Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2004
■ EVRÓPA
Vinnustofa SÍBS
Sími 5628500
bréfabindin
www.mulalundur.is
NOVUS B 50/3
Heftar allt að 140 blöð.
Með stillingu til að hefta
allt að 8 cm frá kanti
Verð 7.450 kr/stk
Skagaströnd:
Rjúpur
skotnar
RJÚPNAVEIÐI Borið hefur á rjúpna-
veiðum í fjöllum í kringum Skaga-
strönd.
Lögreglan á Blönduósi stöðvaði
ökumann bifreiðar vegna gruns um
veiðar. Í bílnum mátti sjá rjúpnafið-
ur og blóð en byssan og rjúpurnar
fundust ekki.
Töluvert hefur verið um kvart-
anir til lögreglunnar vegna skyttna.
Hún heldur uppi stífu eftirliti á
svæðinu. Háar sektir og svipting
skotvopnaleyfis eru viðurlög ólög-
legra rjúpnaveiða. - gag
Sjónarhóll:
Samið um
aðstöðu
RANNSÓKNIR Sjónarhóll-ráðgjafar-
miðstöð, Verslunarráð Íslands og
félagsvísindadeild Háskóla Íslands
hafa gert með sér samning um
rannsóknaraðstöðu í húsnæði Sjón-
arhóls á Háaleitisbraut 13.
„Aðstaðan á að nýtast fyrir rann-
sóknir á háskólastigi sem varða
fjölskyldur barna með sérþarfir, á
hvaða fræðasviði sem það kann að
vera. Samningurinn snýst um það
að Verslunarráð og Sjónarhóll legg-
ja sameiginlega til húsnæði, HÍ ann-
ast milligöngu við nemendur í fram-
haldsnámi sem stunda rannsóknir á
þessu sviði og Sjónarhóll leggur til
þekkingu og stuðning við rannsókn-
arvinnuna,“ segir í tilkynningu
Sjónarhóls. - óká
Afsögn forsætisráðherra:
Ósáttur við
þingmenn
BOSNÍA, AP Adnan Terzic, forsætis-
ráðherra Bosníu og Hersegóvínu,
hefur sagt af sér í mótmælaskyni
við skattalagabreytingar sem
þing landsins samþykkti í lok síð-
ustu viku. Þriggja manna for-
sætisnefnd landsins hefur þó ekki
tekið ákvörðun um hvort hún taki
afsögnina gilda.
Þingmenn samþykktu í síðustu
viku að brauð, bækur, mjólk og
olía bæru engan virðisaukaskatt
en að sautján prósenta virðisauka-
skattur legðist á allar aðrar vörur.
Þetta er Terzic ósáttur við enda
vill hann að allar vörur og þjón-
usta séu skattlagðar eins. ■
Refsingu manns frestað í heimilisofbeldismáli:
Beiðni um áfrýjun
liggur hjá Hæstarétti
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
lagt fram beiðni til Hæstaréttar
um áfrýjun vegna dóms Héraðs-
dóms Reykjaness þar sem frestað
var refsingu manns sem beitti
eiginkonu sína ofbeldi.
Í Hæstarétti hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvort áfrýjun
verður veitt. Í málum þar sem refs-
ingu er frestað verður ekki áfrýjað
nema með leyfi Hæstaréttar. Á síð-
asta ári bárust Hæstarétti 46
beiðnir um áfrýjun og voru 22 sam-
þykktar, 22 synjað en tvær beiðnir
voru dregnar til baka. Árið 2002
bárust Hæstarétti 53 beiðnir og 25
samþykktar en 28 synjað.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa tekið eiginkonu sína hálstaki
og hrint henni til og frá þannig að
hún tognaði á hálsi og hné og hlaut
yfirborðsáverka á andliti og hár-
sverði. Dómarinn ákvað að fresta
refsingu í ljósi aðstæðna og atvika
sem meðal annars voru að maður-
inn hafi lagt hendur á konuna í
mikilli bræði og segir í dómnum að
gögn málsins hnígi frekar að því að
konan kunni að hafa valdið bræð-
inni. - hrs
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
Ríkissaksóknari hefur beðið um leyfi til áfrýjunar vegna heimilisofbeldis. Leyfi Hæstaréttar
þarf í málum þegar refsingu er frestað í héraðsdómi.
FALSARAR HANDTEKNIR Litháísk-
ir lögreglumenn handtóku ellefu
manns og gerðu falsaða peninga-
seðla að upphæð um 800 milljóna
króna upptæka. Þetta gerðist þeg-
ar ráðist var gegn glæpahring sem
talinn er hafa falsað evruseðla í
miklum stíl frá því í júlí í fyrra.