Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 18
Meirihluti almennings telur að ís- lensku friðargæsluliðarnir í Kabúl séu hermenn en ekki borgaralegir starfsmenn. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins sem gerð var á laugardaginn. Í sömu könnun var spurt um þátt- töku Íslendinga í friðargæslu og voru nánast jafn margir henni hlynntir og andvígir. Alþingismenn undrast hve mikil andstaða er á meðal þjóðarinnar við friðar- gæslu en stjórnarandstæðing- ar túlka andstöðuna á annan hátt en stjórnarliðar. Friðargæslan umdeild Könnun sýnir glögglega að þátt- taka Íslendinga í friðargæslu er afar umdeild. 50,9 prósent eru hlynnt því að Íslendingar taki þátt í slíkum verkefnum en 49,1 pró- sent sögðust vera því andvíg. Ekki er munur á svörum karla og kvenna í þessum efnum en íbú- ar landsbyggðarinnar hafa hins vegar meiri efasemdir um þátttöku í friðargæslu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Drífa Hjartardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanrík- ismálanefnd Alþingis, er undrandi á andstöðunni við aðkomu Íslend- inga að friðargæslu. „Þetta virðist vera mjög umdeilt og það kemur mér á óvart því ég hélt að Íslend- ingar vildu leggja hönd á plóginn í friðarmálum. Fyrst að við erum ekki með her, þá getum við einmitt komið að friðargæslu og uppbygg- ingu í stríðshrjáðum löndum,“ segir Drífa sem telur líklegt að um- ræðan síðustu daga hafi haft tals- vert að segja um hvaða hug fólk ber til gæslunnar í dag. Rétt eins og Drífu kemur Stein- grími J. Sigfússyni, formanni Vinstri- grænna og fulltrúa í utanríkismála- nefnd, á óvart hversu margir segj- ast vera á móti þátttöku okkar í friðargæslu: „Ég átti von á meiri stuðningi vegna þess að ég held að Íslendingar séu almennt jákvæðir gagnvart því að við leggjum okkar af mörkum til þróunaraðstoðar og friðargæslu. Ég hneigist hins vegar til þess að skýra þessa miklu andstöðu með því að vísa til þróun- arinnar að undanförnu, þ.e.a.s. að menn hafa tekið upp á því að vopna íslenska borgara og senda þá til átakasvæða, svo og nýliðinna at- burða í Kabúl. Í rauninni eru þeir komnir út í hálfgerða hermennsku og það held ég að þjóðin sé ekki sátt við,“ segir formaður VG. Hermenn eða borgararlegir starfsmenn? Í könnuninni var fólk einnig spurt hvort það teldi íslensku friðar- gæsluliðana í Kabúl vera borgara- lega starfsmenn eða hermenn. 41,8 prósent aðspurðra álíta að um borg- aralega starfsmenn sé að ræða en 58,2 prósent telja að íslensku friðar- gæsluliðarnir séu hermenn. Heldur fleiri karlar eru á því að um her- menn sé að ræða en ekki er teljandi munur á skoðunum landsbyggðar- fólks og höfuðborgarbúa á málinu. Steingrímur J. Sigfússon segir þessar niðurstöður mjög athyglis- verðar. „Menn líta greinilega á þetta sem hermennsku og þátttöku í hernaðarbrölti. Ef jafnframt hefði verið spurt að því hvort fólk væri því fylgjandi að íslenskir borgarar væru alvopnaðir á átakasvæðum þá geri ég því skóna að lítill stuðning- ur hefði verið við það. Því miður hefur þjóðin aldrei verið spurð 18 Suha Arafat, eiginkona Yassers Arafat, olli uppnámi í gær þegar hún birtist æpandi í viðtali á al-Jazeera sjónvarps- stöðinni og ásakaði samherja eigin- manns síns um að ætla að grafa hann lifandi. Bakgrunnur? Suha fæddist árið 1964 í Palestínu og ólst upp í Ramallah og Nablus. Faðir hennar var bankamaður en móðir hennar er þekktur blaðamaður. Ung að árum var Suha send til náms í Svarta- skóla í París þar sem hún kynntist vest- rænum lifnaðarháttum. Suha kynntist Arafat þegar hún starfaði fyrir Frelsis- hreyfingu Palestínumanna í Túnis en þar voru samtökin í útlegð lengi vel. Árið 1990, þegar Yasser Arafat var rúm- lega sextugur, gengu þau í hjónaband en Suha hafði snúist til íslamskrar trúar nokkru áður. Saman eiga Suha og Yass- er eina dóttur, Zahwa. Þær mæðgurnar hafa búið í París síðan ófriður hófst að nýju í Palestínu haustið 2000 og hefur lífsstíll Suhu vakið reiði margra Palest- ínumanna þar sem hún berst talsvert á. Sérkennileg? