Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 32
Í dag kl.13 mun hefjast fjöl-tefli í félagsheimili aldraðraað Vesturgötu 7 en Sigmund- ur Hansen hefur átt veg og vanda að undirbúningi fjölteflisins og segist hann gera þetta til að hleypa lífi í húsið sem sé stór- kostlegur staður fyrir fólk að koma saman og hittast. „Ég vil kveikja undir skák- áhuga hérna í húsinu og fá sem flesta til að koma hingað reglu- lega og tefla. Fólk á öllum aldri er velkomið og er það mesti mis- skilningur að húsnæðið sé bara fyrir aldraða,“ segir Sigmundur en hópar frá Vin á Hverfisgöt- unni og Geðvernd og fleiri stöð- um munu koma til með að taka þátt í skákinni í dag og mun skák- meistarinn Henrik Danielsen tefla við fólkið. „Ég talaði upp- haflega um þetta við þá hjá Hróknum og tóku þeir vel í þetta en Henrik kemur einmitt þaðan,“ segir Sigmundur. „Geðvernd mun einnig koma hingað með kórinn sinn og verður hér heilmikið húllumhæ í tilefni dagsins,“ segir Sigmundur hinn kátasti. „Meiningin er að hvetja fólk sem veit ekki hvað það á að gera við daginn sinn að koma til okkar að tefla. Þarna er alltaf kaffi og matur í hádeginu og allt til alls. Á föstudögum getur fólk komið og sungið saman því þá er spilað á flygilinn og við bjóðum alla velkomna, og verð ég að minnast á að starfsfólkið er einstakt þarna,“ segir Sigmundur og bætir því við að húsið sé svo vel staðsett og ýmislegt sem fari þar fram og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Hér er postulínsmálun, kera- mik, dans, og heilmargt fleira sem hægt er að gera sér til skemmtunar. Ég hef til að mynda séð um að skipuleggja göngur og kenni hérna útskurð,“ segir Sig- mundur sem vill ítreka það að all- ir sem áhuga hafa eru velkomnir að koma og tefla í dag og stendur svo til að tefla í hverri viku hér eftir. „Ég vil sjá til þess að stað- urinn sé líflegur og gaman sé að koma hingað,“ segir Sigmundur. kristineva@frettabladid.is 24 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR CARL SAGAN Stjörnufræðingurinn sem færði okkur alheim- inn heim í stofu með sjónvarpsþáttunum Cosmos fæddist á þessum degi árið 1934. Söngur og stórmeistari „Ímyndunaraflið flytur okkur oft til heima sem eiga sér hvergi stað. En án þess færum við hvergi.“ - Carl Sagan var sannkallaður skýjaglópur í bestu merkingu þess orðs. timamot@frettabladid.is SIGMUNDUR HANSEN Fjöltefli verður í dag í félagsheimili aldraða að Vesturgötu 7 sem Sigmundur hefur séð um að skipuleggja. „Ég vil kveikja undir skákáhuga hérna í húsinu og fá sem flesta til að koma hingað reglulega og tefla.“ Fimmtán ár eru í dag liðin frá því að stjórnvöld í Austur-Þýskalandi létu undan þrýstingi almennings og opnuðu hlið Berlínarmúrsins upp á gátt. Þau fylgdu þar for- dæmi ungverskra stjórnvalda, sem höfðu opnað landamæri sín fáeinum vikum fyrr. Austur-Þjóðverjum hafði í fjóra áratugi að mestu verið bannað að ferðast yfir til Vestur-Þýska- lands, augljóslega til þess að fyrirbyggja fjöldaflótta úr landinu. Hins vegar höfðu Austur-Þjóð- verjar hindrunarlítið mátt ferðast til annarra austantjaldslanda, þar á meðal til Ungverjalands, þannig að múrinn þjónaði litl- um tilgangi eftir að hægt var að komast til Vestur-Þýskalands í gegnum Ungverjaland og Aust- urríki. Vikurnar á undan höfðu miklar sviptingar verið í austur-þýskum stjórnmálum, kommúnista- stjórnin var smám saman að missa völdin og gat ekki lengur staðið gegn háværum kröfum almennings um lýðræði. Múrinn illræmdi var opnaður að kvöldi fimmtudagsins 9. nóvem- ber árið 1989. Strax daginn eftir fóru að heyrast hamarshögg hv- arvetna við múrinn, þegar fólk byrjaði að rífa hann niður smátt og smátt, margir til að næla sér í brot úr múrnum til minningar um þetta undarlega fyrirbæri í sögu Þýskalands. 