Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 16
16 STUNGIÐ DJÚPT Þórólfur Árnason notaði hugtakið að stinga djúpt þegar hann vildi bjóða góð- an afslátt á olíunni í gamla daga. Hér stingur hann djúpt fyrir grunni viðbygg- ingar Laugardalshallar. „Ég hefði örugglega getað hugsað mér að notfæra mér þessi lán þegar ég var að byrja að búa,“ segir Vanda Sigur- geirsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Ís- lands, um nýjasta útspil bankanna, svonefnd 100 prósent lán. „Hingað til hefur fólk stundum átt í erfiðleikum með að kaupa sína fyrstu íbúð þegar það á ekki fyrir útborguninni og þar af leiðandi hefur það verið fast í að leigja íbúð. Þetta gefur því fólki tækifæri, sem mér finnst mjög gott.“ Vanda varar hins vegar við því að fólk gleymi að taka vexti og verðtryggingu með í reikninginn. „Ef þú ert að taka mjög hátt lán, þá hækkar það náttúr- lega. Fólk verður að reikna þetta út. Þegar maður fær lánaðar tíu milljónir króna þá verða þær eftir eitt ár orðnar ansi mikið hærri en tíu milljónir. Ef verðið á fasteigninni hækkar í samræmi við verðbólgu þá er þetta kannski allt í lagi en ef það gerist ekki er voðinn vís,“ bendir Vanda á. Vöndu þykja skilyrði bankanna um kaup á líftryggingu og skil á heilsufarsupplýs- ingum athyglisverð og grunar að þeir séu ekki að bjóða lánin af góðmennsk- unni einni saman. „Þeir eru að tryggja sér viðskiptavini. Hver kúnni skiptir miklu máli og sá viðskipavinur sem skuldar, hann elska bankarnir,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir. VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR Bankarnir elska skuldara 100 PRÓSENT LÁNIN SJÓNARHÓLL „Það er allt fínt að frétta, ég er ennþá úti á Spáni,“ segir Sæmundur Pálsson, fyrrverandi lögregluþjónn og rokkdans- ari. Sæmi á hús rétt utan við Alicante og þar hefur hann dvalið ásamt fjöl- skyldu sinni í góðu yfirlæti í tvo og hálf- an mánuð. Rúmt ár er síðan Sæmundur lagði lögreglubílnum í síðasta sinn og hann kann því vel að vera sestur í helg- an stein. „Þetta er alveg paradís, hér hefur verið sól allan tímann,“ segir Sæmi og bætir því við að hann sé orð- inn kaffibrúnn. Sæmundur situr samt ekki auðum höndum í sólinni á Spáni heldur er hann önnum kafinn við endurbætur á húsinu þar sem fjölskyld- an fer óðum stækkandi. „Við eigum tíu barnabörn, annað langafabarnið fædd- ist á laugardaginn og það þriðja er á leiðinni.“ Spánverjar eru veisluglöð þjóð og því kemur ekki á óvart að Sæmi hafi sætt lagi og tekið sporið. „Við frúin höfum alltaf gaman af því að dansa. Ég hef hins vegar verið slæmur í hnénu, var í uppskurði í vor og byrjaði of snemma í golfinu.“ Góðkunningi Sæmundar, Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur sótt um pólitískt hæli á Íslandi en hann situr þessa dagana í fangelsi í Japan. „Hann er búinn að vera í sambandi við mig síðasta hálfa mánuðinn, tvisvar, þri- svar á sólarhring. Ég talaði bæði við Út- lendingastofnun og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í sambandi við þetta,“ segir Sæmundur en viðurkennir að málið sé erfitt viðureignar vegna þeirra alþjóðasáttmála sem Íslendingar eru aðilar að. Þannig er Fischer fram- salsskyldur og hérlendum yfirvöldum því tæpast stætt á að neita að selja hann Bandaríkjamönnum í hendur. Af þessum sökum telur Sæmundur frekar ólíklegt að Fischer fái hæli á Íslandi. Hins vegar er von á Sæma rokk til landsins eftir hálfan mánuð. Reynir að greiða götu Fischers HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SÆMUNDUR PÁLSSON, ROKK 9. