Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 1
● og hleypir tökuvélum ekki inn Vala Matt: ▲ SÍÐA 38 Heldur látlaust heimili ● gullkindin afhent á morgun Tvíhöfði: ▲ SÍÐA 30 Verðlaunar þá verstu ● óljós framtíð hjá örgryte Sænska knattspyrnan: ▲ SÍÐA 26 Tryggvi hyggur á breytingar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR VERNDUN ÞJÓRSÁRVERA Fundur verður haldinn í dag klukkan 16.30 í Norræna húsinu um verndun Þjórsárvera þar sem tillaga að breyttu svæðisskipulagi verður kynnt. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 9. nóvember 2004 – 307. tölublað – 4. árgangur ÞÚSUNDIR HERMANNA Í FALLUJA Bandarískir og íraskir hermenn brutu sér leið inn í Falluja í gær þegar þeir hófu stórsókn gegn vígamönnum í borginni. Harðir bardagar geisuðu fram eftir degi. Tugir vígamanna og nokkur fjöldi íbúa lést. Sjá síðu 4 EKKI VAFASAMT FÓLK TIL ÍS- LANDS Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir skíra stefnu yfir- valda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins. Sjá síðu 6 FLEIRI YFIRHEYRSLUR EFTIR Starfsmenn Ríkislögreglustjóra hafa yfir- heyrt tugi manna sem koma að olíusam- ráðsmálinu. Marga þarf að yfirheyra aftur því ekki er hægt að ljúka öllu í einni yfir- heyrslu en ekki er ljóst hversu margir það eru. Sjá síðu 6 MEIRIHLUTINN VILL KRISTINN Í NEFNDIR Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins styður meirihluti lands- manna ekki ákvörðun meirihluta þing- nefndar Framsóknarflokksins að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Guðrún Inga Torfadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Lífsnauðsynlegt að dansa ● heilsa ÚRKOMA AÐ FARA OG KOMA Slydda norðan og austan til fram eftir degi en styttir upp í kvöld. Þurrt vestan til í dag en fer að rigna í nótt. Svalt en hlýnar á morgun. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Höfuðborgarsvæðið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 80% 50% MorgunblaðiðFréttablaðið Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar Kennarar aftur í verkfall Sveitarfélögin höfnuðu tilboði kennara um ríflega hækkun á miðlunartillögu sáttasemjara ríkis- ins eftir að ljóst varð að hún hafði verið felld með afgerandi hætti í gær. Verkfall kennara heldur áfram. Næsti fundur samninganefnda verður haldinn á morgun. Börnin verða heima. KJARAMÁL Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launa- nefndin hafnaði tilboðinu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfé- laganna segir fulltrúa Kennara- sambands Íslands hafa sjálfa metið tilboðið á rúm 36 prósent í kostnaðarauka fyrir sveitarfélög- in. „Launanefnd sveitarfélaganna telur hins vegar að kostnaðarauk- inn sé meiri,“ segir Gunnar. Þetta gerðist eftir að ljóst varð að rétt tæplega 93 prósent grunn- skólakennara höfðu fellt miðlun- artillögu ríkissáttasemjara. Tæp sex prósent greiddu atkvæði með henni. Launanefnd sveitarfélaganna féllst á miðlunartillöguna og segir í ályktun að sveitarstjórnarmenn hafi á fjármálaráðstefnu sveitar- félaganna á dögunum talið að hún fæli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitar- félaganna um framþróun skóla- starfs. Hugmyndirnar sem launa- nefndin lagði fram fólu í sér sam- ræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamennt- aða starfsmenn sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir hugmyndir launanefndarinnar aldrei hafa komið til greina. Til- boð kennara hafi hljóðað upp á hærri launakröfur en miðlunartil- laga ríkissáttasemjara og styttri samningstíma, eða til