Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 20
Óhætt er að segja að fólk standi á öndinni út af því sem í þinginu er kallað stærsti þjófnaður sögunn- ar. Enginn venulegur þjófnaður og engir venjulegir krimmar. Krimmarnir máttarstólpar þjóð- félagsins og fórnarlambið þjóðin öll sem gjarnan gerir sér daga- mun með því að fara í sunnudags- bíltúr og kaupa sér ís og á þess utan ábyggilega með bensínfrek- ari bílaflotum sem þekkist á Vest- urlöndum. Alltaf var verið að ræna okkur: á leiðinni í vinnuna, heim úr vinnunni, þegar krökkun- um var skutlað á æfingu eða í spilatíma, í sunnudagsbíltúrnum, bara alltaf. Ekki nóg með það heldur er bensínverðið í vísitöl- unni og við erum eina þjóðin í heiminum sem bindur húsnæðis- lánin við þá mælistiku svo líka var blætt þegar greitt var af lán- unum sem aldrei lækka hve oft sem er borgað. Það furðulega við þetta allt saman er að það er eng- inn hissa. Formaður stærsta stjórnmálaflokksins segir að þetta sé verra en hann óttaðist. Skringilega til orða tekið, hann vissi sem sagt að verið var að ræna þjóðina hans en hélt bara að það hefði ekki verið alveg svona slæmt. Í ofanálag hefur maður á tilfinningunni að stjórnvöldunum hafi verið frekar í nöp við Sam- keppnisstofnun og það sem kallað hefur verið eftirlitsiðnaður, og menntamálaráðherrann kallaði í upphafi fjölmiðlalagaumræðunn- ar að horfa yfir öxlina á mönnum. Þau vilja frekar að fært sé í lög hverjir mega eiga hvað og svo sé það ágæta fólk sem má eiga eitt- hvað látið í friði og ekkert verið að fylgjast með því, ekkert verið að hanga á öxlinni á því. Ég get í það minnsta ekki skilið málflutn- inginn öðruvísi. Þau tíðindi sem hér er fjallað um benda sannar- lega til þess að það sé traustins vert eða hitt þó heldur. Það þarf ekki bara að refsa einhverjum, það á að refsa ein- hverjum. Það á að refsa öllum sem bera ábyrgð hvort heldur þeir eru í opinberum störfum eða bara að stjórna eignum sínum sem viðskiptaaðferðirnar sem þeir stunduðu rýrðu svo sannar- lega ekki. Borgarstjórinn bless- aður, sem virðist vera einn blá- eygðasti sakleysingi eða auð- veldasta handbendi (nema hvort tveggja sé) sem maður hefur lengi heyrt sögur af, og það af hans eigin munni, er auðveldasta skotmarkið, hann verður að bíta í það súra epli. Skiptir þá engu þó forsætisráðherrann telji hann vel hæfan til starfans, segi og að borgarstjórnarmeirihlutinn verði að axla ábyrgð. Ekki að spyrja að viðbrögðum miðaldra karla, svo notað sé tungutak menntamála- ráðherrans. Þegar Sjálfstæðis- flokksformaðurinn var búinn að lýsa vonbrigðum sínum með stærðargráðu ránsins opinberaði hann það sem mann hefur alltaf grunað, hann telur að hann og svei mér þá ef ekki allt fólkið í flokknum hans sé ofsótt, sérstak- lega af blaðamönnum. Enda er maðurinn ekki búinn að vera for- sætisráðherra nema tólf eða þrettán ár og stundum gagnrýnd- ur, það hlýtur hver maður að sjá að það eru ofsóknir og ekkert annað. Það hefði sko verið búið að heimta afsögn borgarstjórans ef hann væri sjálfstæðismaður, sagði hann. Samfylkingarformað- urinn lét ekki sitt eftir liggja í þessari uppbyggjandi umræðu stjórnmálaforkanna, borgarstjór- inn hafði lækkað farsímagjöldin, eigum við þá að þakka fyrir að hann gerði ekki samning við Sím- ann um hver farsímagjöldin skyldu vera? Þeim finnst þetta nefnilega allt snúast um menn og í hve fínum stólum þeir sitja og hve fínum bílum þeim er ekið í. Þetta kemur því hins