Askur 8 Embla 99 Þór 350 Sif 180 María 1.841 Jósef 84 Heimild: Hagstofa Íslands miðað við þjóðskrá 31. desember 2002. N O N N I O G M A N N I YD D A /S IA .I S /N M 1 2 7 9 5 www.kbbanki.is Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.7,6% Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R na f n á v ö x t u n* * Nafnávöxtun sl. sex mánu›i á ársgrundvelli m.v. 1.10.2004 Í NEYÐARSKÝLI Tugir þúsunda manns þurftu að dvelja í neyðarskýlum eftir að heimili þeirra eyðilögðust. Jarðskjálfti í Japan: 21 fórst JAPAN, AP Að minnsta kosti 21 fórst og um tvö þúsund manns slösuð- ust í mikilli jarðskjálftahrinu í Japan sem hófst á laugardags- kvöld. Tugir þúsunda þurftu að dvelja í neyðarskýlum vegna skjálftanna eftir að heimili þeirra höfðu eyði- lagst. Fyrsti skjáltinn var af stærðinni 6,8 á Richter. Átti hann upptök sín í borginni Ojiya, sem er um 260 kílómetrum norðvestur af Tókýó. Auk húsanna sem eyðilögðust fór lest af sporinu og slösuðust þar margir. Ekki hafa fleiri farist í jarðskjálfta í Japan síðan stór skjálfti skók borgina Kobe í janúar árið 1995. Þá fórust rúmlega 6.000 manns. ■ Áhrifa áfengis gætir lengi: Enn undir áhrifum dag- inn eftir HAFNARFJÖRÐUR Ökumaður var tekinn í Hafnarfirði um klukkan tvö í gær grunaður um ölvun við akstur. Bíll var stöðvaður við venjubundið eftirlit og ökumað- urinn látinn blása í blöðru. Kom þá í ljós að áfengismagn í blóði hans var vel yfir leyfilegum mörkum. Ökumaðurinn kvaðst ekki hafa bragðað áfengi áður en hann settist upp í bíl sinn í gær en viðurkenndi hins vegar að hafa verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldið og eimdi enn eftir af þeirri skemmtan. Af þessu tilefni vill lögreglan brýna það fyrir akandi vegfarendum að aka ekki of snemma af stað ef áfengi er haft um hönd kvöldið áður. ■ Hálka á Akureyri: Rann út á gatnamótin AKUREYRI Ekki urðu meiðsli á fólki við árekstur tveggja bíla á mótum Dalsbrautar og Borgarbrautar á Akureyri í gær. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri vildi slysið til með þeim hætti að ökumaður á leið norður Dals- braut reyndi að stöðva bíl sinn á stöðvunarskyldu, en sökum hálku vildi ekki betur til en svo að hann rann inn í hliðina á bíl sem kom austur Borgarbraut. Annar bíllinn skemmdist nokk- uð við áreksturinn og var dreginn á braut með krana. Töluverð hálka er nú á Akureyri og í ná- grenni bæjarins og vill lögregla því benda fólki á að fara varlega í umferðinni og aka eftir aðstæð- um. ■ SKRIÐDREKI Bandarískur skriðdreki ekur um Bagdad, höfuðborg Íraks. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir yfirheyrslur sínar á íröskum föngum. SÝNINGARLIÐ ÍSLANDS Ellefu knapar sýndu íslenska hestinn í Bretlandi á dögunum. Jóhann R. Skúlason, heims- meistari í tölti, sýndi mikil tilþrif í sýningunni á gæðingnum Snarpi; svo mikil að lífvörður Bretadrottningar ætlaði að jafna um hann þegar íslenski hesturinn var valinn „stjarna sýn- ingarinnar“ í stað hrossa lífvarðanna. Fyrirliði íslenska hópsins var Einar Öder Magnússon. KYNNINGARBÁSINN Útflutningsráð og umboðsmaður íslenska hestsins settu upp kynningarbás á sýning- unni. Hann var þrískiptur og hestur hafður í miðjunni. Það brást ekki að svæðið troð- fylltist þegar hesturinn var til sýnis, því „hann virkaði eins og segulstál á gestina“ eins og umboðsmaður komst að orði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.