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Mótorhjólafólk – gæðablóð eða glæpamenn? Mótorhjólafólk hefur stundum verið litið hornauga. Svartur leðurgallinn þykir ógnvekjandi og drunur vélfákanna láta þungt í eyrum. Endurteknar uppákomur í flugstöðinni og meint tengsl íslenskra hjólaklúbba við erlend glæpasamtök hafa skyggt enn frekar á ímynd hjólafólks. Áhugafólki um bifhjól og bifhjóla- akstur er ekki skemmt yfir tíðum fregnum af aðgerðum yfirvalda gegn erlendum mótorhjólaklúbb- um. Félögum í norrænu samtökun- um Hog Riders var meinuð innganga í landið fyrir helgi og því borið við að þeir væru á sakaskrá og af þeim stafaði hætta. Sama var uppi á teningnum í desember þegar níu norskir Vítisenglar reyndu að komast inn í landið og enn árið 2002 þegar nítján dönskum Vítis- englum var snúið við í gættinni. Það fer fyrir brjóstið á heið- virðu íslensku bifhjólafólki að það skuli tengt, beint og óbeint, við slíka erlenda hópa. Meginþorri þess hefur ekkert til saka unnið. Það hefur hins vegar brennandi áhuga á mótorhjólum og þykir fátt betra en að bruna eftir malbikinu og finna hestöflin krauma í klofinu. Það er þó ekki út í bláinn að harðsvíruð glæpasamtök á Norður- löndunum séu tengd við Ísland og íslenska mótorhjólaklúbba. Liðs- menn þeirra hafa jú reynt að kom- ast til landsins til að hitta Íslendinga sem eiga sér þá heitu ósk að fá inngöngu í erlendu klúbbana. Og þó að íslenskir fylgis- menn erlendu samtakanna þver- taki fyrir glæpastarfsemi erlendra vina sinna er það óumdeild skil- greining íslenskra yfirvalda og einmitt á þeim forsendum er þeim meinaður aðgangur. Nú um helgina öðlaðist vélhjóla- klúbburinn Hrollur þann sess að verða reynslufélag innan Hog Riders. Næsta skref er svo full að- ild. Hermt hefur verið að Fáfnir hafi hug á að fá sambærilega stöðu innan Vítisengla en það ferli er mun skemmra á veg komið. Fyrsta skrefið er að gerast stuðningsaðil- ar, þá fylgisveinar og loks reynslu- félag áður en aðild fæst. Góðir strákar í Hrollli Baldvin Jónsson er formaður Snigl- anna, bifhjólasamtaka lýðveldisins. Hann segir umrædd mál skaða mót- orhjólafólk og vildi heldur vera laus við svona uppákomur. „Mér finnst algjör óþarfi að hengja sig á erlenda mótorhjólaklúbba. Þeir sem það gera verða hvorki stærri né merkilegri fyrir vikið,“ segir Sniglaformaðurinn. Hann ítrekar að umræðan hafi neikvæð áhrif á ímynd bifhjólafólks og tekur skýrt fram að Sniglarnir standi ekki á bak við komur þessara manna, þar séu aðrir á ferðinni. „Við styðjum þetta alls ekki en getum auðvitað ekki bannað þetta.“ Baldvin segir óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér nú þegar Hog Riders hafi skot- ið rótum á Íslandi en býst ekki við neinu misjöfnu, ekki í bráð í það minnsta. „Ég er ekki hræddur við þetta og ekki hræddur um að strák- arnir sem gengu í Hog Riders um helgina eigi eftir að leiðast út í eitt- hvað misjafnt því það eru góðir strákar.