vegar ekk- ert við. Þetta kemur því við í hvernig þjóðfélagi við búum. Þetta kemur því við að stjórn- málaforkarnir sjái til þess að leikreglurnar séu í lagi og að þeim sé fylgt. Leikreglurnar eiga að mínu viti að vera eins almenn- ar og nokkur kostur er, en eftir- litskerfið, eftirlitsiðnaðurinn ef menn vilja fremur nota það orð, á að vera öflugt þannig að ekki taki hálfan áratug eða næstum því að upplýsa mál eins og þessi, er það ekki rétt munað hjá mér að mál tryggingafélaganna var fyrnt þegar það loksins kláraðist? Þeg- ar upp kemst um glæpi, hvort heldur það eru stórþjófnaðir á við þennan eða bílstuldur, þá verða þjófarnir náttúrlega að sæta ábyrgð. Það liggur í hlutarins eðli og kemur þá málinu ekkert við að þeir séu að öðru leyti hinir ágæt- ustu menn og hafi látið af vond- um siðum. Öðruvísi verður svind- lið og svínaríið ekki upprætt. ■ S kýrsla Samkeppnisstofnunar er ekki einungis áfall fyrir olíu-félögin og hlutaðeigendur í samráði olíufélaganna. Hún eráfall fyrir viðskiptalífið og neytendur. Vegna málsins hefur tortryggni neytenda í garð fyrirtækja landsins vaxið. Sú tortryggni mun einnig bitna á þeim sem ekkert hafa til saka unnið. Skaðinn er skeður og nú blasir við það verkefni að skapa traust á ný. Þungi umræðunnar hefur að undanförnu beinst að Þórólfi Árna- syni borgarstjóra. Það er í senn eðlilegt og ósanngjarnt. Eðlilegt vegna þess að Þórólfur gegnir trúnaðarstöðu á vegum almennings og ósanngjarnt að því marki að Þórólfur telst fráleitt forkólfur í svindli olíufélaganna á neytendum. Hann hefur að undanförnu gengist við sínum þætti málsins og ekki reynt að klóra yfir það að eiga hlut að máli. Hann er maður að meiri fyrir það. Allir þeir sem tóku þátt bera sök, hvort sem þeir settu kíkinn á blinda augað, sátu aðgerðalausir hjá eða voru fullir þátttakendur í samráðinu. Mesta ábyrgð bera þeir sem skipulögðu samráðið og voru gerendur í því. Lagaleg og siðferðileg skylda hlýtur einnig að hvíla á þeim stjórnarmönnum sem hefðu samkvæmt allri skynsemi átt að kanna hvernig málum væri háttað. Vegsemd stjórnarsæt- anna fylgir ábyrgð sem menn eiga ekki að skorast undan. Eins og svo oft þegar trúnaðarbrestur verður í samfélaginu skiptir mestu að endurvinna trúnaðinn og koma í veg fyrir að hlut- irnir endurtaki sig. Málsbætur þeirra sem stóðu að svindlinu eru að umhverfið sem ríkti í viðskiptalífinu hafi boðið heim þeim vinnu- brögðum sem skýrsla Samkeppnisstofnunar afhjúpar. Fallast verð- ur á að helmingaskipti og miðstýring atvinnulífsins hafi boðið heim því hugarfari sem samráð olíufélaganna endurspeglar. Þeir sem eru með fullu viti geta þó ekki búið sér til eilíft skálkaskjól úr því að viðskiptaumhverfið væri með þessum hætti. Virk samkeppni er ekki nýuppfundið hugtak og krafan um að fyrirtæki séu ærleg í viðskiptum var ekki ókunn þeim sem komu að málinu. Það umhverfi sem til skamms tíma einkenndi íslenskt viðskipta- líf og samráðið sprettur úr einkenndist af mikilli miðstýringu og sterkum tengslum ráðandi stjórnmálaflokka og stærstu fyrirtækja landsins. Angi þessa umhverfis er sú leynd sem hvílt hefur yfir fjárreiðum stjórnmálaflokka hér á landi. Því hefur margsinnis ver- ið hafnað af hálfu stjórnarflokkanna að bókhald þeirra verði opnað. Helgi Hjörvar alþingismaður setur fram þá athyglisverðu hug- mynd að úr því að bókhald flokkanna sé ekki opið ætti að gefa - Ríkisendurskoðun heimild til að skoða tengsl stjórnmálaflokka við