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suha Ara- fat lætur orð falla sem vekja athygli, jafnvel hneykslan. Í samtali við Hillary Clinton, þáverandi forsetafrú Bandaríkj- anna, árið 1999 ásakaði hún Ísraela um að sýkja Palestínumenn af krabbameini með því að menga palestínskt and- rúmsloft og drykkjarvatn. Árið 2001 tók arabískt kvennablað við hana viðtal þar sem hún sagðist hata Ísraelsmenn og hafa enga trú á að nokkurn tímann yrði hægt að lifa í sátt og samlyndi við þá. Á svipuðum tíma lét hún þá skoðun sína í ljós að orsök vöðvakippa eiginmanns hennar væri ekki Parkinsonsveiki heldur tíðar flugferðir og loftþrýstingsbreytingar þeim tengdar. Árið 2002 reitti hún marga til reiði þegar hún sagði að ef hún ætti son þætti henni heiður að því ef hann fremdi sjálfsmorðsprengjuárás. Spillt? Lengi hefur verið uppi orðrómur um að spilling sé landlæg á meðal forystu- manna Palestínumanna. Þessar skoðanir fengu byr undir báða vængi fyrr á þessu ári þegar frönsk stjórnvöld upplýstu að Suha væri grunuð um peningaþvætti. Um nokkurt skeið höfðu níu milljónir evra, eða tæpar níutíu milljónir króna, verið lagðar mánaðarlega inn á bankareikning hennar af ótilgreindri svissneskri fjármála- stofnun. Að sögn frönsku lögreglunnar hafði Suha eytt stórum hluta fjárins í hús- búnað og ráðgjöf frægs arkitekts. Orðhákurinn sem Yasser elskaði HVER ER ? SUHA ARAFAT 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Þátttaka Íslendinga í frið- argæslu er afar umdeild Þjóðin virðist skiptast í tvær jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til þátttöku Íslands í friðargæslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fleiri telja að íslenskir friðargæsluliðar séu hermenn en borgaralegir starfsmenn. Stjórnmálamenn undrast andstöðu fólks við íslensku friðargæsluna. FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! Olíufélögin þrjú hafa beðist afsökunar á stóra samráðinu. Eitt þeirra segir samráðið heyra sögunni til og annað að staðið verði vörð um góða viðskiptahætti í framtíðinni. Það þriðja hefur margt að athuga við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Hvert er gildi afsökunarbeiðninnar? Það er bæði gott að biðjast fyrirgefningar og geta fyrirgefið. En þegar þú biðst fyrir- gefningar þarftu að sýna að þú meinir það og reyna að bæta úr og ganga á nýjan hátt í lífinu upp frá því. Segjum að þú hafir verið vondur við konuna þína og biðst fyrirgefningar, hún fyrirgefur og þá þýðir ekkert að vera áfram vondur við konuna. Þú verður að bæta þig og bæta fyrir það sem þú hefur gert henni. Er ekki afskaplega auðvelt að biðjast afsökunar? Jú, þess vegna þarf sá sem það gerir að sýna með breyttu lífi sínu að hann meini eitthvað með því sem hann segir og hann þarf líka að vera tilbúinn til að bæta fyrir það sem hann hefur gert. Er hægt að biðjast afsökunar með fyrirvörum? Nei, það er ekki hægt að biðjast afsökunar og segja svo; en ég var ekki svona vondur. Þá ertu ekki að meina það sem þú segir. Þá ertu að biðjast afsökunar en um leið ertu raunverulega að segja að þú meinir ekki það sem þú ert að segja. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON Ekkert afsakið, en AFSÖKUNARBEIÐNI SPURT & SVARAÐ SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÍSLENDINGAR OG FRIÐ- ARGÆSLA Eiga Íslendingar að taka þátt í friðargæslu? NEi 49,1% JÁ 50,1% YASSER OG SUHA ARAFAT M YN D A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.