ársloka 2007. Þetta er í þriðja sinn sem launanefnd sveitarfélaganna hafnar formlegu tilboði kennara. Það fyrsta var lagt fyrir nefndina í maí og hafði að geyma um 30 til 35 prósenta hækkun launatengdra gjalda. Kennarar lögðu einnig fram sáttatillögu til áramóta degi fyrir verkfallið sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækk- un í för með sér fyrir sveitarfé- lögin. Launanefndin taldi hækkun- ina nær 24 prósentum. Sáttasemjari ríkisins hefur boðað deilendur til fundar klukk- an tíu á morgun. - gag FRAKKLAND „Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi,“ sagði Suha Arafat, eiginkona Jassers Arafat, forseta palest- ínsku heimastjórnarinnar. Þessi orð voru látin falla þegar hún réðist harkalega gegn næstráð- endum hans í viðtali við Al- Jazeera-sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jassers Arafat. Tilefni viðtalsins var það að nokkrir helstu forystumenn Palestínumanna greindu frá því að þeir ætluðu að heimsækja Jasser Arafat á sjúkrahúsið í Frakklandi þar sem hann dvelur. Suha brást ókvæða við því og sakaði þá um samsæri gegn eiginmanni sínum. Ahmed Qureia forsætisráð- herra, Mahmoud Abbas forveri hans, Nabil Shaath utanríkisráð- herra og Rauhi Fattouh þingfor- seti héldu þó allir áleiðis til Frakklands í gær. Upphaflega stóð til að þeir kæmu til Parísar í gær en vegna orða Suha Arafat frestaðist för þeirra. Það er reiknað með að þeir munu koma til borgarinnar í dag. Suha, sem ekki hafði séð eig- inmann sinn í þrjú ár þegar hann var fluttur veikur til Parísar, sagði að hann myndi snúa aftur til Palestínu en sakaði sam- starfsmenn hans um að reyna að sölsa völd hans undir sig og not- færa sér þannig veikindi hans. ■ Eiginkona Jassers Arafat réðist harkalega að næstráðendum hans: Reyna að jarða Arafat lifandi SUHA OG ARAFAT KOMA TIL PARÍSAR Eiginkona Arafats sakaði samstarfsmenn forsetans um að ásælast völd hans. Þeir frestuðu ferð sinni til Parísar en héldu svo af stað í gær. Könnun: Friðargæslan afar umdeild SKOÐANAKÖNNUN Landsmenn virð- ast skipast í tvær jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til þátt- töku Íslendinga í friðargæslu. Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að 50,9 prósent eru hlynnt því að Íslendingar taki þátt í slíkum verkefnum en 49,1 prós- ent sagðist vera því andvígt. Í sömu könnun var fólk spurt hvort það teldi íslensku friðar- gæsluliðana í Kabúl vera borg- aralega starfsmenn eða her- menn. Um það er einnig mjög skipt skoðun því tæp sextíu pró- sent aðspurðra sögðust líta á þá sem hermenn en fjörutíu pró- sent telja þá borgaralega starfs- menn. Alþingismenn sem talað var við segja að niðurstöður könnun- arinnar komi þeim nokkuð á óvart. Sérstaklega kemur það þeim á óvart hve mikil and- staðan við þátttöku Íslendinga í friðargæslu er mikil. Sjá síður 18 og 19 RÍKISSÁTTASEMJARI GREINIR FRÁ NIÐURSTÖÐU KOSNINGAR UM MIÐLUNARTILLÖGU „Ég tel það vonbrigði fyrir mig að afstaðan skuli vera með þessum hætti,“ sagði Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari eftir að upplýst var að miðlunartillaga hans væri fallin. Samninganefndirnar settust strax að fundarborðinu þar sem launanefndin hafnaði tilboði kennara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ATKVÆÐAGREIÐSLA UM MIÐLUNARTILLÖGU Hlutfall Fjöldi Já 5,98% 276 Nei 92,98% 4.293 Auðir eða ógildir 1,04% 48 Samtals 100% 4.617 Á kjörskrá voru 4.984. Tæp 93 prósent kusu. Átta af níu fulltrúum launanefndar sam- þykktu tillöguna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.