olíufélögin og aðra þá sem hlut eiga að þessu máli. Þetta er athyglisverð hugmynd og til þess fallin að vinna aftur traust almennings til viðskiptalífs og stjórnmálamanna. Eðlilegast væri þó að auka gagnsæi í samfélaginu og opna bókhald stjórn- málaflokkanna. Það er besta leiðin til að mynda traust á ný. ■ 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON FRÁ DEGI TIL DAGS Allir þeir sem tóku þátt bera sök, hvort sem þeir settu kíkinn á blinda augað, sátu aðgerðalausir hjá eða voru fullir þátttakendur í samráðinu. Mesta ábyrgð bera þeir sem skipulögðu samráðið og voru gerendur í því. ,, 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Ekki höfuðpaurarnir Heilsíðuauglýsing olíufélagsins Esso í dagblöðunum í gær undir fyrirsögninni „Ný sjónarmið“ hefur vakið athygli og umtal. Sérstaklega er mönnum spurn hvers vegna óbreyttu starfsfólki, bensínaf- greiðslumönn- um, sölufólki og skrifstofu- mönnum, er stillt upp við hlið núverandi forstjóra og látið „harma“ og „biðjast af- sökunar“ fyrir hönd félagsins á þætti þess í olíusam- ráðinu „á árum áður“ eins og það er orðað. Fram að þessu hefur engum dottið í hug að tengja óbreytt starfsfólk olíufélaganna við samráðið. Hefði ekki verið nær – og smekklegra – að hafa þá eina á myndinni sem raunverulega bera ábyrgðina? Betrumbætir Andersen PP forlag á Seltjarnarnesi hefur nýlega sent frá sér fimm ævintýri eftir eitt af höfuðskáldum Dana, H.C. Andersen. Á næsta ári eru tvö hundruð ár liðin frá fæðingu hans. Ævintýrin eru ekki þýdd beint heldur eru í endursögn Böðvars Guðmundsson rithöfundar, sem búsett- ur er í Danmörku, og með afar skemmtilegum myndskreytingum eftir annan íslenskan listamann, Þórarin Leifsson. Segir útgefandinn að með endursögninni verði ævintýrin skiljan- legri nútímabörnum. Athygli vekur að bækurnar eru ekki aðeins settar á markað hér á landi heldur einnig í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku sjálfri. Út- rásin margumtalaða er greinilega ekki bundin við stórfyrir- tækin. Og kjarkur verður það að teljast að bjóða Dönum upp á sjálfan H.C. Ander- sen í endur- sögn íslensks rithöfundar. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG UM OLÍUMÁLIÐ VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Þegar upp kemst um glæpi, hvort heldur það eru stórþjófnað- ir á við þennan eða bíl- stuldur, þá verða þjófarnir náttúrlega að sæta ábyrgð. Það liggur í hlutarins eðli og kemur þá málinu ekkert við að þeir séu að öðru leyti hinir ágætustu menn og hafi látið af vondum sið- um. ,, Svindl og svínarí – K r a f t u r i n n t i l a ð þ j ó n a þ é r Stjórn, stjórnendur og starfsmenn harma þátt Olíufélagsins Esso í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins. Unnið hefur verið náið með samkeppnisyfirvöldum til að upplýsa málið og fyrirtækið mun axla fulla ábyrgð gjörða sinna. Samráð keppinauta á frjálsum markaði um verðmyndun er óásættanlegt athæfi sem hvorki samræmist nútíma viðskiptaháttum né almennum reglum um heiðarleika í samskiptum. Olíufélagið mun leggja metnað sinn í að standa vörð um góða viðskiptahætti í framtíðinni þar sem áhersla verður lögð á samkeppni í verði, kröftuga þjónustu og virðingu fyrir hagsmunum viðskiptavina. Félagið mun í dag kynna næstu skref á þeirri braut. Vinna þarf aftur traust milli stjórnmála og viðskiptalífs eftir uppljóstrun olíusamráðsins. Vandi veg- semdarinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.