3. október 1990 voru Austur- og Vestur-Þýskaland svo sameinuð í eitt ríki. 9. NÓVEMBER 1989: Eftirlíking af múrnum illræmda var reist nýverið í Berlín, fimmtán árum eftir fall hans. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1918 Vilhjálmur II Þýska- landskeisari skýrir frá því að hann muni segja af sér. 1923 Tilraun þýskra nasista til valdaráns í München er barin niður af lögreglu. 1938 Þýskir nasistar fara ræn- andi og ruplandi, myrð- andi og meiðandi um fyrirtæki og heimili þýskra gyðinga á „Kristalsnótt- inni“ svonefndu. 1956 Jean-Paul Sartre afneitar kommúnistum í kjölfar innrásar sovéska hersins í Ungverjaland. 1961 Brian Epstein hittir Bítlana í fyrsta sinn. 1965 Rafmagn fer af New York og öllum norðausturhluta Bandaríkjanna. Hlið Berlínarmúrsins opnuð Egill Helgason sjónvarps- maður er 45 ára. AFMÆLI Guðrún Rafnsdóttir, Skjóli, lést 25. október. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Jón Kristinn Kristinsson, Eystra Íragerði, Stokkseyri, lést 5. nóvember. María Skagan lést þriðjudaginn 2. nóv- ember. ANDLÁT JARÐARFARIR 14.00 Óli Helgi Ananíasson, Merkigerði 21, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 14.00 Vilhjálmur Páll Garðarsson, Vana- byggð 19, Akureyri, verður jarð- sunginn frá Glerárkirkju. 15.00 Jóhanna Ásgeirsdóttir, Barónsstíg 31, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 15.00 Kristján Björn Guðmundsson, frá Ísafirði, áður Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju. 15.00 Pétur Þórsson, Marbakkabraut 38, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11. nóvem- ber klukkan 13.30. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Jónsdóttir frá Brávöllum, Byggðavegi 136, Akureyri, Kristján Pétursson, Þórkatla Sigurbjörnsdóttir, Pétur Ágúst Pétursson, ömmu- og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Júlíusson kaupmaður, Skúlagötu 40a, Júlíus Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir, Sigrún Alda Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson, Rut Jónsdóttir, Árni M. Heiðberg, Einar Örn Jóns- son, Guðný Magnúsdóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir og barnabörn. lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt mánudagsins 8. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Helgi Jökulsson lést að heimili sínu Vogatungu 81, sunnudaginn 7. nóvember. Margrét Scheving Kristinsdóttir, Helgi Örn Ingólfsson, Annette Ingólfs- son, Guðjón Haukur Ingólfsson, Sigurlína Sch. Elíasdóttir, Jón Haukur Eltonsson, Olgeir Einarsson, Unnur Skúladóttir, Hólmfríður Einars- dóttir, Sævar Hafsteinsson, Kristinn Einarsson, Ágústa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. lést á sjúkrahúsinu á Selfossi þann 7. nóv. síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 14. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús S. Guðmundsson Frumskógum 5, Hveragerði, Börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, Gunnars Hauks Eiríkssonar Flétturima 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13D, Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka umönnun og til Sjómannafélags Reykja- víkur fyrir þá virðingu sem þeir sýndu. Fyrir hönd aðstandenda, Gíslína Erna Einarsdóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SIGMUNDUR HANSEN HEFUR SKIPULAGT FJÖLTEFLI AÐ VESTURGÖTU 7 Í DAG. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.