“ Hann fullyrðir jafnframt að þess sé langt að bíða að hér muni íslenskur Vítisengill ganga um í fullum skrúða, „það verður að minnsta kosti ekki næstu árin,“ segir Baldvin. Eftir því sem næst verður kom- ist eru sextán klúbbar mótorhjóla- manna starfræktir í landinu, misfjölmennir og misvirkir eins og gengur. Hrollur er fámennt félag með aðsetur við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og hlaut um helgina reynsluaðild að Hog Riders. Haft er eftir Gunnari Hafþóri Eymars- syni Hrollsmanni í DV í gær að þeir séu fjölskyldumenn og mótor- hjólin séu þeirra hobbí. Orðrétt segir hann einnig:„Við erum ekki þekktir fyrir neitt dóp og í þessum partíum sem við höfum farið í úti eru menn að drekka og ef það er eitthvað dóp í gangi er enginn að veifa því.“ Fáfnir er að sama skapi fámenn- ur félagsskapur en höfuðstöðvarn- ar eru í Kaplahrauni í Hafnarfirði. Fáfnismenn hafa verið tengdir Vít- isenglum og sagðir langa til að ganga í þau alræmdu samtök. Nafn- kunnustu Fáfnismennirnir eru Jón Trausti Lúthersson, Brynjólfur Þór Jónsson og Sverrir Þór Einarsson. Haft hefur verið eftir Brynjólfi í Fréttablaðinu að Vítisenglar séu stór og virt samtök og lögleg þar sem þau starfi. Hann sagði það ekki trufla fyrirætlanir Fáfnismanna þó Vítisenglar væru bendlaðir við glæpi enda aldrei fallið dómur á sjálf samtökin. Einstakir félags- menn hafa hins vegar hlotið dóma og sumir þunga. Fáfnir starfaði framan af í Grindavík en fluttist á höfuðborgarsvæðið fyrir nokkru. Hinir Í Óskabörnum Óðins voru eitt sinn ungir og reiðir menn sem vildu ekki lúta stjórn annarra og stofnuðu því sitt eigið félag. Þeir hafa elst og reiðin runnið af þeim og lítið fer fyrir starfseminni. Óskabörn Óðins hafa útibú í Danmörku og helgast það af því að nokkrir félagsmenn fluttust utan og stofnuðu þar deild. DMFÍ stendur fyrir Drullumall- arafélag Íslands og eru félagsmenn áhugasamir um torfæruakstur en eiga einnig götuhjól. Nokkur félög eru bundin við landsvæði og má þar nefna Erni á Suðurnesjum, Postula á Suðurlandi, Smaladrengi á Siglufirði og víðar á Norðurlandi og Rafta í Borgarfirði. Í Berserkjum eru menn sem all- ir eru að gera upp Harley David- son-mótorhjól og HOG er félagsskapur Harley-eigenda og starfar í tengslum við Harley-um- boðið á Íslandi. Hvítabirnir eru lausbeislaður félagsskapur en aðalfundur er haldinn einu sinni á ári og þá á landsmóti Snigla. Er þess vandlega gætt að fundurinn standi ekki nema í eina klukkustund. Í Varúlfana fá þeir einir inn- göngu sem lifa eftir 12 spora kerf- inu og Vélhjólafjelag gamlingja er félagsskapur fólks á öllum aldri sem á gömul hjól. Engar upplýsingar fengust um starfsemi Mjölnis í Keflavík. bjorn@frettabladid.is BALDVIN JÓNSSON, FORMAÐUR SNIGLANNA „Mér finnst algjör óþarfi að hengja sig á erlenda mótorhjólaklúbba. Þeir sem það gera verða hvorki stærri né merkilegri fyrir vikið.“ BRYNJÓLFUR ÞÓR JÓNSSON FÁFNISMAÐUR Fáfnir hefur tengst Vítisenglum. GUNNAR HAFÞÓR EYMARSSON HROLLUR Hrollur er reynslufélag í Hog Riders. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÍSLENSKIR MÓTORHJÓLAKLÚBBAR Klúbbar Félagar Stofnár Berserkir MC 4 2003 Sniglarnir 1.560 1984 DMFI 10 2003 Ernir 167 2001 Fáfnir MC 1996 HOG 2001 Hrollur MC Iceland 5 2001 Hvítabirnir 8 1990 Mjölnir MC 4 2004 Óskabörn Óðins MC 21 1988 Postular 135 2000 Smaladrengir MC 19 2000 Raftar 50 2001 Varúlfar MC 8 2003 Vélhjólafj. Gamlingja 37 1993 Vélhj.íþrótta.klúbb. 200 1978

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.